Fréttablaðið - 24.03.2021, Qupperneq 20
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Sigurður Egilsson, afi Arn-ars, sem er nýr stjórnar-formaður Marels, f jár-festi fyrst í Marel árið 1992 í kjölfar skráningar f yrirtækisins á hluta-
bréfamarkað. „Hann keypti fyrst í
Marel á genginu rúmlega einn. Það
þótti merkilega hátt verð á þeim
tíma og seljendur voru afar ánægðir
með söluna,“ segir Arnar Másson,
stjórnarformaður fyrirtækisins.
Nú er gengi hlutabréfa Marels 830.
„Afi var áhugaverður. Hann var
einn af fyrstu fagfjárfestum Íslands.
Afi sinnti ekki rekstri tiltekins fyr-
irtækis frá degi til dags eins og tíðk-
aðist hjá kaupsýslumönnum á þeim
tíma, heldur sat hann í stjórnum
fyrirtækja sem hann átti drjúgan
hlut í. Fjölskyldan vissi lítið um
umsvifin jafnvel þótt ég hafi fylgt
honum á aðalfundi Marels þegar ég
var yngri,“ segir Arnar.
Sigurður, sem átti lengi vel tíu
prósenta hlut í Marel, sat í stjórn
fyrirtækisins frá árinu 1992 og
fram að andláti árið 2000, þá 79 ára
að aldri. Arnar settist í kjölfarið í
stjórnina fyrir hönd fjölskyldunn-
ar, þá 29 ára, í krafti eignarhlutar
hennar á aðalfundi árið 2001. Arnar
var kjörinn varaformaður árið 2013
og tók við sem stjórnarformaður á
aðalfundi félagsins sem haldinn var
17. mars síðastliðinn. Nú eiga börn
Sigurðar ríf lega tveggja prósenta
hlut í fyrirtækinu.
„Fjölskyldan hefur átt hluta-
bréfin allar götur frá árinu 1992 og
einungis selt hluta bréfanna. Systk-
inin, börn Sigurðar, hafa haft mikla
trú á Marel en segja má að þau hafi
ekki lifað í vellystingum jafnvel þótt
þau eigi þessa verðmætu eign í dag,
enda er hún bundin í hlutabréfum
og hlutabréfaverðið hefur farið
upp og niður á þeim tíma sem þau
hafa verið hluthafar. Þau stunduðu
hefðbundna vinnu alla tíð en eru nú
komin á eftirlaunaaldur. Hafa ber í
huga að Marel greiddi hluthöfum
lengi vel ekki arð enda var félagið í
örum vexti.
Á árunum fyrir hrun var systkin-
unum ráðlagt af fjármálasérfræð-
ingum að selja hlut sinn í Marel og
fjárfesta í bönkum því þeir greiddu
ríkulegan arð. Það var mikil gæfa að
þau fóru ekki að þeim ráðum, ef til
vill var það vegna þess að þau hugsa
ekki eins og hefðbundnir fjárfestar
til skamms tíma,“ segir Arnar.
Eimskip, Hampiðjan og Hvalur
Sigurður átti í fjölda fyrirtækja
við andlátið. „Oft átti hann um tíu
prósenta hlut í hverju fyrirtæki
fyrir sig. Má nefna fyrirtæki eins
og Hampiðjuna, Eimskip og Hval.
Hann átti einnig í minni fyrir-
tækjum eins og Límtré Vírneti og
kom að stofnun Sigurplasts. Fjár-
festingarnar voru af ýmsum toga
en yfirleitt tengdar íslensku hug-
viti eða iðnaði. Ég veit ekki til þess
að hann hafi nokkurn tímann selt
í þeim fyrirtækjum sem hann átti.
Hann fjárfesti og átti hlutabréfin
alla tíð.
Margar af f jár festing unum
heppnuðust býsna vel. Jafnvel þótt
Marel sé f laggskipið núna var það
ekki endilega raunin fyrir þremur
áratugum. Á þessum tíma hefur
Marel vaxið frá því að vera lítið
sprotafyrirtæki sem framleiddi
lausnir fyrir íslenskan sjávarútveg, í
að vera leiðandi á heimsvísu í þróun
og framleiðslu heildarlausna, hug-
búnaðar og þjónustu fyrir matvæla-
vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski.
Þegar hann fjárfesti í fyrirtækinu
velti það um 6 milljónum evra og
starfsmenn voru 45. Við andlát
hans velti Marel um 100 milljónum
evra og starfsmenn voru 700. Afi
var mjög stoltur af fyrirtækinu. Nú
veltir Marel um 1,2 milljörðum evra
og starfsmenn eru tæplega 7.000 í
yfir 30 löndum,“ segir Arnar.
Hann segir að í kringum netból-
una hafi margir boðið Sigurði að
festa kaup á hlut í netfyrirtækjum
og öðrum tæknifyrirtækjum eins
og DeCode. „Afi sagðist ekki skilja
þann rekstur og lét það eiga sig,“
segir Arnar.
Sonur athafnamanns
Sigurður var eitt þriggja barna Egils
Vilhjálmssonar sem var áberandi í
viðskiptalífinu á sínum tíma. Hann
stóð meðal annars í bílainnf lutn-
ingi á Willy‘s jeppum og rak bíla-
verkstæði, var einn af stofnendum
Hvals, leigubílastöðvarinnar Bif-
reiðastöðvar Reykjavíkur og Stræt-
isvagna Reykjavíkur, sem borgin
keypti síðar.
„Börn Egils erfðu fyrirtækið við
andlát föður síns. Einhverju seinna
selur afi minn hlut sinn og hefst
handa við að fjárfesta,“ segir Arnar.
Lengi embættismaður
Víkur nú sögunni að nýjum stjórn-
arformanni Marels, Arnari Más-
syni, barnabarni Sigurðar. „Ég er
Fjölskyldan stutt við Marel í áratugi
Fjölskylda Arnars Mássonar, nýs stjórnarformanns Marels, hefur átt í fyrirtækinu í þrjá áratugi. Arnar tók sæti í stjórn Marels árið
2001 við fráfall afa síns, Sigurðar Egilssonar, sem hafði setið í stjórninni frá árinu 1992. Sigurður var umsvifamikill fjárfestir.
„Við hjá Marel höfum litið svo á að það sé nauðsynlegt að stjórnarformaðurinn geti varið nægum tíma í starfið. Það er erfitt ef viðkomandi er í fullri vinnu,“ segir Arnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Djúp sérhæfing hjá stórum erlendum sjóðum
„Stjórn á í góðu samtali við hlut-
hafa. Áður fyrr hittum við alltaf
þá allra stærstu en eftir að hlut-
hafahópurinn varð fjölbreyttari
hittum við nú allt að 20 hluthafa
að máli. Meirihluti þeirra sem
við hittum er erlendur, í kjölfar
skráningar á hlutabréfamarkað
í Amsterdam árið 2019,“ segir
Arnar.
Hann segir að stjórnin vilji
fræðast um af hverju hluthaf-
arnir fjárfestu í Marel og hvaða
væntingar þeir hafi. „Við ræðum
ekki um reksturinn, stjórnenda-
teymið sér um það, heldur
tökum við fyrir stjórnarhætti og
stefnumótun á breiðum grunni.
Við erum að vinna fyrir hlut-
hafa og viljum heyra taktinn og
þekkja þeirra áherslur.“
Hefur eitthvað komið á óvart í
þeim samtölum?
„Erlendu hluthafarnir unnu
mikla undirbúningsvinnu áður
en fjárfest var í Marel og þekkja
því starfsemina aftur á bak og
áfram. Stærri sjóðirnir eru einn-
ig með sérhæfð teymi, meðal
annars í stjórnarháttum og sjálf-
bærni, sem stjórnin skeggræðir
við.
Þá var einnig áhugarvert að
kynnast starfsemi sérhæfðra
ráðgjafarfyrirtækja sem fara
yfir tillögur stjórna til aðalfunda
fyrirtækja eins og Marel, og gefa
stofnanafjárfestum ráð um
hvernig þeir eiga að kjósa á aðal-
fundum. Þetta var eitthvað sem
við höfðum ekki átt að venjast
hér á landi.“
Afi sinnti ekki
rekstri tiltekins
fyrirtækis frá degi til dags
eins og tíðkaðist hjá kaup-
sýslumönnum á þeim tíma
heldur sat hann í stjórnum
fyrirtækja sem hann átti
drjúgan hlut í.
2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN