Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 18

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 18
Dóms- mál Eins og undanfarin ár hefur Gestur Jónsson lögfræðing- ur sinnt lögfræðilegri þjónustu við SFR. Gestur er með sér- staka tíma fyrir aðildarfélög BSRB tvisvar í mánuði. Félögin panta tíma hjá honum í gegn- um BSRB en öll mál einstakra félagsmanna, sem hugsanlega þurfa lögfræðilegrar skoðunar við, fara fyrst til athugunar á skrifstofu SFR þar sem tekin er ákvörðun um hvort málið fari áfram til Gests. Á hverju ári er þó nokkur fjöldi mála sem fer þessa leið. Flest þeirra leysast farsællega en alltaf eru einhver mál sem þarf að leita til dómstóla með. Á árinu fengust niðurstöður í þremur málum sem SFR hafði lagt fyrir dómstóla. í tveimur þeirra dæmdi héraðsdómur. Annað málið vannst en hitt tapaðist. Málinu sem tapaðist var vísað til Hæstaréttar, en þar sem um svo lágar fjárhæð- ir var að ræða hafnaði réttur- inn því. Eitt mál var dæmt í Hæsta- rétti og tapaðist þar, en áður hafði það unnist í héraðsdómi. Tvö mál eru nú til meðferðar hjá dómstólum og er niður- stöðu að vænta innan skamms. Trúnaðarmenn á námskeiði í Árbæjarsafni. Trúnaðarmannaráð og trúnaðarmannafræðsla Trúnaðarmannaráð kom saman sjö sinnum á árinu. Á fundunum voru m.a. haldin fræðsluerindi, skoð- uð helstu einkenni íslenska dómkerf- isins, fjallað um skoðanakönnun sem gerð var meðal félagsmanna í febrú- ar, tekin fyrir kröfugerð SFR fyrir kjarasamninga og baráttumál/verkefni opinberra starfsmanna haustið 2000, símenntun félagsmanna, frumvarp ríkisstjórnar um fæðingarorlof og samkomulag um réttindamál. Einnig hafa fundirnir snúist um almenn fé- lagsmál, undirbúning fyrir aðalfund o.fl. Fræðslumorgnar fyrir trúnaðarmenn hafa verið haldnir á undan fundum ráðsins og eru þeir skipulagðir af fræðslunefnd félagsins. Trúnaðarmannanámskeiðin, Sam- stíga til framtíðar I og II, voru haldin á árinu í samvinnu við Starfsmannafé- lag Reykjavíkurborgar. Fjögur grunn- námskeið, Samstíga til framtlðar I, og sex framhaldsnámskeið, Samstíga til framtíðar II. Unnið var að undirbún- ingi framhaldsnámskeiðsins haustið 1999 og var það fyrsta haldið um mánaðamótin febrúar/mars 2000. Framhaldsnámskeiðið mæltist vel fyrir hjá trúnaðarmönnum, en nokkrar ábendingar komu þó fram um hvað betur mætti fara og var því ákveðið að endurskoða skipulag þess yfir sumarmánuðina Eitt námskeið hefur verið haldið eftir þessa endurskoðun og var almenn ánægja með það. Framhaldsnámskeiðið er haldið í Kornhúsinu í Árbæjarsafni og hafa þátttakendur haft á orði að þeim þyki gott að vera í Árbæjarsafni og það sé það næsta sem hægt sé að komast því að finna fyrir sveitasælu í höfuð- borginni. 18 Félagstfðindi - mars 2001

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.