Fréttablaðið - 01.04.2021, Qupperneq 6
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að rétta upp hönd og taka þátt í umræðum
• Leiðir til að kynnast nýju fólki, bæta samskipti
og styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri
og hafa áhrif
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
Námskeið hefjast:
9 til 12 ára Leiðtogabúðir 21. júní 8.45-17.00 4 dagar í röð
9 til 12 ára Leiðtogabúðir 9. ágúst 8.45-17.00 4 dagar í röð
10 til 12 ára 14. júní 9.00-13.00 átta dagar í röð
10 til 12 ára 4. ágúst 9.00-13.00 átta dagar í röð
13 til 15 ára 14. júní 13.30-17.00 átta dagar í röð
13 til 15 ára 4. ágúst 13.30-17.00 átta dagar í röð
16 til 19 ára 4. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 27. maí 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 3. ágúst 18.00-22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
Sumarnámskeið fyrir ungt fólk
Skráning á dale.is eða 555 7080
Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk
Copyright © 2021 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. Youth_Ad_031521
COVID -19 Með nýjum reglum á
landamærum sem taka gildi í dag er
öllum farþegum sem koma hingað
til lands frá skilgreindum áhættu-
svæðum skylt að dvelja í sóttkví eða
einangrun í sóttvarnahúsi á milli
fyrri og seinni sýnatöku.
Enn er öllum farþegum skylt
að fara í sýnatöku við komuna til
landsins og í aðra sýnatöku fimm
dögum síðar. Á milli sýnataka er
farþegum skylt að vera í sóttkví.
Þá skulu einnig allir farþegar sýna
neikvætt PCR-vottorð áður en þeir
stíga um borð í f lugvél eða skip á
leið til landsins og einnig við kom-
una, prófið má ekki verða eldra en
72 klukkustunda gamalt.
Í dag er von á þremur vélum frá
sk ilg reindum áhættusvæðum
hingað til lands og segist Gylfi Þór
Þorsteinsson, forstöðumaður far-
sóttarhúsa Rauða krossins, búast
við hundruðum manna í farsóttar-
hús. Frá því í febrúar á síðasta ári
hefur verið rekið farsóttarhús á
Rauðarárstíg í húsnæði Íslandshót-
ela. Í dag var Fosshótel Reykjavík í
Þórunnartúni tekið í notkun undir
slíka starfsemi en það er einnig í
eigu Íslandshótela.
„Við sendum út verðfyrirspurnir
til hótela ásamt fyrirspurnum um
hversu mörg herbergi hótelin gætu
útvegað,“ segir María Heimisdóttir,
forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
María segir Íslandshótel hafa
boðið lægsta kostnað við heildar-
lausnina og uppfyllt kröfur Rauða
krossins og almannavarna.
„Við vorum að leita að rýmum
þar sem ekki er í gangi önnur starf-
semi og aðrir gestir og svo var litið
á heildarkostnaðinn,“ segir María.
„Þá er litið til kostnaðar við að
setja upp þjónustuna, mönnun og
reksturinn.“
Spurð um verðið sem náðist
með samningi við Íslandshótel
segir María það verulega undir
markaðsverði. „Frá og með 11. apríl
munu svo íbúar greiða tíu þúsund
krónur fyrir nóttina og kostnaður
hins opinbera er háður nýtingunni,“
útskýrir María.
Með breyttum reglum mun fjöldi
þeirra sem dveljast í farsóttarhúsi
aukast og þar af leiðandi er nauð-
synlegt að bæta við starfsfólki í
húsin. Gylfi segir vel hafa gengið að
manna lausar stöður.
„Ég er að reyna að ráða þá 20-30
sem eftir standa en þeir verða von-
andi ráðnir í dag eða á morgun,“
sagði Gylfi við Fréttablaðið í gær.
Þá segir Gylfi að starfinu fylgi
alltaf einhver áhætta en að öllu
starfsfólki sé kynnt starfsemin
vel, ekki sé hægt að lofa þeim bólu-
setningu en þeir sem starfað hafa á
Rauðarárstígnum og hann sjálfur
hafa nú þegar verið bólusettir.
Gylfi hefur staðið vaktina í far-
sóttarhúsinu frá því að það var
opnað fyrir rúmu ári síðan og segist
hann ekki sjá fram á að að taka sér
páskafrí í ár.
„Ég tók mér ekki jólafrí og ekki
páskafrí síðustu páska en það er
bara þannig að þegar ríkisstjórnin
segir að það verði að gera eitthvað
þá bara gerir maður það.“
birnadrofn@frettabladid.is
Hundruð sett á sóttvarnahótel
Þrjár farþegaþotur koma til landsins í dag frá skilgreindum áhættusvæðum. Frá og með í dag þurfa allir
sem koma frá þessum svæðum að dvelja í fimm daga á sóttvarnahóteli á milli fyrri og seinni sýnatöku.
Fosshótel Reykjavík í Þórunnartúni verður tekið í notkun sem nýtt sóttvarnahótel í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Við sendum út
verðfyrirspurnir til
hótela ásamt fyrirspurnum
um hversu mörg herbergi
hótelin gætu
útvegað.
María Heimis-
dóttir, forstjóri
Sjúkratrygginga
Íslands
SEYÐISFJÖRÐUR Byggðarráð Múla-
þings vill að sérfræðingar ofan-
f lóðavarna meti kostnað við gerð
varanlegra varna við svæðið við
Búðará á Seyðisfirði þar sem mikil
aurflóð ollu stórtjóni í desember.
Á fundi byggðarráðsins var lagt
fram minnisblað frá Veðurstofu
Íslands varðandi endurskoðað
hættumat fyrir svæðið frá Búðará
að Skuldalæk á Seyðisfirði. Sveitar-
stjórinn sagði frá fundi með sér-
fræðingum Veðurstofunnar, Eflu og
fulltrúa Ofanf lóðasjóðs varðandi
innihald minnisblaðsins. Hann
gerði einnig grein fyrir matsgerðum
vegna tjóns á sex húsum og íbúðum
við Hafnargötu og fundi með full-
trúa Ofanflóðasjóðs um matsgerð-
irnar. Byggðarráð samþykkti síðan
að óska eftir stuðningi Ofanflóða-
sjóðs vegna fyrirhugaðra kaupa á
húseignunum. – gar
Ofanflóðasjóður
kaupi sex eignir
Múlaþing vill varanlegar
ofanflóðvarnir fyrir svæðið
við Búðará á Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SKÓLAMÁL Fundist hefur mygla
í Korpuskóla og verður unnið að
við gerðum þar um páskana. Tekin
voru sýni í húsnæðinu og reyndust
sjö þeirra innihalda myglu en ellefu
ekki. Beðið er niðurstöðu úr sex til
viðbótar. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Reykjavíkurborg.
Talið var nauðsynlegt að bregðast
við til að tryggja heilnæmi húsnæð-
isins. Fram kemur að samráð hafi
verið haft við starfsfólk og foreldra
nemenda í Fossvogsskóla vegna
framkvæmdanna en nýverið var
ákveðið að flytja starfsemi skólans
tímabundið í húsnæði Korpuskóla
sem hefur staðið ónotað.
Ekki er talið að náist að ljúka
öllum viðgerðum áður en skólastarf
hefst á ný eftir páskafrí og því verður
sérstök áhersla lögð á að klára það
sem snýr að íverurými nemenda og
starfsfólks. – jþ
Viðgerðir um páskana í Korpuskóla vegna myglu
Korpuskóla er ætlað að hýsa starfsemi Fossvogsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ekki er talið að náist að
ljúka viðgerðum áður en
skólastarf hefst eftir páska.
SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsókna-
stofnun leggur til að veiða megi
allt að 9.040 tonn af grásleppu fisk-
veiðiárið 2020 til 2021. Það telst vera
74 prósenta aukning frá fyrra fisk-
veiðiári.
Fram kemur í tilkynningu að ráð-
gjöfin byggi að mestu leyti á stofn-
mælingu botnfiska í nýliðnum mars-
mánuði. Reyndist hún sú hæsta frá
upphafi mælinga árið 1985.
Jafnframt kemur fram að stofnar
hrognkelsa hér við land, það er rauð-
maga og grásleppu, sveiflist milli ára
sem endurspegli að hluta til óvissu í
mælingunum. – jþ
Hafró leggur til
stóraukna veiði
Stofnmæling var sú hæsta frá 1985.
1 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð