Fréttablaðið - 08.04.2021, Side 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Náttúran
ætlar ekki að
taka þeim
átroðningi
þegjandi og
sýnir ofsa-
fengin
viðbrögð.
Í hnotskurn
snýst
munurinn
um sérak-
reinar eða
forgangsak-
reinar og
fjölda
stoppa.
Dag hvern þylja fréttastofur víða um heim upp COVID-tölur dagsins og í þær er rýnt af stakri nákvæmni af alls kyns sérfræðingum. Aðrar fréttir falla að mestu í skuggann, meira að segja fréttir sem eiga afar brýnt erindi við
allt mannkyn. Þannig hefur baráttunni gegn lofts-
lagsbreytingum verið ýtt til hliðar. Henni er víst ætlað
að bíða enn um sinn. Flestum ætti þó að vera ljóst að
þjóðir heims hafa ekki efni á að sýna viðbragðs- og
skeytingarleysi í loftslagsmálum. Þar er mannkynið
að falla á tíma.
Ein og ein frétt birtist vissulega um loftslagsvána,
en ekki fyrr en búið er að fara vel og vandlega yfir
COVID-ástandið. Fyrir ekki löngu síðan birtist frétt
á BBC um að hið gríðarlega magn af andlitsgrímum
sem notaðar eru um allan heim sé alvarlegt bakslag
í baráttunni gegn mengun. Þessi frétt var endurflutt
nokkrum sinnum af áhyggjufullum fréttaþul en hvarf
svo því nýrri og „mikilvægari“ fréttir þurftu að komast
að. Svipuð örlög hlaut hrollvekjandi frétt um skelfi-
lega skógareyðingu víða um heim, bæði skóga sem
menn ryðja af fullkomnu miskunnarleysi og skóga
sem eyðast af völdum loftslagsbreytinga. Frétt um
að sjö milljónir manns, að minnsta kosti, deyi árlega
vegna loftmengunar er ógnvænleg en týnist innan um
tölur um dauðsföll vegna COVID. Skelfilega dapurleg-
ar eru einnig fréttir um hrun í fjölbreytni lífríkisins.
Ekki er þó talið mögulegt að bregðast snöfurmannlega
við þessum illu tíðindum. COVID skyggir á allt annað,
meira að segja hræðilegar fréttir eins og þessar.
Loftslagsbreytingar eru að kalla hörmungar yfir
mannkynið. Æ erfiðara verður að snúa þeirri þróun
við. Hugsanlega er það einfaldlega orðið of seint og
þar getur mannkynið engum um kennt nema sjálfu
sér. Það er þó enn mögulegt að draga úr þessari þróun
og minnka skaðann, en það er kapphlaup við tímann.
Þegar markmiðin eru síðan sett við ár sem eru óra-
fjarri, eins og 2050 og 2070, þá er auðvelt að fyllast
vonleysi og hugsa sem svo að baráttan sé töpuð.
Allir einstaklingar hljóta að þekkja það að hafa ein-
hvern tímann staðið frammi fyrir vandamáli og óskað
þess að það myndi hreinlega hverfa. Óskhyggjan sem
læðist inn í heilabúið er: „Þetta er óþægilegt mál sem
ég vil ekki taka á. Ef ég læt eins og það sé ekki til þá
hverfur það kannski.“ Hin nöturlega staðreynd er sú
að ef þessi leið er farin þá vefur vandamálið upp á sig
og belgist út. Rétta leiðin var aldrei að hlaupa í felur.
Það sama á við í umhverfismálum, það að fresta því að
taka á vandanum er ávísun á enn frekari hörmungar –
og eru þær þó nægar fyrir.
Mannkynið hefur lagt umhverfið undir sig í þeirri
trú að það sé drottnari jarðarinnar og náttúran sé
þögul og auðsveip og það geti gert við hana það sem
því sýnist. Náttúran ætlar ekki að taka þeim átroðn-
ingi þegjandi og sýnir ofsafengin viðbrögð. Hún and-
mælir og berst af krafti í miðri eyðingu. Þótt ekki væri
nema sjálfs sín vegna ætti mannkynið að taka mark á
þeim viðbrögðum.
Að falla á tíma
Áhugasamir hafa eflaust ekki farið varhluta af deilunum um Borgarlínu og Lite-BRT útgáfuna sem nefnd hefur verið Léttlína. Í hnotskurn
snýst munurinn um sérakreinar eða forgangsakreinar
og fjölda stoppa. Borgarlínan (Full Service BRT) setur
lágmarksferðatíma í forgang með því að hafa langt á
milli stoppa eftir langri leið sérakreina. Léttlína setur
áhersluna á háa ferðatíðni með blöndu af sér- og for-
gangsakreinum og snjallljósastýringu til að stytta
ferðatíma og fleiri vögnum með stutt á milli stoppa á
útbreiddara leiðaneti. En markmiðið er það sama: bæta
þjónustu almenningssamgangna og fjölga farþegum,
bráðnauðsynlegt verkefni, þó veðmálið sé ólíkt.
Þeir sem veðja á Borgarlínu veðja líka á að ferðatím-
inn skipti tilvonandi farþega mestu máli, þeir sem veðja
á Léttlínu veðja á að aðgengi (fjöldi stoppa) og tíðni
skipti mestu máli. Í borgum þar sem báðar útgáfurnar
má finna hafa rannsóknir sýnt að farþegar telja þetta
jafngóða kosti en að ferðatíðnin skipti farþega mestu
máli og næst fjöldi stoppa, þó stuttur ferðatími sé líka
mikilvægur. Nýleg rannsókn á forspárnákvæmi BRT
verkefna í Bandaríkjunum sýndi að þó kostnaðarspár
reyndust sæmilega nákvæmar, þjáðust notkunarspár
af mikilli bjartsýnisskekkju. Önnur rannsókn sýndi að
notkun BRT í borgum í Norður-Ameríku af sambæri-
legri stærð og höfuðborgarsvæðið, var einungis um
2-5% en flakkaði frá 2-17% þegar þjónustusvæðið náði
rúmlega tveimur milljónum manna. Sú borg sem sýndi
besta árangurinn miðað við höfðatölu hafði brugðið af
sporinu með því að hafa ekki meira en 400 metra milli
stoppa, þá á kostnað ferðatímans, ólíkt hefðbundnum
BRT leiðarkerfum og Borgarlínu.
Fyrir vikið er erfitt að slá Léttlínu út af borðinu
enda tekur það 3-4 sinnum styttri tíma og minna fé að
byggja og reka Léttlínu en Borgarlínu þó hún skili sama
árangri fyrir upplifun farþega. En ljóst er að árangur
þessa verkefnis mun ráðast af því hvort markmiðið
sé að hugur farþega stýri ákvarðanatökunni eða að
ákvarðanatakan byggi á því að stýra hugum farþega.
Ákvarðanir stýrist af
farþegum, ekki öfugt
Ragnhildur
Alda M.
Vilhjálmsdóttir
varaborgarfull-
trúi Sjálfstæð-
isflokksins í
Reykjavík
af lesendum dagblaða*
á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 18–49 ára
lesa Fréttablaðið daglega.
88,4%
*Fréttablaðið og Morgunblaðið.
Heimild : Prentmiðlamæling Gallup okt. - des 2020
Logandi þinghelgi
Twitter-viðbrögð fólks við
ferð vinstri grænu og jarð-
fræðimenntuðu þingsetanna
Ara Trausta Guðmundssonar
og Steingríms J. Sigfússonar á
gosstöðvarnar í fyrradag sýndu
að með henni komu þeir við
kvikuna í mörgum. Sóley Tómas-
dóttir bar í tísti vísindaferð
þingmannanna saman við innlit
ráðherra á meinta sölusýningu.
Óskar Steinn Ómarsson velti
því upp hvort 40 ára gamlar BA-
gráður í jarðfræði dygðu til þess
að skilja hafrana frá sauðunum
og Stjörnu-Sævar sagði fullkom-
lega óþolandi að svæðið væri
lokað sumum en ekki öðrum.
Að gefnu tilefni
Ari Trausti greip til varna
á Facebook enda hefði sím-
skeytastíll Twitter með sín
280 slög hrokkið skammt þar
sem varnarfærslan „Af gefnu
tilefni“ lagði sig á 1.790 slög
með bilum en þar þótti honum
f ljótfærnin grass era auk þess
sem skilningur fólks á störfum
hans gengur víst stundum fram
af honum. „Í vísindaskyni“
þurfi ekki eingöngu að tákna
mælingar og beinar rannsóknir
og hann hafi verið að af la gagna
fyrir bók sem er í vinnslu og að
skoða „vettvanginn með augum
vísindamannsins“ til þess að
geta fylgt eftir þingsályktun. Svo
rétt aðeins sé tæpt á fjölmörgum
erindum Ara Trausta við Fagra-
dalsfjall. toti@frettabladid.is
8 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN