Fréttablaðið - 08.04.2021, Page 1

Fréttablaðið - 08.04.2021, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 8 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 8 . A P R Í L 2 0 2 1 Krónan mælir með! bestur núna! Mmm ... ananas FERÐAÞJÓNUSTA Að óbreyttu mega Íslendingar eiga von á að sjá eitthvað af skemmtiferðaskipum í sumar ólíkt síðasta sumri. Afbókanir hafa verið færri en í fyrra og í auknum mæli gera skipafélögin kröfu um bólusetningarvottorð. „Það koma skip en þetta verður ekki stórt sumar,“ segir Pétur Ólafs- son, hafnarstjóri hjá Hafnarsam- lagi Norðurlands. Sumarið 2020 kom ekkert skip til Akureyrar og aðeins eitt kom við í smærri höfnum Norðurlands. Pétur segir það hafa verið hroðalegt áfall fyrir rekstur samlagsins og valdið tekjufalli upp á 450 milljónir króna. Skipafélögin panta vanalega pláss með tveggja eða þriggja ára fyrirvara. Að sögn Péturs hafa flestar afbókanir vegna sumarsins verið snemmsumars en flest skemmtiferðaskipin koma frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. „Nokkur skipafélög hafa þegar gefið út að þau ætli að sigla hingað með bólusetta farþega,“ segir hann. Bókaðar skipakomur hjá Faxa- f lóahöfnum eru 138 og farþegar tæplega 150 þúsund. Erna Kristjáns- dóttir markaðsstjóri segist gera ráð fyrir afbókunum á komandi mán- uðum en óljóst sé hversu margar þær verði. Nokkur skipafélög hafi hins vegar fullan hug á að sigla með farþega sem koma í gegnum Leifs- stöð og fari í sýnatöku bæði þar og um borð í skipunum. Um borð í skipunum séu læknar og hjúkrunarfræðingar, ásamt því að sýnatökur eru framkvæmdar. Sér- stakur griðastaður er skilgreindur um borð ef einhver veikist. „Staðan núna hjá flestum skipafélögunum er sú að farþegar farþegaskipa mega ekki ferðast innanlands á eigin vegum, heldur verða þeir að ferðast um í ákveðinni búbblu þannig að auðveldara sé að halda utan um hópinn,“ segir hún. Í fyrra komu aðeins sjö skip með rúmlega 1.300 farþega í Faxaflóa- hafnir. Tekjufallið var um 600 millj- ónir króna. – khg Skemmtiferðaskip til landsins í sumar með bólusetta farþega Alls er nú áætlað að skemmtiferðaskip komi 138 sinnum til Reykjavíkur næsta sumar með tæplega 150 þúsund farþega. Þótt gert sé ráð fyrir afbókunum segir markaðsstjóri Faxaflóahafna sum skipafélög ætla að fljúga með farþega til Íslands sem verði skimaðir í Leifsstöð. Aukin krafa er um bólusetningarvottorð. Það koma skip en þetta verður ekki stórt sumar. Pétur Ólafsson hafnarstjóri Vetrarlegt var um að litast á Sæbrautinni í gær er talsvert snjóaði í höfuðborginni. Veðurstofan gerir ráð fyrir frosti þar til á laugardaginn að örlítið slaknar á klónni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Reynir Grétarsson, stofn- andi Creditinfo, er kominn í hóp um þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka eftir að hafa keypt drjúgan skerf, eða sem nemur um milljarði króna, af þeim tæplega tíu prósenta hlut sem bandaríski vogunarsjóð- urinn Taconic Capital seldi í bank- anum undir lok síðasta mánaðar. Eignarhaldsfélög og ýmsir fjár- sterkir einstaklingar keyptu meiri- hluta bréfanna af Taconic, einkum í gegnum framvirka samninga hjá bönkunum, samkvæmt lista yfir alla hluthafa Arion í gær, sem Markaðurinn hefur séð. Íslenskir lífeyrissjóðir, meðal annars LSR og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, og verðbréfasjóðir bættu hins vegar við sig um þriggja prósenta hlut. Hlutur erlendra fjárfesta í Arion hefur hríðfallið en í ársbyrjun 2020 nam samanlagður hlutur þeirra um 50 prósentum. Í dag eiga þeir undir 5 prósentum. – hae / sjá Markaðinn Reynir kaupir í Arion banka fyrir milljarð 

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.