Fréttablaðið - 08.04.2021, Side 8

Fréttablaðið - 08.04.2021, Side 8
Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins Önnur mál Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Stjórn Gildis–lífeyrissjóðs. Ársfundur Gildis verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl klukkan 17:00. Vegna sóttvarnarráðstafana verður fundurinn að fullu rafrænn. Nánari upplýsingar á www.gildi.is. Gildi–lífeyrissjóður Rafrænn ársfundur 2021 ▪ ▪ ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is Fundir með innlendum fjár-festum vegna áformaðs hluta-f járútboðs og sk ráningar Íslandsbanka á markað munu hefjast í næstu viku. Búið er að boða meðal annars lífeyrissjóði og sjóðastýringarfélög til fundar þar sem Birna Einarsdóttur, banka- stjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri bank- ans, ásamt ráðgjöfum munu halda frumkynningar fyrir fjárfesta á bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkir fjárfestafundir eru haldnir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ákvað að hefja formlega sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í lok janúar, en mark- mið þeirra er meðal annars að fara yf ir rekstur bankans, áætlanir stjórnenda og leitast eftir sjónar- miðum f járfesta í aðdraganda hlutafjárútboðs. Áformað er að selja á bilinu 25 til 35 prósenta hlut í bankanum í gegnum útboð og skráningu á markað um mitt þetta ár. Bókfært eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum í árslok 2020. Hollenski bankinn ABN Amro er stjórnendum Íslandsbanka til ráð- gjafar við söluna. Bankasýslan, sem heldur utan um eignarhlut ríkisins í bankanum, réð hins vegar STJ Advisors sem sjálfstæðan fjármála- ráðgjafa vegna hlutafjárútboðsins auk þess sem Citigroup, JP Morgan og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka voru ráðnir sem leiðandi umsjónar- aðilar og söluráðgjafar. – hae Funda með fjárfestum vegna útboðs bankans Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rey n i r G r ét a r s s on , stofnandi Creditinfo, er kominn í hóp um þrjátíu stærstu hlut-hafa Arion banka eftir að hafa keypt drjúgan skerf, eða sem nemur fyrir jafnvirði um milljarð króna, af þeim tæp- lega tíu prósenta eignarhlut sem vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi í bankanum undir lok síðasta mánaðar. Eignarhaldsfélög og ýmsir fjár- sterkir einstaklingar keyptu meiri- hluta bréfanna af Taconic, einkum í gegnum framvirka samninga hjá bönkunum, samkvæmt uppfærð- um lista yfir alla hluthafa Arion í gær, sem Markaðurinn hefur séð. Íslenskir lífeyrissjóðir, meðal ann- ars LSR og Lífeyrissjóður verzl- unarmanna, og verðbréfasjóðir bættu hins vegar við sig samanlagt um þriggja prósenta hlut. Reynir heldur á um 0,5 prósenta hlut í gegnum félagið InfoCapit- al, sem þýðir að hann er á meðal stærri einkafjárfesta í bankanum. Reynir, sem situr í stjórn fjár- t æk nifélagsins Sa lt Pay, áðu r Borgun, seldi um helminginn af 70 prósenta hlut sínum í Creditinfo í liðnum mánuði til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leitch- man Capital. Kaupverðið í þeim viðskiptum, eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um, miðaðist við að fyrirtækið væri í heild sinni metið á um 20 til 30 milljarða og má því ætla að virði þess hlutar sem Reynir seldi sé allt að 10 millj- arðar króna. Taconic Capital, sem var um langt skeið stærsti hluthafi Arion banka með nærri fjórðungshlut, gekk frá sölu á síðustu bréfum sínum í bankanum – samtals 9,56 prósenta hlut – þann 29. mars síð- astliðinn fyrir samtals tæplega 20 milljarða króna, en gengið í þeim viðskiptum var 120 krónur á hlut. Hlutabréfaverðið hefur hækkað nokkuð síðan þá og stóð í 126 krónum við lokun markaða í gær. Mikið í framvirkum samningum Eignarhlutur sem bankarnir eru skráðir fyrir í Arion banka – Íslands- banki, Kvika og Landsbankinn – hefur nærri tvöfaldast eftir söluna hjá Taconic og nemur nú samanlagt rétt rúmlega tíu prósentum, eða um 22 milljörðum króna að markaðs- virði. Langsamlega stærstur hluti þeirra bréfa er vegna framvirkra samninga sem bankarnir hafa gert við viðskiptavini sína auk þess að skiptast á eignarhlutum og veltubók. Sjóðir í stýringu Akta, sem áttu tæplega 0,8 prósenta hlut í Arion undir lok síðasta mánaðar, tvöföld- uðu eignarhlut sinn í bankanum og eiga núna rúmlega 1,6 prósenta hlut. Þá keypti fagfjárfestasjóður- inn Algildi fyrir jafnvirði um 500 milljóna króna en sjóðir í stýringu rekstrarfélaga, eins og Íslands- sjóðum, Landsbréfum og Kviku eignastýringu, bættu hins vegar minna við sig. Tveir nýir erlendir fjárfestar bætt- ust við hluthafahóp Arion banka í liðnum mánuði, samkvæmt hlut- hafalistanum sem Markaðurinn hefur séð. Það eru sjóðastýringar- félögin Quaero Capital, sem er með höfuðstöðvar í Sviss og með eignir í stýringu að fjárhæð um 2,6 milljörð- um evra, og FundPartner Solutions en þau eiga hvort um sig liðlega 2 milljónir hluta að nafnverði í Arion banka, eða sem jafngildir um 250 milljónum króna að markaðsvirði. Erlendir fjárfestar horfnir Eignarhlutur erlendra fjárfesta í Arion banka hefur hins vegar hríðfallið á undanförnum mán- uðum og misserum, einkum vegna sölu Taconic og þar áður Sculptor Capital, en í ársbyrjun 2020 nam samanlagður hlutur þeirra í bank- anum um 50 prósentum. Í dag eiga erlendir fjárfestar hins vegar vel undir 5 prósentum. Á sama tíma hefur meðal annars eignarhlutur íslenskra lífeyrissjóða tvöfaldast yfir sama tímabil en samanlagður hlutur þeirra – Gildi, Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og LSR eru þar langsamlega stærstir – stendur nú í um 45 prósentum. Fjárfestingafélagið Stoðir er eftir sem áður með tæplega fimm pró- senta hlut í Arion banka og þá á félagið Hvalur, sem er stýrt af Krist- jáni Loftssyni, rúmlega 2,1 prósents hlut. Til viðbótar við Reyni eru aðrir stórir einkafjárfestar í hluthafa- hópi Arion – allir samt með nokkuð minna en eins prósents hlut – meðal annars félögin Mótás, í eigu Berg- þórs Jónssonar og Fritz Hendriks Berndsen, Bóksal, í eigu Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, Eignarhaldsfélagið VGJ og Þarabakki, sem er í eigu Daníels Helgasonar. Hlutabréfaverð Arion hefur hækkað um liðlega 33 prósent frá áramótum og markaðsvirði bank- ans er nú um 218 milljarðar króna. Reynir kaupir í Arion fyrir milljarð Stofnandi Creditinfo bætist við hluthafahóp bankans eftir stóra sölu bandaríska sjóðsins Taconic um mánaðamót. Fjársterkir ein- staklingar og eignarhaldsfélög, einkum í gegnum framvirka samninga hjá bönkunum, halda áfram að auka við hlut sinn í Arion.  Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um liðlega 33 prósent frá áramótum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reynir Grétars- son, stofnandi Creditinfo. 218 milljarðar er markaðsvirði Arion banka í dag. MARKAÐURINN 8 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.