Fréttablaðið - 01.04.2021, Síða 18

Fréttablaðið - 01.04.2021, Síða 18
Segja má að þegar íslenskt malbik var hannað í miklu átaki á áttunda áratug síðustu aldar, hafi sú hönnun verið til fyrirmyndar miðað við umferð og aðstæður. Þyngstu bílar voru þá tiltölulega léttir miðað við þunga bíla nútímans og því þurfti ekki að hafa áhyggjur af formbreytingum í malbiki undan þungaumferð. Því var leitast við að hanna malbik sem þéttast, til þess að hindra að vatn kæmist ofan í það. Breytt samsetning umferðar hérlendis undanfarinn einn til tvo áratugi og aukið álag af völdum þyngri ökutækja, hefur kallað á stífari kröfur til malbiks, ekki síst til að auka viðnám gegn formbreyt- ingum og sliti af völdum negldra hjólbarða. Segja má að viss straumhvörf hafi orðið árið 2007, þegar keypt voru ný tæki til landsins til hönn- unar og prófana á malbiksblönd- um. Annars vegar er um að ræða tæki til að mæla formbreytingar í malbiki undan hjólbörðum þungra bíla á heitum sumardögum (hjól- faratæki) og hins vegar tæki til að mæla slitþol malbiks gagnvart nagladekkjum, en Nýsköpunar- miðstöð Íslands (NMÍ) hefur ann- ast þessar prófanir. Til að byrja með kom íslenskt malbik mun lakar út úr prófunum með þessum tækjabúnaði en mal- bik í nágrannalöndunum, ekki síst hvað varðar skriðeiginleika. Því var ráðist í viðamiklar rannsóknir og þróun á íslensku malbiki í sam- starfi Vegagerðarinnar, helstu mal- bikunarstöðva og NMÍ. Þessi þróunarvinna fólst meðal annars í því að auka notkun á hörðu bik i með mismunandi íblöndunarefnum sem auka stífni malbiks. Þessi vinna skilaði sér í því að nú er ekki vandamál að framleiða malbik sem er fyllilega sambærilegt að gæðum við mal- bik sem framleitt er í nágranna- löndunum. Þó má benda á að samanburður á endingu malbiks á milli landa getur verið ónákvæmur vegna breytileika í ytri aðstæðum, svo sem samsetningu umferðar, veðurfari, vetrarviðhaldi og f leiri þáttum. Í dag setur Vegagerðin fram mjög strangar kröfur til þeirra efna sem notuð eru í malbik á íslenskum vegum. Öll efni í malbiki, sem Vegagerðin kaupir, eru innf lutt hágæðaefni, steinefnin, bindiefnin og íblöndunarefnin. Auk þess eru gerðar verulega stífar kröfur til malbiksblöndunnar sjálfrar, ekki síst til viðnáms gegn formbreyt- ingum og nagladekkja slits, til að tryggja hámarksendingu mal- biksins. Íslenskt malbik – er það öðruvísi en í öðrum löndum? Kórónuveirufaraldurinn er að breyta heiminum. Margt hefur verið erfitt en sumar breytingar hafa verið jákvæðar. Í einu vetfangi þurftu fyrirtæki og starfsfólk að laga sig að gjörbreytt- um veruleika og finna leiðir til að gegna hlutverkum sínum án þess að stofna lífi og heilsu fólks í hættu. Það varð stafræn umbylting, sem alla jafna hefði tekið tvö ár, á innan við tveimur mánuðum. Margar rannsóknir á áhrifum Covid á fram- tíðarvinnustaðinn sýna að hin ára- tugalanga hefð fyrir 9-5 skrifstofu- vinnu er hugsanlega úr sögunni. Nýtt norm hefur orðið til sem áður þótti fáheyrt. Margir kostir heimavinnu Rannsóknir hafa fangað hvort tveggja kosti og galla heimavinn- unnar. Mörg okkar ná betri ein- beitingu heima, við upplifum minni vinnutengda streitu og náum að stýra deginum betur. Almennt fer styttri tími í fundi, forgangsröðun verkefna er skarpari, betri fókus er á verkefni sem skapa virði og meiri tíma er varið með ytri aðilum og viðskiptavinum. Niðurstaðan er sú tilfinning að verið sé að ná betri árangri, vinnustaðnum til heilla. Að ná árangri er líka það sem skilar flestum starfsánægju og rannsóknir sýna að fólk sem vinnur að hluta til heima er ánægðara í starfi. Þetta sést líka í grjóthörðum tölum því starfsmannavelta er minni þar sem fólk vinnur heima að hluta. Enn fleiri kostir en líka gallar Sú jákvæða upplifun sem næði, ein- beiting og stjórn á deginum gefur starfsfólki í heimavinnu skapar einnig betra jafnvægi á milli einka- lífs og vinnu. Þá eru lífsgæði fólgin í því að þurfa ekki að verja miklum tíma í að ferðast í og úr vinnu. Ót a l i n n er ábat i n n f y r i r umhverfið. Færri ferðir til vinnu og frá minnka kolefnissporið, fækka bílum á götunum og draga úr loft- mengun vegna umferðarinnar. Þar sparast líka ferðakostnaður og enn til viðbótar dregur úr neyslu og sparast sumum peningur við að borða heima í hádeginu. Til lengri tíma getum við líka séð fyrir okkur að fyrirtæki komist af með minna húsnæði af tveimur ástæðum; færri eru að jafnaði á staðnum og f leiri viðskiptavinir komast upp á lag með að nýta sér rafræna þjónustu í stað þess að koma á staðinn. Allt þetta kemur umhverfinu til góða því minna þarf að ræsta með til- heyrandi efnanotkun. En heimavinna alla daga hefur líka ókosti. Við erum fjölbreyttur hópur sem búum með fjölbreytt- um hætti. Húsnæði, heimilisfólk og aðstæður allar eru alls konar. Fólk upplifir skort á persónulegum tengslum og aðgengi að stjórn- endum er minna en áður. Mörgum finnst erfiðara að takast á við hug- myndavinnu, skapandi lausnir og önnur verkefni sem krefjast náinnar samvinnu. Þrátt fyrir góðar tækni- lausnir verður til galdur þegar við hittumst, jafnvel á kaffistofunni, og rafræna þjónustan er vissulega ekki eins persónuleg og sú sem veitt er yfir borðið. Alls konar skiptir máli, líka búseta Hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfa rúmlega 500 manns. Ef um helm- ingur þess er skrifstofufólk sem hefur tök á og velur heimavinnu að hluta, má gera ráð fyrir að um 20% starfsfólks séu í heimavinnu dag hvern. Til þess að missa ekki af margvíslegum ávinningi og styðja við nýja normið hefur Orkuveitan ákveðið að bjóða því starfsfólki sem það kýs að gera skriflegt sam- komulag sem lýsir skuldbindingu beggja við heimavinnuna. Við viljum ekki láta þetta dauðafæri til að auka ánægju starfsfólks og bæta umhverfið fara forgörðum. Gagn- kvæma skuldbindingin skiptir máli því á henni má byggja ákvarðanir um nauðsynlegan húsakost fyrir- tækisins og nauðsynlegan stuðning við að vinnuaðstaðan heima fyrir sé sem best og heimavinnan þannig raunverulegur valkostur, ekki bara nauðsyn á sóttvarnatímum. Þetta er ekki eingöngu ávinning- ur fyrir fyrirtækið og starfsfólkið heldur miklu stærra samfélagsmál sem Orkuveitan ætlar að vinna að. Í þeirri umfangsmiklu grunn- þjónustu sem Orkuveita Reykja- víkur sinnir verðum við að hafa fjölbreyttan hóp starfsfólks, ekki bara hvað varðar þekkingu, kyn og aldur heldur miklu f leiri þætti. Horft er til okkar til dæmis vegna árangurs okkar í jafnréttismálum. Það sem við gerum hefur því áhrif víðar. Það felast tækifæri í því fyrir Orkuveituna að f leiri hafi mögu- leika á að starfa hjá fyrirtækinu en þau sem búa á suðvesturhorninu. Faraldurinn hefur kennt okkur að miklu fleiri störf en við héldum eru ekki staðbundin og við erum opn- ari fyrir því en áður að starfsfólk sinni sínu frá norðausturhorninu, Vestfjörðum eða útlöndum. Orku- veita Reykjavíkur ætlar því að gera heimavinnu að normi í vinnu- menningunni og verða með því enn fjölbreyttari, sveigjanlegri og umhverfisvænni vinnustaður og stuðla þannig að því að á Íslandi verði fjölbreyttari, sveigjanlegri og umhverfisvænni vinnumarkaður. Það þurfti heimsfaraldur til að ýta við okkur. Nýja normið – nýr vinnumarkaður Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstýra OR Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmda- stýra Mannauðs og menningar hjá OR Mörg okkar ná betri einbeit- ingu heima, við upplifum minni vinnutengda streitu og náum að stýra deginum betur. Pétur Pétursson ráðgjafi í vegagerð Birkir Hrafn Jóakimsson verkfræðingur hjá Vegagerð- inni Nú er ekki vandamál að framleiða malbik sem er fyllilega sambærilegt að gæðum við malbik sem framleitt er í nágrannalönd- unum. Það sá þetta enginn fyrir, við gátum ekki undirbúið okkur,“ segja margir um kófið og hljóma sannfærandi. Þetta er hins vegar ekki rétt. Fólk sá þetta nefni- lega fyrir, ekki bara Nostradamus eða fólk sem spáir öllu mögulegu í von um að eitthvað af því rætist. Í frægum TED-fyrirlestri árið 2015 lýsti Bill Gates hættunni af bráðsmitandi veiruskratta og sýndi meira að segja af honum mynd, sem núna lítur kunnuglega út. Hann lagði meira að segja upp lista af aðgerðum sem ráðast þyrfti í til að vera tilbúin þegar veiran réðist á okkur. Og þetta var ekki bara einhver gaur. Þetta var ríkasti maður í heimi; sem rak eina auðugustu góð- gerðarstofnun heims; sem las tugi bóka á mánuði og mundi það sem hann las; og sem var í nánu sam- bandi við helstu hugsuði og forystu- menn í heimi. Samt var ekki var hlustað á hann þá. En hefði það verið gert, hefðum við verið mun betur búin undir veiruskömmina. Ekki þýðir að fást um það núna. En hvað segir Bill Gates okkur um þessar mundir? Nýlega kom út bók hans: „How to Avoid a Climate Disaster: The Solutions We Have and the Breakthroughs We Need“. Nú eru það sem sagt loftslagsmálin sem hann varar okkur við. Lausnirnar Lausnirnar eru eðlilega margþættar. Ekki kemur þó á óvart að þessi höf- undur leggi mikla áherslu á mikil- vægi tæknilegrar nýsköpunar. Í afar áhugaverðu hlaðvarpi, sem hann rekur ásamt Rashida Jones, koma fram hugmyndir hans og skoðanir, sem nánar er lýst í bókinni. Þar nefnir hann m.a. nokkrar lausnir, sem hann hefur kynnst persónulega og sem stofnunin hans hefur fjárfest í. Endurnýjanleg orka er honum eðlilega ofarlega í huga. Einnig nefnir hann áhugaverða lausn til kolefnisbindingar, sem felst í sam- starfi ClimeWorks og Carbfix hér uppi á Hellisheiði. Ísland er í kjörstöðu til að vera í forystu þeirra sem stefna í þá átt sem Bill Gates fjallar um. Tækifæri í nýtingu endurnýjanlegrar orku og tæknileg nýsköpun með sífellt nýjum grænum lausnum eru okkar vopn. Ættum við að hlusta núna? Of seint er bregðast við fimm ára gömlum TED-fyrirlestri um kófið. Ekki þýðir heldur að ergja sig yfir andvaraleysi þá. Nú er hins vegar enn tími til við- bragða, þótt hann sé afar naumur. Kannski heimsbyggðin ætti að hlusta að þessu sinni? Íslenskar grænar lausnir eru alla vega til í slaginn. Bill Gates, kófið og loftslagið Þúsundir eldra fólks eru fastar í fátækt. Það eina sem er í boði fyrir þetta fólk sem hefur stritað allt sitt líf og skilað sínu samviskusamlega til samfélagsins er órofa samhengi fátæktar alla ævina á enda. Fæðast fátæk, strita í láglauna- starfi alla starfsævina og ljúka ævinni í sárafátækt. Ég þekki konu sem starfaði við umönnunarstörf, lengst af sem sjúkraliði, mest allan sinn starfs- aldur. Þegar hún varð loksins 65 ára var hún útslitin og uppgefin og ákvað að fara á eftirlaun, en vegna snemmtöku lífeyris frá Trygginga- stofnun um tvö ár skerðast þau og það sem eftir er meðan hún lifir. Hún átti lítið hús með dóttur sinni og þær settu það á sölu. Eftir varð hennar hlutur upp á um 15 milljónir. Það dugði engan veginn fyrir lítilli íbúð í blokk. Henni voru í raun allar bjargir bannaðar. Hvað átti hún að gera? Einstæð konan á götunni? Hún ák vað að láta gamlan draum rætast og lét slag standa og finna lítið hús á Spáni fyrir 15 milljónirnar og f lytjast út. Hún f luttist til Spánar mállaus á spænska tungu og á þar skuldlaust lítið hús. Því þar fékk hún hús á 15 milljónir. Hún varð þar með að fórna heimilisuppbótinni frá TR sem einhleypir fá, af því hún býr ekki á Íslandi. En þetta var eina leiðin fyrir hana til að lifa af, að vera á skertum eftirlaunum frá TR, án heimilisuppbótar, án barna og barnabarna. Hún lifir þó betra lífi en hún hefði mögulega getað gert hér. Hér hefði hún ekki getað lifað. Ævina á enda í fátækt Viðar Eggertsson leikstjóri og skipar 3. sætið á framboðs- lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavíkur- kjördæmi suður Fæðast fátæk, strita í lág- launastarfi alla starfsævina og ljúka ævinni í sárafátækt. Eggert Benedikt Guðmundsson forstöðumaður Grænvangs Nú er hins vegar enn tími til viðbragða, þótt hann sé afar naumur. 1 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.