Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2021, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 08.04.2021, Qupperneq 21
Evrópusambandið er ein merkilegasta tilraun á síðari tímum til þess að auka hag- sæld og tryggja frið með víðtækri samvinnu. AF KÖGUNARHÓLI Þorsteinn Pálsson Helsta ástæðan fyrir efa­semdum og andstöðu margra við fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu er ótti við að miðin fyllist aftur af erlendum fiskiskipum. Ef þessi ótti væri byggður á rökum ætti ég heima í liði efasemdarmanna. Samkvæmt reglum Evrópusam­ bandsins á engin þjóð rétt til veiði í landhelgi annarrar nema að baki liggi nýleg veiðireynsla. Hún er ekki fyrir hendi. Ísland þarf því ekki undanþágu til þess að halda erlendum veiðiskipum utan lög­ sögunnar. Miðjan í skrúfstykki Þeir sem eru lengst til vinstri lýsa Evrópusambandinu sem háborg óhefts kapítalisma. Hinir, sem eru lengst til hægri, draga upp mynd af endurborinni sósíalískri ráð­ stjórn. Rangar staðhæfingar og öfga­ sjónarmið af þessu tagi á ystu vængjum stjórnmálanna hefta markvissa rökræðu um þessi efni. Miðjusjónarmiðin hafa ein­ faldlega verið föst í skrúfstykki öfganna. Nýjar aðstæður kalla á að við losum umræðuna úr þessari þvinguðu stöðu. Þörfin er nú meiri en áður að koma ár okkar fyrir borð í fjöl­ þjóðasamvinnu og nýta öll tæki­ færi til að gæta hagsmuna lands­ ins. Þar ráðast möguleikarnir á fjölþættari verðmætasköpun. Að sitja við borðið Helstu hagsmunir okkar í fjöl­ þjóðasamstarfi snúast annars vegar um varnir og öryggi og hins vegar um efnahag og viðskipti. Í Atlantshafsbandalaginu á Ísland sæti við borðið. Vita­ skuld ráða stærri ríki mestu. En reynslan hefur samt sýnt að þannig gætum við best hagsmuna þjóðarinnar á þessu sviði. Ísland á aðild að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES. Í því felst að ríki með fulla aðild ráða nær allri löggjöf á sviði viðskipta, fjármála, samkeppni, margvíslegra félagslegra réttinda á vinnumarkaði, eftirliti með heil­ brigði og hollustu, neytendavernd og á ýmsum öðrum sviðum. Samt er sú spurning ekki á dag­ skrá hvort hagsmunagæslan yrði ekki sterkari á þeim vettvangi með því að sitja við borðið eins og í Atlantshafsbandalaginu. Á komandi árum þurfum við með margvíslegu móti að auð­ velda atvinnulífinu að hlaupa hraðar. Full aðild opnar nýjar leiðir til þess um leið og hún auð­ veldar okkur mikilvæga hags­ munagæslu. Versta leiðin til að gæta íslenskra hagsmuna er að standa utan gátta hvort sem við sækjum á eða andmælum. Endurnýjun miðjustjórnmála Evrópusambandið er ein merki­ legasta tilraun á síðari tímum til þess að auka hagsæld og tryggja frið með víðtækri samvinnu. Í raun og veru má segja að Evrópu­ sambandið sé eins konar Kaup­ félag þjóðanna. Samvinnufélög voru áhrifamik­ Kaupfélagið il á síðustu öld hér á landi, bæði í innf lutningi og útf lutningi. Þau voru fjarri því að vera gallalaus og leystu ekki allan vanda. Einka­ fyrirtækin skákuðu þeim gjarnan. En það sem dró bændur og útf lytj­ endur sjávarafurða inn í sam­ vinnufélög var sú grundvallar­ regla að réttur þeirra minnstu var tryggður. Halldór Ásgrímsson var fram­ sýnn utanríkisráðherra. Hann náði að tengja hugmyndafræði samvinnufélaga við þau tækifæri, sem Ísland á í Evrópusamvinnu. Hann vildi endurnýja miðju­ pólitíkina með því að setja þau mál á dagskrá. Þörfin fyrir þá endurnýjun blasti við fyrir tveimur áratugum. Hún er enn óleyst verkefni. Dagskrármál Auðvitað réðu þeir stærstu mestu í samvinnufélögunum á sínum tíma. En þeir minni voru nokkuð öruggir um að ekki var troðið á rétti þeirra. Minni ríki í Evrópu hafa einmitt sótt í Evrópusam­ bandið af sömu ástæðu. Þau hafa styrkt efnahag sinn og um leið tryggt stöðugleika og öryggi í við­ skiptum. Evrópusambandið er mála­ miðlun. Það hafnar óheftum markaðsbúskap og einhliða félagslegum lausnum. Þess vegna eru f lokkar yst til hægri og vinstri gjarnan í andstöðu við samvinnu af þessu tagi. Miðjumoð þykir ekki alltaf skemmtilegt. En þegar upp er staðið skiptir þó mestu máli að það sem sagt er og gert leiði til farsældar. Samvinna á grundvelli mála­ miðlana hefur reynst öðrum minni þjóðum í Evrópu hag­ felld. Það er andstætt íslenskum hagsmunum að blása þá leið út af borðinu. Við þurfum að nálgast viðfangsefnið með öðrum hætti en fyrir tólf eða tuttugu árum. En það á að fara á dagskrá. Netapótek Lyavers Frí heimsending um land allt!* Í Netapóteki Lyavers getur þú fundið þína lyfseðla, valið samheitalyf og séð lyaverðið þitt. Nýttu þér lágt lya- og vöruverð á lyaver.is lyaver.is Suðurlandsbraut 22 Afhendum samdægur s á höfuðbo rgarsvæðin u mán–lau e f pantað er fyrir kl. 1 3:00. Opna lyagáttina Apótekið heim til þín *Frí heimsending ef pantaðir eru tveir lyfseðlar eða verslað er fyrir meira en 9.900 krónur. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 8 . A P R Í L 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.