Fréttablaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.03.2021, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Ríkisstjórn­ in er meira eins og eldgosið sjálft sem spúir kvikunni út í loftið án þess að skeyta um hvar hún lendir eða í hvaða farvegi hraun­ fossarnir storkna. Félagið hefur ráðist í viðamikla könnun á kvíða meðal lesblindra. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Félag lesblindra vinnur að fræðslu og ýmsum hags-munamálum fyrir um 2.000 félagsmenn, aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og kenn- urum. Félagið er frjáls félagasamtök sem rekin eru fyrir sjálfsaflafé án opinberra framlaga. Til félagsins leita margir stuðnings og fræðslu og veitir félagið þá þjónustu endurgjaldslaust. Veitt er ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningar og stuðning innan skólakerfisins. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur einnig aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað ráðgjafar og samstarfs við félagið enda unnið að sama marki. Fræðslustarf er viðamikið og hafa fræðsluerindi um lesblindu, tölvur og snjalltæki verið vel sótt. Þar hefur verið farið yfir einkenni, líðan og úrræði fyrir lesblinda og notkun mögulegra hjálpartækja. Félagið hefur haldið kynningar fyrir börn og unglinga í skólum landsins, þar sem fræðsla um lesblindu hefur verið veitt og upp- lýsingar um úrræði til dæmis í tækni og tölvubúnað. Kennurum og foreldrum hefur einnig staðið til boða svipuð kynning. Þá fer félagið reglulega í vinnustaða- heimsóknir. Allt frá stofnun félagsins hefur verið umræða um knýjandi þörf fyrir meiri þekkingu á aðstæðum les- blindra, einkum og sér í lagi þegar kemur að kvíða. Félagið hefur ráðist í viðamikla rannsókn á kvíða meðal lesblindra og fengið til verksins Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Markmiðið er að skilja betur þær áskor- anir sem lesblindir og þá sérstaklega börn glíma við, til að hægt sé að styðja betur við þau. Lesblinda barna þýðir ekki endilega að þau séu kvíðin en rannsóknir sýna fylgni þar á milli. Því meiri streitu sem lesblind börn upplifa því næmari verða þau fyrir kvíða. Þetta og erfðir getur stuðlað að langvinnri kvíða- röskun. Börn með kvíðaröskun upplifa oft áhyggjur og ótta sem nær til skólaumhverfis og annarra þátta í lífinu. Það getur hamlað þeim að njóta lífsins. Það er mikilvægt að afla aukinnar þekkingar á stöðu lesblindra og kvíða þeirra til að auðvelda leiðina að úrræðum sem virka. Öflugt starf í þágu lesblindra Guðmundur S. Johnsen formaður Fé- lags lesblindra FRÉTTAVAKTIN kl. 18.30 Fréttaumfjöllun fyrir alla. í opinni dagskrá á virkum dögum á Hringbraut og frettabladid.is Forvalsverkfræði Samfylkingin í Norðvesturkjör- dæmi ætlar að kjósa á kjör- dæmisþingi í fjögur efstu sætin á framboðslista sínum. Verk- fræðingurinn Gunnar Tryggva- son gefur kost á sér í oddvita- sætið. Sjálfstæðismaðurinn annálaði Baldur Hermannsson gefur honum, vel meinandi væntanlega, vafasamt veganesti á Facebook. Hann telur Gunnari menntunina til tekna og bætir við að honum leiðist „lufsurnar“ til vinstri en voni að „þær beri til þess gæfu að setja þennan mann efstan á blað.“ Gunnar sé betri en enginn „og miklu betri en það endemis ranimosk sem oftlega skolar inn í þingsali með fúlum straumi vinstrimennskunnar.“ Nafn í forgjöf Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum, hefur einnig augastað á 1. sætinu á lista Samfylkingarinnar og Stefán Pálsson sagnfræðingur bendir á augljósan styrkleika sem felist í nafninu. „Ekki hef ég hugmynd um hver þessi maður er, en ef þú heitir Gylfi Þ. Gíslason – ertu þá ekki nálega sjálf kjörinn í próf kjöri hjá krötum?“ spyr Stefán með vísan til kratagoðsagnarinnar Gylfa Þ. Gíslasonar sem á sínum tíma var þingf lokksformaður Alþýðu- f lokksins, forseti sameinaðs þings og ráðherra fyrir f lokkinn sem löngu síðar rann inn í Sam- fylkinguna. toti@frettabladid.is ?Undanfarna daga hafa þúsundir Íslend-inga lagt á sig þó nokkurt ferðalag til að verða vitni að endursköpun lands síns. Ekki er annað að sjá en að við gos-stöðvarnar hafi þverskurður þjóðar-innar komið saman. Sumir splæsa í þyrlu, f lestir fara gangandi eða hjólandi. Forvitnin spyr hvorki um stétt né stöðu. Ekkert er í heiminum eðlilegra eða fallegra en forvitni mannsins um nátt- úruna og náttúruöflin. Þeir eru í minnihluta sem niðurlægja sig með því að gagnrýna samborgara sína fyrir að leggja á sig langa gönguferð til að sjá náttúru- öflin að verki, sjá landið sitt breytast og endurskapa sig. Vissulega fara sumir vanbúnir eða í trássi við reglur og fyrirmæli. Einn var allsber. En það er nú einu sinni eðli forvitninnar, að vera stundum upp á kant. Forvitni er allra besti kostur hverrar manneskju. Forvitið fólk sýnir náunga sínum áhuga og umhyggju. Það er forvitna fólkið sem leiðir rannsóknir og vísindastarf í heiminum og þróar nýja tækni. Það er í fararbroddi í því björgunarstarfi sem stendur yfir vegna loftslagsbreytinga. Það leiðir nýjungar í læknis- fræði og erfðafræði. Og forvitni er undirstaða listar og kímnigáfu. Forvitnin mun vísa okkur veginn út úr heims- faraldrinum. Ekki aðeins forvitni þeirra sem þróað hafa skimunartæki og bóluefni, heldur ekki síður forvitnin sem mun skapa þau störf og verðmæti sem við þurfum til að koma okkur aftur á beinu brautina efnahagslega. Um þetta ríkir alger samstaða. Þegar hægra fólkið talar af andagift um einkaframtak, athafna- og við- skiptafrelsi, á það við hvað forvitnin getur gert sé henni sleppt lausri. Þegar vinstra fólkið talar um jöfn tækifæri allra til menntunar er það í rauninni að segja að forvitni allra sé jafnverðmæt. Ríkisstjórnin segist hafa veitt meira fé til nýsköp- unar en nokkur önnur ríkisstjórn í sögunni. Hún virðist hins vegar því miður ekki skipa sér í hóp forvitinna Íslendinga sem farið hafa að skoða gosið, heldur er hún meira eins og eldgosið sjálft sem spúir kvikunni út í loftið án þess að skeyta um hvar hún lendir eða í hvaða farvegi hraunfossarnir storkna. Nú á að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands öllum að óvörum og án þess að þverpólitískt samtal hafi átt sér stað um í hvaða farveg fyrrnefnt Íslands- met í fjármögnun nýsköpunar eigi að fara. Þetta er ekki eina dæmið um tilviljanakennda stjórnsýslu. Enginn ræddi við forstöðumann Farsóttarhússins áður en ákveðið var að hýsa fólk í farsóttarhúsi ef það kemur frá rauðum löndum. Þúsundum leghálssýna var pakkað í geymslu af því að hætt var að skima fyrir leghálskrabbameini án þess að annað plan lægi fyrir um krabbameinsleit fyrir kvenfólk landsins. Þessa stjórnlausu stjórnsýslu má sjá á myndum flestra atvinnu- og áhugaljósmyndara landsins sem lagt hafa leið sína í Geldingadali síðustu daga. Á nokkrum þeirra mynda sést einnig íslenska þjóðin sem heiðraði íslenska náttúrukrafta með nærveru sinni; bæði af ást á landinu og fjöreggi allra mann- legra samfélaga, forvitninni. Forvitni 2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.