Fréttablaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 6
Þegar gasið streym-
ir hér frá kvikunni
getur það verið hættulegt
fyrir litla hunda. Ef þú ert að
hósta, þá eru hundarnir að
kafna.
Soffía Sigurðar-
dóttir, björg-
unarsveitarkona
í Björgunarfélagi
Árborgar
NÁTTÚRA „Við verðum með ferðir
inn á svæðið um leið og það er heim-
ilt,“ segir Helgi Már Gunnarsson
hjá Ferðafélagi Íslands, sem hyggst
bjóða skipulagðar gönguferðir að
gosstöðvunum í Geldingadölum.
Fyrirkomulagið verður þannig að
fólk mætir að bílastæðunum austan
við Festarfjall, við upphaf göngu-
leiðar sem nú hefur verið stikuð.
„Það verða leiðsögumaður og jarð-
fræðingur með í för,“ segir Helgi.
Varðandi hættu af gasi segir hann
að fylgst verði náið með upplýsing-
um frá Veðurstofunni og mælingum
björgunarsveita á staðnum.
Áætlað er að ferðirnar vari í um
fimm klukkustundir frá bílastæð-
inu og til baka. Gjaldið er fimm
þúsund krónur. Á heimasíðu Ferða-
félagsins verða nánari upplýsingar
og þar eru einnig ábendingar um
útbúnað fyrir gönguna. - gar
Gönguferð með
jarðfræðingiSkiltagerð og merkingar
Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á
heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna
sem er í boði.
Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 777 2700 | xprent@xprent.is
SANDBLÁSTURSFILMUR
BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ
www.xprent.is
KYNNINGARSVÆÐI
✿ Ný gönguleið að Geldingadölum
Bo
rg
ar
fj.
Gosstöðvar
Nátthagakriki
↢ Grindavík
Gönguleið
Nátthagi
Suðurstrandarvegur
NÁTTÚRA „Við vorum nýkomin með
fólk niður úr hlíðinni þegar ein
rásin opnaðist með miklum látum
og hraun streymdi niður svæðið
þar sem fólkið hafði staðið einungis
örfáum mínútum áður,“ segir Soffía
Sigurðardóttir, björgunarsveitar-
kona í Björgunarfélagi Árborgar,
sem stóð vaktina í gær á gossvæðinu.
Björgunarsveitin hafði varað fólk
við að ný rás gæti opnast í miðri
hlíðinni og stóra gígnum eða „turn-
inum“ eins og margir eru farnir að
kalla hann. Ofurhugarnir voru fljótir
að átta sig á alvarleika málsins þegar
hraunið flæddi yfir gamla útsýnis-
staðinn.
„Sama gerðist á Fimmvörðuhálsi,
þegar menn voru næstum dottnir
ofan í nýja gíginn þegar seinna eld-
fjallið myndaðist,“ útskýrir Soffía.
Aðspurð segir hún þetta ekki sitt
fyrsta gos. Hún mætti sjálf með fjöl-
skylduna þegar Hekla gaus árið 1980.
„Sonur minn fylgdist þá með
tveimur herþotum fljúga yfir fjallið.
Hann hélt um stund að herinn hefði
varpað sprengju þegar sveppaskýið
steig upp frá Heklu en ég áttaði mig
strax á því að nú væri farið að gjósa.
Þá greip ég fjölskylduna og fór beint
að hrauninu.“
Soffía hóstar svolítið líkt og aðrir
sem hafa verið á svæðinu í langan
tíma en eiturgufurnar geta ert slím-
húðina og valdið hósta. Hætta staf-
ar ekki einungis af þúsund gráða
heitu fljótandi hrauninu, heldur af
eiturgufunum sem stíga upp af því.
„Ég er að beina fólki með lítil
börn og hunda frá. Þegar gasið
streymir hér frá kvikunni getur það
verið hættulegt fyrir litla hunda. Ef
þú ert að hósta, þá eru hundarnir að
kafna. Það er allt í lagi að skjótast
niður að ná sér í einn hraunmola úr
kalda hlutanum en fólk verður að
passa sig við heitu svæðin.“
ingunnlara@frettabladid.is
Var forðað úr
svimandi hita
og eiturgufum
Björgunarsveitir hafa staðið vaktina við gossvæðið
í Geldingadölum og smalað fólki, sem hættir sér of
nálægt 1.000 gráða heitu hrauninu, upp brekkuna.
FJARSKIPTI „Það eru allir að vinna
að því hörðum höndum að þetta
geti gerst,“ segir Rögnvaldur Ólafs-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá
almannavörnum, varðandi upp-
setningu fjarskiptabúnaðar við gos-
stöðvarnar í Geldingadölum.
Rögnvaldur segir að unnið hafi
verið að skipulagningu málsins
frá því fyrir helgi. „Það skiptir máli
að viðbragðsaðilar séu með gott
fjarskiptasamband þarna upp frá
og líka að almenningur sé í góðu
símasambandi þannig að fólk geti
látið vita af sér og kallað á aðstoð ef
það lendir í einhverjum vandræð-
um,“ segir Rögnvaldur sem kveður
framkvæmdina hins vegar dálítið
flókna.
„Það er ekkert rafmagn á svæðinu
og það þarf að vera varaafl og bún-
aðurinn þarf að vera á þannig stað
að það sé hægt að komast þangað
reglulega af því að það þarf að bæta
á olíu,“ segir Rögnvaldur. Niður-
staðan virðist ætla að verða sú að
nýi búnaðurinn verði settur niður
ofan á Langahrygg, suðaustur af eld-
stöðinni. – gar
Koma á símasambandi
við nýju gosstöðvarnar
Rögnvaldur
Ólafsson, að-
stoðaryfirlög-
regluþjónn hjá
Almannavörnum
Gosið í Geldingadölum var tignarlegt sem fyrr þegar Fréttablaðið bar þar að garði. Jöfn virkni var í kötlunum tveimur
og er búist við að gosið standi í töluverðan tíma. Það liggur því ekki lífið á að kíkja á herlegheitin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð