Fréttablaðið - 08.04.2021, Síða 18

Fréttablaðið - 08.04.2021, Síða 18
Bjartir tímar framundan Vorum að taka upp glæsilega sendingu frá meistara RUNDHOLZ Vel hannaður fatnaður, öðruvísi og alltaf töff. KÍKTU VIÐ HJÁ OKKUR Á ÓÐINSGÖTU 1, 101 REYKJAVÍK Sími 8341809 BOEL boelisland Opið virka daga 12-18 laugardaga 12-16 www.boel.is Það hefur ekki farið framhjá neinum að faraldur hefur skekið heimsbyggðina alla og neytt fólk úr öllum stéttum samfélagsins heim í einangrun, sóttkví og jogginggalla. johannamaria@frettabladid.is Tískan undanfarna mánuði hefur litast af þessum aðstæðum og tískupallarnir endurspeglað yfirlýsta ást mannkynsins alls á mjúkum víðum buxum, hettupeysum og hlýlegum mún- deríngum. Okkur þyrstir í eitthvað fallegt En eitt er víst að eftir mánaðalanga heimasetu er marga tískuklóna farið að þyrsta í eitthvað fallegt og flæðandi, eitthvað úr hrynjandi silki, með rómantískri blúndu og tjulli, eitthvað ævintýralega guð- dómlegt og vel sniðið. Djúpt í ævintýraskóginum Þar kemur vor- og sumartískan til bjargar enda hafa fjölmörg tísku- merki orðið vör við þessa þörf fólks, að lífga upp á hversdaginn, klæða sig upp og taka vel á móti grísku gyðjunni innra með sér. Tískusýningin hjá Fendi í Kína í mars fyrir vor/sumar 2021 var til dæmis ævintýri líkust og fyrir- sæturnar svifu um pallana eins og hábornir álfar úr ævintýraskógi. Aðrir leiddu áhorfendur dýpra inn í dimman ævintýraskóginn og sýndu dekkri hliðar ævintýranna eins og sjá má hjá Yohji Yamamoto í tískuvikunni í París í október 2020. Tíska ævintýri líkust Chanel fór rómantískar leiðir í hvítri blúndu með klassískum sniðum og kvenlegum hringabrynjum í París í fyrra. Í öllum ævintýrum er að finna ill öfl. Hér er vonda nornin holdi klædd og hefur aldrei verið glæsilegri. Tísku- vikan í París í október 2020. Hringabrynjan var þema hjá mörgum, hvort sem um var að ræða málmkennd jakkaföt, útskorið leður eða samsettar pallíettur með hlekkjum og skrautsteinum eins og sjá má hér á riddaralegri ævintýraprinsessu úr smiðju Pacos Rabanne á tískuvikunni í París í október. Rómantík, ævintýri, prinsessur í kastalaturni, dragdrottningar og margt fleira kom til hugar á tísku- sýningu Paul & Joe Ready í október í París. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY. Samsettar pallíettur geta líka verið róman- tískar eins og sjá má hjá Louis Vuitton í október 2020 á tískuvikunni í París. Tískupallur- inn hjá Fendi var eins og ævintýra- skógur og völundar- hús á tískuvikunni í Shanghai í mars. 6 kynningarblað A L LT 8. apríl 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.