Fréttablaðið - 13.04.2021, Page 3

Fréttablaðið - 13.04.2021, Page 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —7 1 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 3 . A P R Í L 2 0 2 1 Reglubundin þjónustuskoðun tryggir betri endingu og viðheldur ábyrgð Veldu þekkingu og reynslu HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is Pantaðu tíma á www.hekla.is/timabokanir Viðurkenndur þjónustuaðili COVID-19 Íslendingar er nú í 13. sæti yfir þjóðir heimsins þar sem hlut- fall bólusettra er hæst og það hæsta á Norðurlöndum. 9,4 prósent eru fullbólusett og fjórða bóluefnið, frá Jansen, er væntanlegt. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur árangurinn skýrast af samstarfi við Evrópusam- bandið. Það hafi verið eina leiðin. „Við sem lítil þjóð hefðum aldrei getað samið við öll þessi fyrirtæki upp á eigin spýtur, vitandi ekkert um hvað yrði viðurkennt, hraða og framleiðslugetu þegar samningar hófust,“ segir Ingileif. Stjórnvöld hafa rætt við fyrirtæk- in fyrir utan samstarfið en Ingileif efast um að árangurinn væri jafn mikill utan Evrópusamstarfsins. Samkvæmt greiningu Financial Times er Ísrael sem fyrr með hæsta bólusetningarhlutfall heims. Þar eru 55 prósent fullbólusett. Þar á eftir koma Síle, Barein og Banda- ríkin með rúmlega 20 prósent. Í Bretlandi hafa 60 prósent fengið fyrstu sprautu. Þar sem aðallega er notað AstraZeneca, sem þarf þrjá mánuði milli sprauta, hafa aðeins 11 prósent lokið bólusetningu. Í Evrópusambandinu hafa 6 pró- sent verið fullbólusett en í löndum á borð við Japan, Suður-Kóreu, Nýja- Sjáland, Suður-Afríku og Indland er hlutfallið innan við eitt prósent. Fáir sem engir eru fullbólusettir í Ástralíu, Kína, Sádi-Arabíu og mörgum ríkjum þriðja heimsins. Hátt hlutfall fullbólusettra á Íslandi skýrist að mestu leyti af því hversu mikið hefur borist af bólu- efni Pfizer, þar sem aðeins tvær vikur þurfa að líða milli sprauta. Mjög lítið hefur borist hingað af bóluefni Moderna, aðeins um sex þúsund skammtar. „Moderna hefur reynt að auka framleiðslugetuna en hefur veitt mjög stórum hluta til Bandaríkj- anna þar sem það var fjármagnað af bandarísku heilbrigðismála- stofnuninni,“ segir Ingileif. Fleiri bóluefni eru á áætlun, svo sem hið þýska Curevac, franska Sanofi og rússneska Spútnik. Cure- vac og Sputnik eru komin í áfanga- mat hjá Lyfjastofnun Evrópu. Ingileif segir að samþykki gæti legið fyrir í lok apríl eða maí. Spurningarmerki sé þó við afhend- ingargetuna. Reiknað sé með hjarð- ónæmi í sumar og gætu þessi bólu- efni verið komin fyrir þann tíma. Ingileif segir eina stærstu spurn- inguna núna hvort börn verði bólu- sett. Á Íslandi eru á áttunda tug þús- unda barna. Ný rannsókn frá Pfizer gefi góða niðurstöðu. „Ef það kemur grænt ljós á bólu- setningar barna fljótlega vona ég að stjórnvöld hér heimili það einnig,“ segir Ingileif. – khg Árangurinn verið lakari án ESB-samstarfs Nærri tíu prósent Íslendinga hafa verið bólusett við COVID-19. Í mörgum ríkjum, vestrænum og öðrum, eru bólusetningar afar skammt á veg komnar. Prófessor í ónæmisfræði efast um að ár- angurinn væri jafn góður án Evrópusamstarfsins. Ef það kemur grænt ljós á bólusetningar barna fljótlega vona ég að stjórnvöld hér heimili það einnig. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í gær til að mótmæla brottvísun flóttafólks til Grikklands. Skipuleggj- endur mótmælanna hafa búið á Íslandi í tíu mánuði og segjast þreyttir, bæði andlega og líkamlega. Þeir biðja um mannúðlega meðferð og að Grikkland verði skilgreint sem óöruggt ríki fyrir flóttafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK LÍFRÍKI Mikill fjöldi spendýra sem drukkna í veiðarfærum við Ísland veldur áhyggjum. „Við höfum áhyggjur af meðafla í grásleppuveiðum, sérstaklega selum,“ segir Guðjón Már Sigurðs- son sjávarlíffræðingur. Til stóð að loka á útf lutning íslenskra fiskafurða til Banda- ríkjanna um næstu áramót þar sem Íslendingar stóðust ekki kröfur um fjölda spendýra sem meðafla. Ársfrestur fékkst vegna heims- faraldursins. Náist ekki að draga úr drápinu verður endurskoðun á útflutningsbanni ekki möguleg fyrr en fjórum árum eftir að bann tæki gildi í byrjun árs 2023. – kdi / sjá síðu 4 Selir drepast í netum í þúsundatali

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.