Fréttablaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 38
ÉG HELD HANN HAFI FALLIÐ. ÞETTA ER NÁTTÚRLEGA SETT FRAM Í SPURNARFORMI. FÉLL EKKI JÓHANNES SÆMUNDSSON AFTUR OG ENN? ÞETTA ER SVO ENDALAUS DJÖFULSINS HARM- UR. ÞAÐ ER ALVEG HRIKALEGT. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is SVANSVOTTUN Þriðjudaginn 30. ars gefur Fréttablaðið út sérblaðið Svansvottun. Blaðið er gefið út í samstarfi við Umhverfisstofnun. Hér gefst fyrirtækjum sem komin eru með Svansvottun að vera með auglýsingu og/eða kynningu. Þetta er frábær leið til að kynna fyrir neytendum hvað Svansvottun ykkar fyrirtækis stendur fyrir og gera þá meðvitaðri um hvað hún þýðir fyrir þá, framtíðina og fyrirtækin. Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við Ruth Bergsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Sími: 694-4103/ruth@frettabladid.is Bjarni Hafþór segir listmálarann hafa fengið alveg frjálsar hendur við að mála lögin hans. „Ég skipti mér hvergi af neinu. Hann fékk bara lögin og textana og gerði síðan bara það sem kom upp í huga hans.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Hú s v í k i n g u r i n n B j a r n i H a f þ ó r Helga son hef u r komið v íða v ið en er í seinni tíð þek k t astur sem afkastamikill dægurlagahöfundur enda stóð heildarverk tónlistar hans, Fuglar hugans, undir fimm geisladiskum með 75 lögum þegar hann gaf það út 2018. Tólf þessara laga öðlast nýtt líf og springa út í aðrar víddir í mál- verkum, myndböndum og dansi á tilraunakenndri listsýningu sem hefst í dag. Bjarni heldur sýninguna til styrktar Parkinsonsamtökunum en hann greindist með sjúkdóminn ári eftir að hann sleppti öllum Fugl- um hugans lausum. Tónlist á striga „Þetta varð til upp úr samtali milli mín og Kristjáns Kristjánssonar kvikmyndagerðarmanns þegar hann sagði mér frá því að hann hefði lengi verið spenntur fyrir því að fá listmálara til þess að mála lag. Gera málverk við lag og texta,“ segir Bjarni Haf þór sem fékk hug- myndina að sýningunni eftir að hafa leitað til Kristjáns með gerð tólf listrænna myndbanda við lög af Fuglum hugans. „Þegar ég síðan hugsa þetta aðeins lengra fer ég út í þessa pæl- ingu, að gera heila sýningu,“ segir tónskáldið sem auk Kristjáns fékk myndlistarmanninn Ingvar Þór Gylfason og dansarann Kötu Vignis með sér í tilraun til þess að skapa nýstárlega heild tónlistar, málverks, danslistar og kvikmyndagerðar. „Þetta er svolítið öðruvísi. Við erum að vona að þessi upplifun verði mjög sterk og óvenjuleg. Það er nýstárlegt að standa fyrir framan málverkið, með tónlistina í eyr- unum og sjá þetta verða til,“ segir Bjarni Hafþór sem bíður spenntur eftir að sjá útkomuna síðar í dag. Ný upplifun Bjarni Haf þór segir sýningargesti geta horft á fullskapað verk á sýn- ingarveggnum, hlustað samtímis á lagið í heyrnartólum, horft á mynd- band sem sýnir texta og sérstakan dans hvers lags og séð síðan mál- verkið verða til frá fyrstu pensil- stroku til þeirrar síðustu. „Og síðan ferðu bara í næsta verk og næsta verk þannig að þetta er allt öðruvísi en menn hafa séð áður,“ segir Bjarni Hafþór og fullyrðir að um sé að ræða nýja upplifun á list- sýningu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Eftir að Bjarni Haf þór fékk hug- myndina að málverkasýningu laga sinna ákvað hann að byrja á að leita til Ingvars Þórs Gylfasonar. „Hann var bara fyrsti myndlistar- maðurinn sem ég ræddi við og hann ákvað bara strax að mála öll verkin fyrir sýninguna og gefa vinnu sína til Parkinsonsamtakanna í þágu þeirra góða starfs. Tími til að tengja Það er dálítið gaman að því að þessi lög eiga sér mörg hver sögu. Eru margra ára gömul og endurfæðast síðan í þessu formi,“ segir Bjarni og bendir á að elsta lagið sem er jafn- framt stærsta málverkið á sýning- unni heitir Tengja. Féll ekki Jóhannes Sæmundsson aftur og enn? „Jú, það er nákvæmlega það,“ segir Bjarni Haf þór um lagið sem Skriðjöklar gerðu ódauðlegt fyrir 35 árum. „Ég er búinn að sjá myndina og hún er stór og hrikalega flott.“ En hvernig fór þetta hjá Jóhannesi Sæmundssyni. Náði hann einhvern tímann? „Ég held hann hafi fallið. Þetta er náttúrlega sett fram í spurnarformi. Féll ekki Jóhannes Sæmundsson aftur og enn? Þetta er svo endalaus djöfulsins harmur. Það er alveg hrikalegt.“ Tengja hvað? Arnar Björnsson, mágur Bjarna Haf þórs, samdi textann við Tengja en þeir gerðu mikið af því að semja saman lög og texta á námsárunum. „Og textarnir hjá honum voru yfir- leitt alveg samhengislausir. Þess vegna er Tengja þannig að fólk hefur spurt mig alla tíð: Tengja hvað?“ Því segist hann aldrei hafa getað svarað. „Arnar ekki heldur. Hann hefur ennþá minni hugmynd um það.“ Bjarni Haf þór hlær þegar hann bætir við að Ingvar haf i lengi brotið höfuðið yfir laginu þangað til eitthvað hafi allt í einu gerst og hann náði að tengja. „Það er rosa- lega gaman fyrir mig að sjá annan mann taka svona nýja og öðruvísi nálgun á þetta allt og ég fékk alveg nýja upplifun á lögin og ljóðin.“ Draumur um Lífsgæðasetur Bjarni Haf þór stendur straum af öllum kostnaði við myndbanda- gerðina og sýninguna sem hann segir ljóst að muni skila Parkin- sonsamtökunum umtalsverðri styrktarfjárhæð sem verður kynnt þegar hún liggur endanlega fyrir. „Ég bara ákvað einhvern veginn að gera eitthvað gott fyrir sam- tökin,“ segir hann og bætir við að samtökin hafi í nokkur ár unnið að stofnun miðstöðvar fyrir fólk með Parkinson og skylda sjúkdóma og í haust rætist langþráður draumur með opnun Lífsgæðaseturs á St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. Hann segist sjálfur hafa notið þess þegar hann greindist með sjúkdóminn fyrir tveimur árum að persónulegur vinur hans, sem fékk sjúkdóminn nokkrum árum áður, hafi tekið hann í fangið. „Síðan segi ég alltaf að vera mín í AA-samtök- unum í tuttugu ár hafi bara gert rosalega mikið fyrir mig.“ Óvissa um framtíðina „Við erum öll undir það seld að vita ekki hver framtíð okkar verður varðandi skerðingu á lífsgæðum vegna þess að engir tveir Parkinson- sjúklingar eru eins. Meginmyndin er nokkuð þekkt en svo er bara að glíma við þessa óvissu á þann hátt að maður lifi góðu lífi í gegnum þetta. Það er eiginlega galdurinn.“ Sýningin verður opnuð klukkan 16 í dag við hliðina á Nova á 2. hæð í Kringlunni en ráðgert er að henni ljúki 11. apríl, á fæðingardegi læknisins James Parkinson. Hann fæddist 1755 og var fyrstur manna til að skilgreina þennan ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm sem hrjáir rúmlega eitt þúsund Íslendinga. toti@frettabladid.is. Tími til að tengja fugla hugans Tólf lög Bjarna Hafþórs Helgasonar springa út í nýjar víddir á listsýningu sem er kennd við Fugla hugans með beinni tengingu við heildarsafn laga hans sem kom út ári áður en hann greindist með Parkinsonsjúkdóminn. Parkinsonsamtökin Parkinsonsamtökin á Íslandi voru stofnuð 3. desember 1983 og er markmið þeirra að: • Aðstoða sjúklinga og aðstand- endur við að leysa úr þeim vanda og erfiðleikum sem sjúkdómnum fylgja. • Dreifa upplýsingum, veita fræðslu og styðja við rann- sóknir vegna parkinsonveiki. • Vera vettvangur umræðu um sameiginleg vandamál félags- manna. • Halda reglulega félagsfundi til skemmtunar og fræðslu. • Gefa út rit félagsins og halda úti vefsíðu til að miðla upp- lýsingum og fræðslu. Heimild: parkinson.is 2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.