Fréttablaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 2
Parkinsonsamtökin fengu veglegan styrk
Bjarni Haf þór Helgason af henti í gær Parkinsonsamtökunum sex milljóna króna styrk sem er afrakstur listsýningarinnar Fuglar hugans. Á
sýningunni var að finna málverk eftir Ingvar Þór Gylfason sem voru innblásin af tónlist Bjarna Haf þórs. Við hlið málverkanna eru myndbönd sem
Kristján Kristjánsson framleiddi þar sem sjá má dansa Kötu Vignisdóttur. Fjárhæðin rennur í uppbyggingu Parkinsonseturs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
www.lyfsalinn.is
OPIÐ
9.00 - 18.00
virka daga
Verið hjartanlega velkomin
GLÆSILEGT APÓTEK
Í ORKUHÚSINU
URÐARHVARFI 8
FERÐAÞJÓNUSTA „Margar ferða
skrifstofur sem við erum í samstarfi
við erlendis voru að leita leiða til að
halda viðskiptavinum spenntum
fyrir þeim ferðum sem þurfti að
setja á ís og upp úr því spratt þessi
hugmynd,“ segir Dagný Björg Stef
ánsdóttir, forstjóri ferðaþjónustu
fyrirtækisins Hidden Ice land.
Ferðaþjónustufyrirtækið mun
bjóða upp á sýndarmenntunar
námskeið um eldgosið á Reykjanesi.
Um er að ræða fyrirlestur á netinu
svo fólk um heim allan geti fræðst
um eldgosið. Stuðst verður við
myndir og myndbönd af eldgosinu
og að fyrirlestrinum loknum býðst
þátttakendum að spyrja spurninga.
Meginástæðu fyrirlestrarins segir
Dagný vera þá að kveikja neist
ann hjá tilvonandi ferðalöngum
fyrir ferðalögum til Íslands þegar
aðstæður leyfa. „Þó svo að ferðalög
til útlanda séu ekki í boði fyrir alla
þá þýðir það ekki að það sé ekki
hægt að byrja að skipuleggja og hafa
eitthvað til að hlakka til,“ segir hún.
Dagný segir að eftir að eldgosið
hófst á Reykjanesi þann 19. mars
síðastliðinn hafi hún fundið fyrir
miklum áhuga að utan.
„Til dæmis hafa þeir sem eru með
ferðir bókaðar með okkur í vor haft
samband til að athuga hvort hægt sé
að bæta göngu að gossvæðinu í ferð
ina þeirra,“ segir hún. „Við bjóðum
upp á dagsferð um Reykjanes og
áhuginn á þeirri ferð hefur einn
ig aukist í kjölfar gossins,“ bætir
Dagný við.
Frá því að kórónaveirufaraldur
inn hófst hér á landi hefur ferða
þjónusta að mestu leyti legið niðri
og segir Dagný að þegar faraldurinn
stóð sem hæst hafi starfsemi fyrir
tækisins í rauninni legið í dvala.
Hún segir mörg tækifæri felast í
eldgosinu og þá hafi breyttar reglur
á landamærunum einnig breytt
miklu, en þær tóku gildi í fyrradag
og heimila farþegum utan Scheng
en að ferðast til Íslands án þess að
fara í sóttkví, hafi þeir vottorð um
bólusetningu eða staðfestingu um
COVID19 sýkingu.
„Þessar fregnir voru kærkomnar
fréttir fyrir okkar starfsemi þar sem
okkar stærsti viðskiptavinur kemur
frá Bandaríkjunum. Þessi breytta
reglugerð veitir okkur meiri fyrir
sjáanleika út árið og viðskiptavinir
geta bókað með meira öryggi ef þeir
hafa verið bólusettir,“ segir Dagný.
Hvað gosið varðar felast í því
tækifæri til að koma Íslandi í sviðs
ljósið að nýju að sögn Dagnýjar.
„Við vonum að gosið í Geldinga
dölum hafi svipuð áhrif þegar við
komum út úr heimsfaraldrinum
og gosið í Eyjafjallajökli árið 2010,“
segir Dagný. Mikilvægt sé fyrir
ferðaþjónustuna að finna nýjar
leiðir til að kynna Ísland, sýndar
veruleikanámskeiðið sé þáttur í því.
„Þessi tækni hefur verið mjög
mikilvægt tól fyrir okkur þegar
ferðalög hafa ekki verið möguleg
fyrir marga,“ segir Dagný.
birnadrofn@frettabladid.is
Eldgosið hefur skapað
fyrirtækjum tækifæri
Dagný Björg Stefánsdóttir, forstjóri Hidden Iceland, segir áhuga að utan hafa
aukist eftir að eldgos hófst á Reykjanesi. Mikilvægt sé að finna nýjar leiðir til
að kynna Ísland. Hennar leið er að bjóða upp á sýndarmenntunarnámskeið.
Ný sprunga myndaðist nýlega á gossvæðinu á Reykjanesi. Dagný segir
áhuga að utan hafa aukist mikið eftir að gosið hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við vonum að gosið
í Geldingadölum
hafi svipuð áhrif þegar við
komum út úr heimsfaraldr-
inum og gosið í Eyjafjalla-
jökli árið 2010.
Dagný Björg
Stefánsdóttir,
forstjóri Hidden
Iceland
COVID-19 „Okkur var brugðið við að
heyra þessi tíðindi þar sem þetta er
fyrsta samfélagssmitið í bænum,“
segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitar
stjóri Mýrdalshrepps, en hópsmit
greindist á vinnustað í grennd við
Vík í gær.
„Við vorum hrædd um að smitið
hefði dreift sér um bæinn en svo
virðist ekki vera eins og sakir
standa alla vega.
Ég átti gott spjall við Björn Inga
Jónsson, verkefnastjóra almanna
varna á Suðurlandi, sem sagði mér
að smitrakningu væri lokið og svo
virtist sem um einangrað hópsmit
væri að ræða,“ ítrekar Þorbjörg.
„Þetta sýnir okkur það að þótt
það hafi gengið vel hingað til í
baráttunni við veiruna þá megum
við ekki sofna á verðinum. Það
er hins vegar gott að vita af því að
smitið hafi ekki dreift sér meira. Nú
þurfum við bara að gæta að sótt
vörnum,“ segir Þorbjörg um fram
haldið. – hó
Hópsmit virðist
vera einangrað
COVID-19 Yfirvöld virðast hætt við
að skylda þá sem búa á Íslandi í
sóttkví á sóttvarnahótelum eftir
að Landsréttur vísaði í gær frá
kæru vegna úrskurðar Héraðs
dóms Reykjavíkur um ólögmæti
reglugerðar heilbrigðisráðherra
þess efnis.
Í staðinn á að ef la eftirlit með
fólki í heimasóttkví. „Það er einmitt
eitt af því sem við erum að skoða
þessa dagana; hvaða fletir eru á því
að auka eftirlitið,“ segir Rögnvaldur
Ólafsson, aðstoðaryfirlögreglu
þjónn hjá Almannavörnum.
Aðspurður segir Rögnvaldur
of snemmt að segja til um hvaða
aðferðir séu til skoðunar.
„Þetta er vinna sem er bara nýlega
byrjuð og við eigum eftir að finna
leiðir sem okkur finnast heppi
legar,“ segir hann. „Það er í sjálfu sér
allt til skoðunar og við erum opin
fyrir öllu.“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð
isráðherra sagði við Fréttablaðið í
gærkvöld að gefa eigi út nýja reglu
gerð, byggða á núverandi lögum.
Gera má ráð fyrir því hún feli í sér
að ferðamenn og þeir sem ekki búa
hér fari áfram á sóttvarnahótel.
„Ég úti loka það ekki að við
gætum lagt til að það yrði að fara
fram ein hvers konar breyting á sótt
varna lögum en fyrst um sinn ætlum
að við að fara þessa leið í gegnum
reglu gerð og fram kvæmdina,“ sagði
ráðherra.
Rögnvaldur ítrekar að sá leki sem
yfirvöld hafi ætlað að setja fyrir
með ráðstöfunum á landamær
unum og sóttvarnahótelinu snúist
ekki aðeins um ferðamennina.
„Það er náttúrlega líka fólk sem
býr hér og starfar og er með lög
heimili á Íslandi sem við höfum
verið í vandræðum með,“ segir
Rögnvaldur. Vandinn sé því ekki
leystur með því að skikka eingöngu
ferðamenn á sóttvarnahótel.
Rögnvaldur segir að ekki hafi
verið settur tímarammi fyrir lausn
málsins. „Það væri ágætt að vera
kominn með einhverja hugmynd
fyrir helgi eða um helgina.“ – gar
Hert eftirlit
með sóttkví
í heimahúsi
Það er í sjálfu sér
allt til skoðunar og
við erum opin fyrir öllu.
Rögnvaldur Ólafsson,
aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá
Almannavörnum
8 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð