Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 19

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 19
Rekstur skrifstofu SFR Starfs- menn SFR Jens Andrésson formaður GSM 897-9044 Netfang: jens@sfr.bsrb.is Árni Stefán Jónsson framkvæmdastjóri GSM 892-9644 Netfang: arni@sfr.bsrb.is Guðlaug Sigurðardóttir skrifstofustjóri Netfang: gudlaug@sfr.bsrb.is Lilja Laxdal fulltrúi Netfang: lilja@sfr.bsrb.is Jóhanna Þórdórsdóttir fræðslu- og upplýsingafulltrúi Netfang: johanna@sfr.bsrb.is Guðlaug Hreinsdóttir fulltrúi Netfang: gulla@sfr.bsrb.is Þorleifur Óskarsson sagnfræðingur Netfang: thorleifur@sfr.bsrb.is Verkefnaráðinn við ritun sögu SFR Einn af hornsteinum hvers félags er öflug skrifstofa. Þaðan er verkefnunum stýrt og veitt sú þjón- usta og þær upplýsingar sem fé- lagsmenn þurfa á hverjum tíma. Á undanförnum árum hefur mikilvægi skrifstofunnar verið að koma æ betur í Ijós. Því er nauðsynlegt að starfið þar nái að aðlaga sig þörfum félagsmanna á hverjum tíma. Til þess að svo geti verið þarf að við- hafa stöðuga endurskoðun á starf- seminni og tilhögun þjónustunnar við félagsmenn. Helstu þættir sem snúa beint að félagsmönnum eru útleiga á orlofs- húsum og afgreiðsla úr hinum ýmsu sjóðum félagsins, svo sem S k ý r s 1 a s t j o r n a r S F R 2 0 0 0 [j starfsmenntunarsjóði, styrktar- og sjúkrasjóði og þróunar- og símennt- unarsjóði. Mikilvægur þáttur í starfinu er að svara fyrirspurnum frá félagsmönnum um hin ýmsu mál gegnum símtöl og tölvupóst. Þessar fyrirspurnir, sem fjalla um kjaramál, réttindamál, lífeyrismál og ýmislegt annað, eru alltaf að aukast. Sú aukning og einnig aukið umfang í afgreiðslu styrktar- og sjúkrasjóðs, varð til þess að ákveðið var að bæta við starfsmanni á skrifstofuna. Guðlaug Hreinsdóttir, sem áður starfaði hjá Bændasamtökunum og var þar varatrúnaðarmaður SFR, var ráðin til starfans í lok ársins. Að öðru leyti hafa ekki orðið breytingar á mannahaldi og eru starfsmenn sem fyrr Guðlaug Sigurðardóttir, sem sér nú alfarið um afgreiðslu sjóða, bókhald og aðrar fjárreiður félagsins, Lilja Laxdal fulltrúi, sem sér um félagaskrá og orlofshús ásamt upplýsingum um kjara- og réttindamál, Jóhanna Þórdórsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi, en starfsheiti hennar skýrir starfssviðið. Auk framangreindra tilheyra þeir Árni St. Jónsson framkvæmdastjóri og Jens Andrésson formaður starfs- mannahópi SFR. Starf þeirra lýtur að hverju því sem snýr að kjara- samningum, réttindamálum og öðru er snertir félagið og félags- menn. Undanfarin tvö ár hefur Þor- leifur Óskarsson sagnfræðingur einnig starfað á skrifstofunni, við ritun sögu félagsins. Því verki verður lokið á næstu mánuðum. Kennitölur úr reikningum félagsins Félagssjóður: Félagsgjöld 84.834.651,- Rekstrargjöld 71.619.965,- Rekstrarhagnaður 13.214.686,- Vaxtatekjur umfram vaxtagjöld 1.384.700,- Hagnaður ársins 14.599.386,- Orlofssjóður: Félagsgjöld 15.316.356,- Leigutekjur 6.836.357,- Rekstur orlofshúsa 18.645.457,- Félagstííindi - mars 2001 19

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.