Fréttablaðið - 13.04.2021, Page 4
Ævintýri á fjöllum og í fjörðum
Farþegar og áhöfn á skútunni Auroru sigldu um Jökulfirði á Vestfjörðum um helgina, skutu út léttabáti og gengu hér og þar á land og upp á nálæg
fjöll og skíðuðu svo niður sem leið lá ofan í firðina aftur. Á meðfylgjandi mynd sést hluti leiðangursmanna ganga upp fjallið Töf lu í Veiðileysufirði
á meðan Aurora liggur við akkeri. Bæði farþegar og áhöfn gistu um borð í skútunni þá fjóra daga sem ferðalagið varði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
ÆTTFRÆÐI Friðrik Skúlason hafði
veg og vanda af gerð ættfræðifor-
ritsins Espólíns. Forritið var grunn-
ur að gagnagrunninum Íslendinga-
bók, sem unninn var í samstarfi við
Íslenska erfðagreiningu.
Friðrik biður fólk um að leggja
hönd á plóg við að sjá til þess að
upplýsingar um hverjir séu á göml-
um ljósmyndum fari ekki í súginn.
„Það er mjög áhugavert fyrir fólk
að sjá hvernig ættingjar þeirra litu
út og núna eru þeir einstaklingar
sem hafa vitneskju um hverjir eru
á myndum af fólki fæddu í kringum
1900 komnir á háan aldur,“ segir
Friðrik.
Að sögn Friðriks er mikilvægt
fyrir menningararfinn að halda
skrá um upplýsingar af þessu tagi.
„Því ætti fólk sem hefur kunn-
áttuna að setja myndir inn á próf-
íla á Íslendingabók. Þeir sem setja
gamlar ljósmyndir inn á samfélags-
miðla mega líka endilega merkja
hverjir eru á henni,“ segir Friðrik.
Þeir sem kunna ekki á þetta segir
Friðrik ættu að leita aðstoðar.
„Ég hef fundið fyrir viðbrögðum
við þessari hvatningu minni og það
er jákvætt. Betur má hins vegar ef
duga skal. Áhugi á ættfræði kvikn-
ar vanalega í kringum fimmtugt en
fólk yngra en það getur aðstoðað
með tæknikunnáttu sinni,“ segir
Friðrik.
„Ég hef heyrt af því að fólk sé
að finna gamlar ljósmyndir þegar
það erfir myndaalbúm og þar séu
myndir af fólki sem það hefur
ekki hugmynd um hvert er. Mér
áskotnaðist til að mynda ljós-
mynd af langafa eiginkonu minnar
á bryggjunni við Eyrarbakka og
hún var ekki merkt á neinn hátt.
Af þeim sökum hef ég ekki hug-
mynd um hverjir eru með honum
á myndinni sem er bagalegt,“ segir
ættfræðigrúskarinn.
Íslendingabók er vel lesin. „Á
venjulegum degi eru um það bil
fimm hundruð að skoða vefinn á
hverjum tíma og nokkur þúsund
á hverjum degi. Svo finnum við
fyrir því þegar fólk er í kastljósi
fjölmiðla út af einhverju að f lett-
ingar aukast á þeim einstaklingi,“
rekur Friðrik.
Einnig segir Friðrik aukningu
í kringum ættarmót á sumrin og
fyrir jól þegar fólk sé að skrifa jóla-
kortin. Þá er fólk að af la sér réttra
upplýsinga til að setja í kortin.
„Þessa stundina er ég að verja
frítíma mínum í að uppfæra hliðar-
skrár Íslendingabókar með því að
bæta við upplýsingum úr bænda-
tölum frá 18. öld,“ segir Friðrik
spurður hvað hann sé sýsla.
hjorvaro@frettabladid.is
Vantar gamlar myndir
fyrir Íslendingabók
Ættfræðiáhugamaðurinn Friðrik Skúlason hvetur fólk til þess að setja myndir
af formæðrum, forfeðrum og ættingjum sínum inn á Íslendingabók. Sérlega af
fólki sem fætt er fyrir 1900. Mikilvæg menningarverðmæti gætu ella glatast.
Þessa stundina er ég
að verja frítíma
mínum í að uppfæra hliðar-
skrár Íslendingabókar með
því að bæta við upplýsing-
um úr bænda-
tölum frá 18.
öld.
Friðrik Skúlason,
áhugamaður um
ættfræði
Mynd af bekkjarfélögum í MA árið 1931 er á vefnum með nöfnum nemenda
merktum inn á. Á myndina vantar meðal annarra þá Sigurbjörn Einarsson
biskup og dr. Benjamín J. Eiríksson hagfræðing. MYND/ÁGÚST ÞORGEIRSSON
ALÞINGI Helgi Hrafn Gunnarsson,
þingmaður Pírata, segir að gott sé
að sjá hvað mikil samstaða sé komin
á Alþingi um afglæpavæðingu
fíkniefnaneyslu. Miklar umræður
áttu sér stað á þinginu í gær vegna
frumvarps heilbrigðisráðherra um
afglæpavæðingu neysluskammta.
„Þetta var róttæk hugmynd 2013,
þótti jafnvel galin og stórhættu-
leg, en í gegnum árin hefur mikil
umræða og heiðarleg sannleiksleit
annarra flokka gert það að verkum
að þetta er í sjálfu sér ekki mjög
umdeilt mál lengur,“ segir Helgi í
samtali við Fréttablaðið. „Fólk áttar
sig nú á því að það er ekkert vit í því
að refsa fíkniefnaneytendum og það
er mikið af gögnum því til stuðnings.
Þetta er góður dagur fyrir Ísland og
okkur öll.“
Helgi segir þó að málflutningur
þingmanna Miðflokksins hafi eilítið
skyggt á áfangann. Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Mið-
f lokksins, lýsti mikilli furðu yfir
frumvarpinu sem gæti haft áhrif
á þann mikla fælingarmátt sem
hann telur felast í refsilöggjöfinni.
„Ég hef aldrei séð eiturlyf, herra for-
seti, eða þeirra neytt vegna þess að
þau hafa verið ólögleg og menn hafa
ekki verið að flíka þeim,“ sagði Sig-
mundur á þinginu í gær.
„Rökstuðningur þeirra er svo
af leitur að ég einfaldlega trúi því
ekki að þeim sé alvara í öllum til-
fellum,“ segir Helgi. „Málf lutning-
ur þeirra virðist einkennast af því
að þeir reyni hvað harðast að vera
á móti málum sem koma úr öðrum
áttum en sínum eigin.“
– atv / sjá síðu 4
Fagnar samstöðu
innan Alþingis
Fólk áttar sig nú á
því að það er ekkert
vit í því að refsa fíkniefna-
neytendum og það er mikið
af gögnum því til stuðnings.
Þetta er góður dagur fyrir
Ísland og okkur
öll.
Helgi Hrafn
Gunnarsson,
þingmaður Pírata
Ég hef aldrei séð
eiturlyf, herra
forseti, eða þeirra neytt
vegna þess að þau hafa verið
ólögleg og menn hafa ekki
verið að flíka
þeim.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson,
formaður Mið-
flokksins
DÓMSMÁL Hálffimmtugur maður
var í gær dæmdur í níu mánaða fang-
elsi fyrir að skjóta úr skammbyssu út
um glugga að tveimur mönnum við
heimili hans í Reykjavík í mars 2019.
„Kvaðst hann hafa miðað að vegg
neðan við húsið, neitaði alfarið að
hafa miðað vopninu að mönnunum
og kvaðst alls ekki hafa ætlað sér að
valda neinum skaða. Hann hefði ein-
ungis ætlað að fæla þá í burt,“ segir í
dómnum um vitnisburð mannsins.
Maðurinn hefur frá 1994 átta
sinnum brotið refsilög að því er segir
í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
„Það sem hér skiptir einkum máli
er að ákærði var með dómi Hæsta-
réttar 3. nóvember 2011 dæmdur
í átján mánaða fangelsi fyrir ólög-
mæta nauð-
ung, hótanir
og tilraun
til fjárkúg-
unar,“ segir
í dómnum.
– gar
Fangelsisdómur
fyrir byssuskot
Skammbyssa
af Rugergerð.
1 3 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð