Fréttablaðið - 08.04.2021, Page 32
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Thomasar
Möller
BAKÞANKAR
COVID-kreppan hefur leikið íslenskt efnahagslíf grátt á mörgum sviðum. Vandinn
er alvarlegur enda er samdráttur
hagkerfisins mikill og er atvinnu-
leysi, sveif lur gjaldmiðilsins og
verðbólga töluvert meiri en hjá
nágrannalöndum okkar.
Það eru margar leiðir út úr
kreppunni. Heyrst hefur slagorðið
„hlaupum hraðar“ frá stjórn-
völdum og Samtökum iðnaðarins.
Einnig erum við hvött til að „skapa
meiri verðmæti“. En sköpum
við verðmæti með því að hlaupa
hraðar? Stöldrum aðeins við þá
kenningu.
Í stjórnunarfræðum er talað
um að hlutverk leiðtoga er gera
réttu hlutina en stjórnendur gera
hlutina rétt. Þeir marka þannig
stefnuna og finna réttu leiðina.
Svo tekur starfsfólkið við og
framkvæmir stefnuna. Hraði
skiptir ekki máli, aðeins að allir
rói í sömu átt. Þess vegna ættum
við að einblína á stefnuna sem við
tökum út úr COVID og finna réttu
leiðirnar.
Leiðirnar eru þær að mínu mati
að virkja markaðsöf lin betur og
auka viðskiptafrelsi en stjórnvöld
eru að halda aftur af atvinnulífinu
með ýmsum fjötrum. Það þarf að
bæta samkeppnishæfni lands-
ins okkar. Við þurfum að fjölga
störfum í nýsköpun með menntun
og stuðningi við frumkvöðla. Það
getur vel verið að góðir sprett-
hlauparar séu meðal þeirra en
mikilvægast er þó að mínu mati að
þeir hlaupi í rétta átt. Þú vinnur
aldrei kapphlaup með því að
hlaupa hratt í vitlausa átt.
Minn uppáhalds málsháttur er
„Meira vinnur vit en strit“. Við
getum hæglega náð meiri árangri
með minni hraða ef stefnan er rétt.
Tökum því rétt skref í rétta átt úr
kreppunni.
Meira vinnur
vit en strit
D-vítamínbætt
Léttmjólk
– eins og hollur
sólargeisli
5G er mætt með meiri hraða, nýjum
tækifærum og endalausum ævintýrum.
Dansgólð er uppfært og klárt fyrir
þig að dansa á. Vertu með í gleðinni
á stærsta skemmtistað í heimi.
nova.is
Hvað ætlar þú að gera í því?
5G
er mætt
hjá Nova