Fréttablaðið - 24.03.2021, Page 13
ALLT TARAMARFrí hreinsiolía fylgirmeð hverju næturkremií Hagkaup og átaramar.is
K Y N N I NG A R B L A Ð
MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2021
Snæfríður Arnardóttir, gæðastjóri KeyNatura á Íslandi er spennt fyrir nýjum Voxis molum með lakkrísbragði. „Við prófuðum örugglega yfir 20 uppskriftir
og nú er kominn hinn fullkomni lakkrísmoli.“ Fólk hefur verið ánægt með sykurlausu brögðin og lakkrísmolinn verður án sykurs. MYND/AÐSEND
Íslenskt hugvit gegn kvefi og inflúensu
Ekki er nema ár síðan SagaImmune kom á markað hjá KeyNatura. Bætiefnið styrkir
ónæmiskerfið, hefur veiruvirkni og getur stytt meðgöngutíma kvefs og inflúensu. 2
Neil Dudgeon sem Barnaby og Nick
Hendrix sem aðstoðarmaður hans,
DS Jamie Winter.
Þættirnir Midsomer Murders, eða
Barnaby eins og við köllum þá,
njóta enn mikilla vinsælda um
allan heim þrátt fyrir að hafa verið
sýndir reglulega í 24 ár. Bretar eru
að hefja sýningar á seinni hluta 21.
þáttaraðar á sunnudag en númer
22 fór í upptökur í haust þrátt fyrir
COVID. Barnaby eru einhverjir far-
sælustu morðgátuþættir Bretlands
miðað við vinsældir þáttanna sem
ná langt út fyrir Bretlandi. Neil
Dudgeon er kominn á tíunda árið
sitt sem Barnaby en hann tók við
af John Nettles árið 2011. Í fyrstu
voru ekki allir sáttir við þau skipti
en þær raddir heyrast ekki lengur.
Fjöldi gestaleikara hefur komið
fram í þáttunum og margir hafa
síðar orðið mjög vinsælir og vel
þekktir. Þeir sem hafa aðgang að
ITV-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi
geta séð nýja þáttinn sunnudaginn
28. mars. Aðrir þurfa að bíða eftir
sýningum hér á landi sem hafa
verið stopular á þessum þáttum.
Danir sýna Barnaby þó reglulega
fyrir þá sem hafa aðgang að DR.
Morð og fallegir bæir
Barnaby-þættirnir hafa ekki
einungis leitt áhorfendur til vitnis
um óhugnanleg morð heldur gefið
þeim færi á að kynnast töfrandi
smábæjum Bretlands og nátt-
úrunni í kringum þá. Páskar eru
gjarnan tími þegar glæpaseríur
eru sýndar í sjónvarpi víðs vegar
um heiminn. Vonandi fáum við að
njóta Barnabys og félaga fljótlega.
elin@frettabladid.is
Barnaby í 24 ár
Íslensk gæðahráefni
fyrir þig
Heilsan er dýrmætust
www.eylif.is