Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 11

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 11
Skyrsla sljórnar SFR 2 0 0 0 Q Námskeiðslok á Lykilnámskeiði fyrir starfsmenn Landspítala- háskólasjúkrahúss. Á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi var áfram boðið upp á námskeið sem bera heitið Lykiil. Um er að ræða Lykil I þar sem 40 stundir eru almennt námsefni og 20 stundir sérhæft námsefni sem er útfært fyrir mismunandi starfshópa innan spítal- ans. Haldin voru fimm slík námskeið fyrir félagsmenn Starfsmannafélags ríkisstofnana og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Var það gert í til- efni af sameiningu spítalanna. Þá var einnig unnið að undirbúningi framhaldsnámskeiðs sem ber heitið Lykill II en þar eru 20 stundir helg- aðar almennu námsefni og 40 stundir sérhæfðu námsefni. Farið var af stað með almenna hluta Lykils II á haustönn og voru fjögur slík námskeið í boði. Sérhæfði hlutinn verður kenndur á vorönn 2001. Sýslumannsembættin Námskeið sem skipulögð voru fyrir starfsmenn sýslumannsembættanna hafa verið gríðarlega vel sótt. Um er að ræða 60 stunda námskeið sem bæði hef- ur farið fram í gegnum fjarfunda- búnað, og þá verið sent um land allt, eða þá að þátttakendum hefur verið hópað saman á einn stað og þá oftast til Akureyrar eða Reykja- víkur. Tryggingastofnun ríkisins (TR) fór af stað með námskeið fyrir starfsfólk og tengdist námsefnið meðal annars því hvernig auðvelda mætti starfs- fólkinu að sækja upplýsingar í tölvu- kerfi stofnunarinnar, hvernig bæta megi samskipti inn á við og við við- skiptavinina, ásamt því að kynna lagaumhverfi TR. Námskeiðin voru vel sótt og ánægja með þau. Sogn. Haldið var námskeið á Réttar- geðdeildinni að Sogni þar sem farið var yfir mikilvæga þætti sem snerta starf öryggisgæslumanna á réttar- geðdeild og einnig var lögð áhersla á þætti eins og geðsjúkdómafræði, lögfræði, samskipti og skráningar. Háskóli íslands hefur verið með í gangi námskeið fyrir starfsmenn sína sem ber heitið Sæmundur og varð framhald á því á árinu. Um var að ræða þróunar- og þjálfunarverk- efni i formi fræðslu, vinnufunda og gæðastarfs fyrir stjórnendur og starfsfólk sem starfa við umsjón, ræstingu, útleigu og viðhaldsmál húsakynna og bygginga HÍ, tækni- þjónustu og mötuneyti. Héraðsdómstólar. Haldin voru námskeið fyrir ólöglærða starfs- menn héraðsdómstólanna sem Dómstólaráð stóð að. Aðaláherslan var lögð á að fara yfir undirstöðuat- riði í lögfræði, einkum hvað snertir dómstólana. Einnig var fjallað um aðferðir til að ná tökum á streitu. Framhaldsnámskeið Rekspölur Unnið var að útfærslu á Rekspeli II á árinu. Ætlunin er að þar verði boðið upp á fjölþættara námsefni en á Rekspeli I og mun þar kenna ýmissa nýrra grasa. Námsáherslur verða sveigjanlegri og munu þátttakendur geta valið á milli greina eftir sínum áhuga- eða áherslusviðum. Áhersla verður lögð á félagslega þáttinn og möguleika fólks til að nýta þær tæknilausnir sem til eru í upplýs- ingageiranum með því að koma á fót fjarnámi. Þannig munu flestir félagsmenn SFR eiga kost á virkri símenntun og eins munu þeir njóta góðs af því metn- aðarfulla átaki sem BSRB ætlar að gangast fyrir á árinu 2001 til þess að auka tölvulæsi. Félagstfðindi - mars 2001 11

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.