Fréttablaðið - 24.03.2021, Side 31

Fréttablaðið - 24.03.2021, Side 31
LEIKHÚS Benedikt búálfur Leikfélag Akureyrar og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands Leikstjóri: Vala Fannell Leikarar: Árni Beinteinn Árna- son, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Birna Pétursdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Valgerður Guðnadóttir, Kristinn Óli Haraldsson og Hjalti Rúnar Jónsson Dansarar: Berglind Eva Ágústs- dóttir, Elfa Rún Karlsdóttir, Molly Carol Birna Mitchell og Helga Ólafsdóttir Höfundur: Ólafur Gunnar Guð- laugsson Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son Leikgerð: Karl Ágúst Úlfsson og Ólafur Gunnar Guðlaugsson Söngtextar: Andrea Gylfadóttir og Karl Ágúst Úlfsson Búninga- og leikmyndahönnuður: Auður Ösp Guðmundsdóttir Hljóðmynd: Árni Sigurðsson Ljósahönnun: Friðþjófur Þor- steinsson Danshreyfingar: Lee Proud Ástandið í samfélaginu þessa stund- ina býður svo sannarlega upp á að hverfa um stund í bjarta ævintýra- heima, þar sem gleðin ríkir og hið góða sigrar að lokum. Benedikt búálfur og hans föruneyti eru svo sannarlega tilbúin til að bjóða upp á þannig ferðalag í Samkomuhús- inu á Akureyri. Sýningin er byggð á bókum Ólafs Gunnars Guðlaugs- sonar en leikgerðina gerði hann í samvinnu við Karl Ágúst Úlfsson fyrir um tuttugu árum. Leikstjóri er Vala Fannell sem stýrir hér frækn- um leikhópi þar sem unga fólkið ræður för. Birna stelur senunni Árni Beinteinn Árnason fer með tit- ilhlutverkið en hann hefur verið að gera það gott á Akureyri frá útskrift úr Listaháskóla Íslands. Fyrstu skrefin í sýningunni voru svolítið fálmkennd en hann fótaði sig betur eftir því sem á leið. Nærvera hans í hlutverki Benedikts er hlý og röddin góð en hann þarf að stilla sig örlítið betur af og þjóna sínu starfi sem miðpunktur sýningarinnar. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir er sömuleiðis að stíga sín fyrstu skref eftir útskrift og er stöðugt að vinna á. Hún finnur fókus í barnslegri kæti Dídí manna- barns og fangar sakleysi hennar skemmtilega. Vinaþrenninguna fullkomnar Birna Pétursdóttir, sem stelur senunni í hlutverki Daða dreka. Hún er skreytt alveg frábæru gervi, smjattar á setningum sínum og fullnýtir hvert tækifæri til að heilla áhorfendur upp úr sætunum. Tilkomumikill heimur Álfheimum er stjórnað af álfakon- ungshjónunum Aðalsteini og Bryn- hildi, leiknum af Björgvin Franz Gíslasyni og Valgerði Guðnadóttur. Björgvin Franz er í essinu sínu með ýktum leik og stórum skapsveiflum en Valgerður heillar með listilegum söng, sannkölluð drottning í ríki sínu. Hjalti Rúnar Jónsson leikur myrkari verur Álf heima, hann gleymir sér stundum í æsingnum í hlutverki Jósafats mannahrellis en brillerar í hlutverki Sölvars súra, þá sérstaklega þegar hann er kynntur til leiks. Kristinn Óli Haralds- son, kannski betur þekktur undir nafninu Króli, sýnir hér og sannar að hann á fullt erindi á leiksviðið. Raddbeiting hans er upp á tíu og hann finnur sig vel í hlutverki Tóta tannálfs, þrátt fyrir tiltölulega fá atriði. Þessari hersingu stýrir Vala skynsamlega og finnur fjölmörg tækifæri til að lauma inn leikhús- töfrum. Hún leggur áherslu á að koma þessum töfraheimi til skila, ekki með f lóknum brellum og skrauti heldur með glaðværum leik og frumlegum lausnum. Búninga- og leikmyndahönnuðurinn Auður Ösp Guðmundsdóttir hefur svo sannarlega stimplað sig rækilega inn eftir heimkomu úr námi í Prag. Vinna hennar við sýningar á Akur- eyri síðustu árin hefur verið frábær, vel úthugsuð og lifandi. Benedikt búálfur er enn ein skrautfjöðurin í hennar hatt. Heimurinn sem skap- aður er á örfáum fermetrum er til- komumikill og eftirminnilegur. Traust á ungu listafólki Reynsluboltinn og þúsundþjala- smiðurinn Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson er höfundur tónlistarinn- ar og stýrir henni einnig. Hann skapar lifandi og f jölbreyttan tónheim með hinni frábæru Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands. Þar standa upp úr lögin „Þessi Aðal- steinn“ og „Dreki í ham“, söngtextar Andreu Gylfadóttur skemma sko aldeilis ekki fyrir. Hljóðmyndin er í höndum Árna Sigurðssonar, hann vinnur nokkuð vel með tónlistinni en er ekki alveg búinn að hitta á rétta tóninn milli hennar og leikar- anna. Stundum yfirgnæfir hljóðið textaflutning og söng leikaranna. Þrátt fyrir takmarkað pláss á litlu sviði Samkomuhússins finnur Lee Proud yfirleitt liprar leiðir fyrir hreyfimynstur og danshreyfingar, sem reka smiðshöggið á fantafína fjölskyldusýningu. Trú Mörtu Nordal á ungu lista- fólki úr alls konar áttum er svo sannarlega að skila sér. Benedikt búálfur gefur vonir um bjarta framtíð þar sem ungt listafólk getur fengið að þróa list sína með fjöl- breyttum verkefnum. Akureyringar og áhorfendur úr öðrum lands- hlutum eru hvattir til að skella sér í Samkomuhúsið, hverfa tímabundið inn í græna skóga Álfheima og á vit ævintýranna. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Frábær fjölskyldu- skemmtun þar sem unga fólkið ræður ríkjum. Hrífandi ferðalag um Álfheima Gagnrýnandi segir Benedikt búálf vera frábæra fjölskylduskemmtun. MYND/AÐSEND Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi stjórna söngstund í Hann-esarholti sunnudaginn 28. mars kl.14. Ingibjörg Fríða er söngkona með klassíska og rytmíska mennt- un og Sigurður Ingi er menntaður slagverksleikari. Gestum er velkomið að taka þátt á staðnum, en einnig verður streymt frá stundinni á fésbókarsíðu Hann- esarholts. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1.000 króna aðgangseyri. Söngstund í Hannesarholti BENEDIKT BÚÁLFUR GEFUR VONIR UM BJARTA FRAMTÍÐ ÞAR SEM UNGT LISTAFÓLK GETUR FENGIÐ AÐ ÞRÓA LIST SÍNA MEÐ FJÖLBREYTTUM VERKEFNUM. St reng jak var tett ar Josephs Haydn; Sjö orð Krists á kross-inum, verða leiknir á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í Breið- holtskirkju laugardaginn 27. mars. Flutningur er í höndum Skál- holtskvartettsins, en hann skipa fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sig- urður Halldórsson sellóleikari. Ágóðanum verður varið til að standa að útgáfu á óútgefnum hljóð- ritunum Jaaps Schröder með kvar- tettinum og Bachsveitinni í Skálholti. Sjö orð Krists á krossinum Laugardaginn 27. mars opnar Haraldur Ingi Haraldsson einkasýningu í Deigl-unni, Listsýningasal Gilfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Sýningunni lýkur 4. apríl. Myndirnar eru allar frá vinnustofudvöl listamannsins í Svarta pakkhúsinu í Reykja- nesbæ á síðasta ári. Haraldur Ingi verður að vinna við ýmiss konar dund og frágang meðan á sýningunni stendur. Haraldur Ingi er menntaður í myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og frá AKI Akademie voor Beeldende Kunst, Ensch ede, Hollandi og Vrije Academie Psyc- hopolis, Den Haag, Hollandi. Vinnustofusýning í Deiglunni Úr seríunni Lýðskrumarar. Rut spilar með félögum sínum í Breiðholtskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ER FERMING? ÆTLAR ÞÚ AÐ KOMA FERMINGARBARNI Á ÓVART? Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði 20% FERMINGAR AFSLÆTTI ALLAR SÆNGUR, ALLIR KODDAR OG ÖLL RÚMFÖT MEÐ GLÆSILEG VIÐBÓTARGJÖF TIL FERMINGARBARNSINS Nú er 20% afsláttur af heilsurúmum frá Sealy. Auk þess fylgir nú veglegur kaupauki — Aspen fjallahjól — að verðmæti 59.000 krónur* þegar keypt er PORTLAND eða SEATTLE rúm (dýna og Classic botn) í stærðunum 120 eða 140 cm. Fylgir Sealy Portland og Seattle í stærðunum 120 og 140 x 200 cm á meðan birgðir endast VERÐDÆMI: 120 x 200 cm m/Classic botni – Fullt verð: 145.900 kr. Fermingartilboð aðeins 116.720 kr. með Aspen fjallahjóli Sealy SEATTLE FERMINGARTILBOÐ * á meðan birgðir endast – athugið skilaskilmála. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . M A R S 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.