Fréttablaðið - 01.04.2021, Qupperneq 10
Hrein raunávöxtun
samtryggingardeildar
Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör
Lífsverks lífeyrissjóðs
Engjateigi 9 – Reykjavík – aðalfundur þriðjudaginn 20. apríl kl. 17.00
Engjateigur 9 105 Reykjavík
www.lífsverk.is
Rafrænt stjórnarkjör 12. til 16. apríl
Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is
dagana 12. – 16. apríl. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa
um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Eva Hlín
Dereksdóttir, núverandi varaformaður stjórnar, sóttist eftir
endurkjöri og er hún sjálfkjörin í stjórn. Kjósa þarf um stjórnar-
sæti karls. Í framboði eru Agnar Kofoed-Hansen, Gnýr
Guðmundsson, Jóhann Þór Jóhannsson og Thomas Möller.
Kynningar frambjóðenda eru á vefsvæði sjóðsins. Allir sjóðfélagar
njóta kosningaréttar og á það einnig við um elli- og örorku-
lífeyrisþega. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn.
Aðalfundur þriðjudaginn 20. apríl kl. 17.00
Aðalfundur sjóðsins verður þriðjudaginn 20. apríl kl. 17.00.
Fundurinn verður haldinn að Engjateigi 9, kjallara. Sjóðfélagar eru
beðnir um að skrá þátttöku með því að hafa samband við skrifstofu
sjóðsins með tölvupósti á lifsverk@lifsverk.is. Hægt verður að
fylgast með fundinum í beinu streymi. Ef nauðsynlegt reynist að
fresta fundinum vegna samkomutakmarkana verður það auglýst á
vefsvæði sjóðsins.
9,0%
8,0%
7,0%
6,0%
5,0%
4,0%
3,0%
2,0%
1,0%
0,0%
2016 2017 2018 2019 2020
10,0%
Um Lífsverk lífeyrissjóð:
Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir
geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a.
• Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör
• Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán
Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2020 var samtals 123,0
milljarðar kr. og hækkaði um 18,5 milljarða kr. á árinu. Hrein
eign í samtryggingardeild var 100,1 milljarðar kr. og hækkaði
um 14,1 milljarða kr. á árinu. Heildartryggingarfræðileg staða
samtryggingardeildar var jákvæð um 1,2%. Meðaltal hreinnar
raunávöxtunar er 5,1% sl. 5 ár og 5,0% sl. 10 ár.
Hrein nafnávöxtun Hrein raunávöxtun
Samtryggingardeild 13,1% 9,3%
Lífsverk 1 16,2% 12,3%
Lífsverk 2 11,3% 7,6%
Lífsverk 3 5,8% 2,3%
Ávöxtun 2020:
5 ára meðaltal 10 ára meðaltal
Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild
AÐALFUNDUR
Spoex, Samtök psoriasis- og exemsjúklinga
boða til aðalfundar á Zoom streymi fimmtudaginn
15. apríl næstkomandi kr 17:15-18:15
Hefðbundin dagskrá aðalfundar
skv. lögum Spoex:
■ Skýrsla formanns
■ Stjórnarkjör
Sjá nánar á
www.spoex.is
Syndsamlega góð kaka
með engri fyrirhöfn!
Áhugi Bolsonaro á sóttvörnum hefur aukist. Nær þrettán milljónir tilfella hafa nú greinst í Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
BRASILÍA Daglegur fjöldi látinna
af völdum COVID-19 hefur aldrei
verið hærri í Brasilíu. Á þriðju-
daginn létust um 3.780 manns af
völdum veirunnar og hafa alls 318
þúsund nú látist af völdum COVID-
19 þar í landi. Um átta prósent þjóð-
arinnar hafa verið bólusett.
Þá jókst atvinnuleysi í landinu í
janúar í fyrsta skipti í fjóra mánuði
og er nú komið yfir fjórtán prósent.
Jair Bolsonaro sætir vaxandi
gagnrýni vegna viðbragða ríkis-
stjórnarinnar við veirunni. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum segja
um 43 prósent íbúa Brasilíu að for-
setinn beri ábyrgð á ástandinu.
Bolsonaro hefur frá upphafi gert
lítið úr veirunni sem hann hefur
kallað „væga f lensu“. Hann hefur
ítrekað talað gegn samkomutak-
mörkunum, grímuskyldu og öðrum
sóttvarnaaðgerðum. Hann virðist
þó hafa skipt um skoðun og sagði
fyrir skömmu að árið 2021 yrði „ár
bólusetninga“ og daglegt líf í Bras-
ilíu myndi bráðum komast aftur í
eðlilegt horf.
Einnig hefur borið á ólgu innan
ríkisstjórnarinnar. Nýlega tók við
nýr heilbrigðisráðherra í landinu,
sjá fjórði síðan faraldurinn hófst.
Á mánudag sauð upp úr þegar
Bolsonaro rak Fernando Azevedo
e Silva, varnarmálaráðherra lands-
ins. Að sögn fjölmiðla í Brasilíu hafði
ráðherrann sagt við Bolsonaro að
her landsins hefði skyldur gagnvart
fólkinu í landinu en væri ekki rekinn
á vegum forsetans.
Í kjölfarið sögðu y f irmenn
hersins, f lughersins og sjóhersins
upp störfum. Það er í fyrsta skipti
í sögu landsins sem allir yfirmenn
hersins segja af sér vegna deilna við
forsetann. arnartomas@frettabladid.is
Hitnar undir Bolsonaro
Í Brasilíu er fjöldi látinna af völdum COVID-19 í hámarki. Forsetinn er í klípu
því yfirmenn hersins sögðu af sér eftir brottrekstur varnarmálaráðherrans.
Alls hafa 318 þúsund nú
látist af völdum COVID-19 í
Brasilíu frá því faraldurinn
hófst í fyrra.
Kirsuberjatré eru vorboðar í Japan.
JAPAN Kirsuberjatrén í Japan
blómstruðu fyrr í ár en frá því að
formlegar athuganir á þeim hófust
fyrir um 70 árum.
Blómgun trjánna, sem eru vor-
boðar í japanskri menningu, nær
venjulega hápunkti í apríl en í
ár náðu trén þessu viðmiði 26.
mars. Kirsuberjatré í Japan hafa
aldrei blómstrað svona snemma
síðan veðurstofa landsins hóf að
skrásetja athuganir á þeim á sjötta
áratugnum.
„Við getum sagt að þetta sé lík-
legast vegna áhrifa hnattrænnar
hlýnunar,“ sagði Shunji Anbe, sér-
fræðingur japönsku veðurstofunn-
ar í viðtali við fréttastofu AP.
Anbe segir kirsuberjatré vera
viðkvæm fyrir breytingum á hita-
stigi og geta því gefið dýrmæt upp-
lýsingar fyrir rannsóknir á loftslags-
breytingum. – atv
Blómstra óvenju
snemma með
hækkandi hita
Sérfræðingur segir að
hnattræn hlýnun valdi því
að kirsuberjatré í Japan
blómstri fyrr en áður.
1 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð