Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2021, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 24.03.2021, Qupperneq 26
Miðað við það fjármagn sem er til á Íslandi er alveg grátlegt að það sé ekki til meira af stofnanafjárfestum sem eru búnir að leggja hluta af sínu fjármagni í [stærri] vaxta- fjárfestingar. Guðmundur Árnason, fjármála- stjóri Controlant  22.03.2021 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 24. mars 2021FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þórður Gunnarsson SKOÐUN Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið Markaðurinn Miðvikudaga kl. 21.00 Vikulegur þáttur um íslenskt viðskiptalíf í umsjón blaðamanna Markaðarins þar sem farið er yfir helstu fréttir ásamt öðru því sem hæst ber hjá í efnahagslífinu hverju sinni. Þættinum stýra Helgi Vífill Júlíusson, Hörður Ægisson og Þórður Gunnarsson. Smásölufélagið Festi gerir ráð fyrir að EBITDA Íslenskrar orkumiðlunar – rekstr-arhagnaður fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir – verði um 150 milljónir króna á þessu ári. Þetta kom fram í máli Þórðar Más Jóhann- essonar, stjórnarformanns Festar, á aðal- fundi félagsins í byrjun vikunnar. Í kynningu Þórðar Más kom fram að fjár- festing Festar í Íslenskri orkumiðlun hefði gert ráð fyrir að EBITDA orkumiðlunar- innar á síðasta ári yrði 60 milljónir króna en niðurstaðan var 104 milljónir. Íslensk orkumiðlun var stofnuð 2017 af Magnúsi Júlíussyni og Bjarna Ármannssyni. Síðar komu fjárfestar á borð við Festi, Kaup- félag Skagfirðinga og Ísfélag Vestmannaeyja inn í félagið. Festi keypti allt hlutafé orkumiðlunar- innar í mars 2020 og nam kaupverð hluta- fjár alls 850 milljónum króna. Festi átti fyrir fimmtán prósenta hlut og því var fjárfesting smásölufélagsins að fjárhæð 723 milljóna króna. – þfh Afkoma ÍO rýkur upp eftir yfirtökuna Þórður Már Jóhannes- son, stjórnarformaður Festar. Talið er að eldgosið í Geld-ingadölum losi um 3.000 tonn af koltvísýringsígild- um á degi hverjum. Á ársgrund- velli er það um bil 1,1 milljón tonna. Miðað við áætlaða losun Íslands á árinu 2020 upp á 5,5 milljónir tonna svarar þetta til um það bil 20 prósenta aukn- ingar á losun Íslands á gróður- húsalofttegundum á ári. Þetta er auðvitað skellur og ógnar markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040. Ef íslenska ríkið ætlaði sér að kolefnisjafna eldgosið með því að kaupa mengunarkvóta í gegnum ETS-viðskiptakerfi Evrópusambandsins, sem Ísland á aðild að, myndi það kosta um 6,5 milljarða á ári. Það mat byggir að sjálfsögðu á því að hraunrennsli og gaslosun haldist stöðug og líka að verð á ETS-einingum haldist á svip- uðum slóðum og það er nú. Í ljósi þess að eldgosið mun hins vegar mögulega standa áratugum saman og að verð á ETS-einingum er talið munu hækka snarlega til skemmri tíma er hætt við því að þessi upphæð geti hlaupið á hund- ruð um eða þúsundum milljarða á næstu árum. Það er, ef ákveðið verður að taka inn losun sem er ekki af mannavöldum inn í dæmið. Þó að ef laust séu einhverjir að vinna að sönnunarfærslu á því að þetta eldgos sé ein- hverjum öðru að kenna en stað- setningu Íslands á f lekaskilum jarðskorpunnar. Til dæmis einkavæðingu bankanna fyrir tæpum 20 árum, kvótasetningu makrílsins eða samþykkt þriðja orkupakkans. Fyrir hina skattaglöðu er þetta hins vegar hugsanlegt tækifæri. Væri ekki réttlætan- legt að greiða kolefnisgjald fyrir það eitt að taka gönguna inn eftir í Geldingadali og virða fyrir sér dýrðina, sem er þó á sama tíma stærsti, einstaki mengunarvaldur landsins? En það er um að gera að gera gott úr þessu. Í nýlegri árs- skýrslu Sláturfélags Suðurlands kemur fram að kindakjöts- birgðir á bókum jukust töluvert á síðasta ári, ekki síst vegna minni sölu í kjölfar hruns ferða- mannabransans. Nú er lag fyrir Sláturfélagið og aðra kjötfram- leiðendur að búa til stærstu pylsu í heimi og grilla hana yfir gosinu í Geldingadölum með aðstoð þyrluf lota Landhelgis- gæslunnar. Það væri alvöru túristagos og myndi slá margar f lugur í einu höggi. Grillað yfir gosi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.