Fréttablaðið - 24.03.2021, Side 24

Fréttablaðið - 24.03.2021, Side 24
Ár er liðið frá því að hlutabréfamarkaðir heims náðu botni. Á mánaðartímabili eftir að veiran fór að láta á sér kræla tóku hlutabréfamarkaðir heims- ins eina skörpustu dýfu sögunnar. Í kjölfarið tók við kröftugur við- snúningur sem var meiri en bjart- sýnustu menn þorðu að vona. Í dag eru langf lestar hlutabréfavísi- tölur heimsins hærri en fyrir tíma COVID-19. Þrátt fyrir sterkan við- snúning hefur hann þó verið ólíkur eftir landsvæðum og atvinnugrein- um félaga. Hér til hliðar má sjá mynd sem sýnir þróun Úrvalsvísitölunnar (OMXI10) í samanburði við alþjóð- legar vísitölur brotið niður á fjögur a f mörk uð ávöx t u na r t ímabi l . Fyrsta tímabilið er ávöxtun frá botni yfir 12 mánaða tímabil, það næsta ávöxtun frá því að veiran fór að hrella markaði. Þriðja sýnir svo fyrsta mánuðinn á markaði eftir að ljóst var að heimsfaraldur var að hefjast og að lokum ávöxtun frá 6. október en það er í kringum það leyti sem útlit var fyrir að bóluefni væru raunhæf og nær okkur í tíma- línu en útlit hafði verið fyrir. Eftir sigurför undanfarinna ára hefur NASDAQ vísitalan sem bandarísku tæknifyrirtækin eru áberandi í áfram verið hlutfallslega sterk en Evrópa áfram verið nokkuð lakari. Ísland hefur aftur á móti staðið nokkuð vel að vígi. Þrátt fyrir að hér verði vissulega að horfa til þess að eitt félag (Marel) sé með yfir 50% vægi af vísitölunni þá hefur inn- lendum hlutabréfasjóðum gengið með ágætum á móti vísitölunni á þessu tímabili enda Marel ekki verið leiðandi í hækkunum líkt og mörg undanfarin ár. Þrátt fyrir að við höfum vissu- lega fengið rýran hlut líkt og íbúar Evrópusambandsins til þessa í bóluefnaúthlutun, hefur margt gengið vel hér. Þökk sé árangri í sóttvörnum hefur verið rými fyrir innlenda eftirspurn að bæta upp slakann eftir erlenda ferðamenn að hluta. Lækkandi vextir hafa verið hluti af viðbrögðum seðlabanka og ríkisstjórna víða um heim til að bregðast við samdrætti, en sú þróun hefur verið drif kraftur hær ra hlut abréfaverðs á r u m saman víða erlendis. Við erum í fyrsta skipti að sjá sömu áhrif hér á Íslandi. Þrátt fyrir að þau séu ef laust minni hér en margir óska sér hefur það skilað sér í talsvert betri vaxtakjörum til margra fyrir- tækja og ýtt undir meiri áhættu- töku sparifjáreigenda. Fjárfestar á heimsvísu vanmátu augljóslega hættuna á heimsfar- aldri í aðdragandanum en í kjöl- farið tók við tímabil óvissu sem er ekki lokið enn. Fyrir ári var svart- sýnin ríkjandi og væntingarnar dræmar. Rætt var um svikalogn síðasta sumar og að fram undan væri erfitt haust þar sem kraftur- inn í kerfinu gæti ekki haldið í við sumarið. Staðreyndin er hins vegar sú að 17 af 19 félögum kaup- hallarinnar skiluðu hagnaði árið 2020 (Icelandair og Sýn skiluðu tapi), f jármögnunarkjör f lestra félaganna bötnuðu og þrátt fyrir að af koman sé lituð af COVID-19 áhrifum var áfallið mun minna en óttast var. Hér að ofan er mynd sem sýnir þróun innlendu félaganna eftir atvinnugreinum. Myndin sýnir einfalt meðaltal verðbreytinga hjá félögum í hverri atvinnugrein, það er, ekki er tillit tekið til stærðar félaganna. Þrjár atvinnugreinar bera af, fjármálafyrirtæki, iðnaður og tækni og fjarskipti. Fasteigna- félögin og smásölufélögin hafa hins vegar ekki gefið jafn vel þó hin síðarnefndu hafi ásamt sjávar- útvegsfélögum orðið fyrir minna höggi í niðursveif lunni . Þrátt fyrir að hugsanlegt enda- mark í baráttunni við veiruna sé í sjónmáli er óvissan fjarri liðin. Enn geta komið upp bakslög og tímalínan er óljós. Það sem skiptir svo ekki síður máli er að heimur- inn og rekstur viðkomandi félaga eftir COVID er misfyrirsjáanlegur. Það vill oft gleymast í samanburði á verðmargföldurum á borð við heildarvirði á móti EBITDA og hagnað á móti markaðsvirði, að sjóðsstreymi hlutafélaga er ekki fasti heldur stærðir sem geta ýmist batnað og versnað yfir tíma. Við- búið er að sveif lur á eignamörk- uðum geti orðið nokkrar áfram og mikil tækifæri eru í virkri stýringu eigna. Skotsilfur Tekjur tónlistargeirans ekki hærri frá 2002 Tekjur alþjóðlega tónlistargeirans hafa ekki verið hærri frá árinu 2002 en þær jukust um rúmlega sjö prósent í fyrra. Þetta er sjötta árið í röð þar sem tekjur vaxa á milli ára en þær námu 21,6 milljörðum dala í fyrra. Vöxtinn má rekja til streymisþjónusta og vaxtar í Suður-Ameríku og Afríku. Mikið er rætt um að tónlistarmenn fái ekki nógu stóran bita af kökunni, plötuútgáfur og streymisþjónustur séu of frekar á fóðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Mikill kraftur í hlutabréfum Gísli Halldórsson hlutabréfasjóðs- stjóri hjá Íslands- sjóðum Fyrir ári var svart- sýnin ríkjandi og væntingar dræmar. Rætt var um svikalogn síðasta sumar og að fram undan væri erfitt haust. -60% -30% 0% 30% 60% 90% 120% 150% 18.03.20-19.03.21 (Hækkun frá botni) 19.02.20-19.03.21 (Hækkun frá COVID) Innlend félög, heimild: Kodiak Excel, Reuters Eikon, eigin útreikningar n Iðnaður n Fjármál n Fasteignir n Tækni og fjarskipti n Sjávarútvegur n Smásala 19.02.20-18.03.21 (Lækkun í byrjun COVID) 06.10.20-19.03.21 (Hækkun frá bóluefnum) ✿ Verðbreyting atvinnugreina eftir tímabilum Heimild: Kodiak Excel, Reuters Eikon, eigin útreikningar n OMXI10 (ISK) n MSCI World (USD) n SP500 (USD) n NASDAQ (USD) n EUROSTOXX (EUR) n Bloomberg Commodity Index -40% -20% 0% 20% 40% 60% 80% 18.03.20-19.03.21 (Hækkun frá botni) 19.02.20-19.03.21 (Hækkun frá COVID) 19.02.20-18.03.21 (Lækkun í byrjun COVID) 06.10.20-19.03.21 (Hækkun frá bóluefnum) ✿ Verðbreyting hlutabréfavísitalna eftir tímabilum Uppskriftin Ragnar Þór Ing- ólfsson er full- yrðingaglaðari en flestir leyfa sér. Eftir að Festi keypti Íslenska orkumiðlun sagðist Ragnar ætla að senda frá sér uppskriftina að því hvernig „sjallarnir græða 850 milljónir og grilla á kvöldin“ með því að selja almenningshlutafélagi þriggja ára fyrirtæki „sem framleiðir ekki neitt“, á þrítugfaldri EBITDA. Á aðalfundi Festar á mánudaginn kom hins vegar í ljós að kaupin miðuðu við EBITDA upp á 60 millj- ónir árið 2020 sem síðan endaði í 105 milljónum. Stjórnarformaður Festar sagði að horfur væru á því að afkomutalan færi upp í 150 milljónir króna á þessu ári. Niðurstaðan er sem sagt sú að kaupandinn getur verið hæst- ánægður með kaupverðið. Það er frekar seljandinn sem nagar sig í handarbökin ef eitthvað er. Enn er beðið eftir uppskriftinni sem Ragnar lofaði. Vegferð SKE Það sætir tíðindum þegar stjórnendur fyrirtækja leyfa sér að gagnrýna störf Samkeppn- iseftirlitsins, sem Páll Gunnar Pálsson stýrir, eins og stjórnarmaður Festar gerði á aðalfundi smá- sölufélagsins í byrjun vikunnar. Flestir veigra sér við að gagnrýna eftirlitsstofnunina enda eru völd hennar í viðskiptalífinu mikil. Ekki er fótur fyrir allri gagnrýni, oft litast hún af hagsmunum, en í tilfelli Festar er ekki nema von að margir séu hugsi yfir framferði stofnunarinnar sem þráast við og vísar allri ábyrgð á stjórnendur fyrirtækjanna. Hér er bæði vísað til kostnaðar- ins sem hefur fallið á Festi vegna framfylgdar á sáttinni við Sam- keppniseftirlitið og handstýringar eftirlitsins á verslunarrekstri á Hellu. Á einhverjum tímapunkti hlýtur pólitíkin að láta sig varða þessa stöðu sem er komin upp í samskiptum atvinnulífsins og mikilvægrar eftirlitsstofn- unar eins og Samkeppniseftirlitið vissulega er. Frá Sýn til Skeljungs Jóhanna Margrét Gísladóttir, sem starfaði um margra ára skeið hjá fjölmiðla- fyrirtækjunum Sýn og 365 miðlum, hefur tekið til starfa sem verkefnastjóri hjá Skeljungi. Jóhanna, sem er menntaður rekstrarverk- fræðingur frá Duke-háskólanum í Bandaríkjunum og Háskólanum í Reykjavík, var síðast dagskrár- stjóri Stöðvar 2 en lét þar af störfum undir lok síðasta árs og þá var hún meðal annars fram- kvæmdastjóri sjónvarpssviðs á sínum tíma hjá 365. 2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.