Fréttablaðið - 13.04.2021, Page 16
Nýr GR86 verður
35 hestöflum afl-
meiri en GT86 og er 1,1
sekúndu fljótari í
hundraðið.
Minnkandi sala
fjölskyldubíla af
stærri gerðinni kemur
til vegna ásóknar kaup-
endahópa í flokk
jepplinga.
GMC hefur sent frá sér meiri
upplýsingar um Hummer-raf-
jeppann sem væntanlegur er á
markað árið 2024. Áætlað er að
forsala á honum í Norður-Amer-
íku hefjist seinna á þessu ári.
Rafjeppinn verður í grunninn
mjög svipaður pallbílnum en er
byggður á styttri útgáfu undir-
vagnsins sem notar rafhlöðuna
sem burðarbita. Bíllinn er 508
mm styttri en pallbíllinn og þar
af leiðandi er hjólhafið 220 mm
styttra. Fyrir vikið verður jeppinn
betri í akstri og viðráðanlegri í
torfærum að sögn GMC. Að- og frá-
fallshorn hans er líka betra eða 49
gráður og undirvagnshorn hans er
34,4 gráður svo að hann mun geta
ráðið við ansi gróft undirlag. Sami
tæknibúnaður verður í Hummer-
jeppanum og verða 22 tommu
felgur staðalbúnaður eins og í
pallbílnum. Loftpúðafjöðrun mun
geta lyft bílnum um allt að 152 mm
og staðalbúnaður verður fjórhjóla-
stýring og Crabwalk-skriðgír sem
leyfir bílnum að skríða til hliðanna
eins og krabbi.
Þar sem jeppinn er aðeins
minni en pallbíllinn mun hann
nota aðeins aflminni rafmótora
svo að heildarafköst verða 819
hestöfl í stað 1.000. Togið verður
þó það sama og í pallbílnum svo
að upptakið verður allgott eða 3,5
sekúndur í hundraðið. Rafhlaðan
verður einu númeri minni svo
að drægið minnkar um 80 km og
verður 480 kílómetrar. Hann mun
nota sama 800 volta rafkerfi og því
geta hlaðið 160 km af drægi á 10
mínútum. Ekki er talið líklegt að
hann verði boðinn í Evrópu, alla-
vega til að byrja með.
GMC með meiri tækniupplýsingar
um Hummer- rafjeppann
Ein af kynningarmyndum Hummer-rafjeppans sýnir hann í mjög svo ís-
lensku landslagi en torfærugeta hans verður umtalsverð.
Toyota hefur kynnt til sögunnar
arftaka GT86 og heitir hann
einfaldlega GR86 í takt við GR-
sportlínu merkisins. Aðalfrétt-
irnar eru þó þær að bíllinn verður
boðinn í Evrópu í kringum næstu
áramót ólíkt systurbílnum Subaru
BRZ. Bílarnir nota báðir sama
undirvagn og vél, sem er 2,4 lítra
boxervél.
Toyota hefur gefið út tækniupp-
lýsingar fyrir bílinn sem verður á
Japansmarkaði en hann verður 232
hestöfl og mun skila 250 Nm togi.
Það er 35 hestöflum meira en GT86
skilaði enda er GR86 mun fljótari
af stað. Hann verður 1,1 sekúndu
fljótari í hundraðið sem hann nær
á 6,3 sekúndum. Hvort þær tölur
verði þær sömu fyrir Evrópu á þó
eftir að koma í ljós. Vélin verður
með sex gíra beinskiptingu og sex
þrepa sjálfskiptingu sem auka-
búnaði.
Toyota hefur gert það mögu-
legt að framleiða GR-línu aflmeiri
bíla á meðan aðrir framleiðendur
hafa dregið úr slíku. Ástæðan er
einfaldlega sú að Toyota hefur
staðið sig vel í að halda sig innan
mengunarmarka Evrópusam-
bandsins með háu hlutfalli tvinn-
bíla. Von er á meiru frá Toyota því
nú berast fréttir af því að von sé á
nýrri skammstöfun frá merkinu.
BZ verður heitið á 100% rafbílum
Toyota og er fyrsta bílsins að vænta
á árinu sem verður jepplingur í
svipaðri stærð og RAV4.
Toyota GR86 kemur til Evrópu
Toyota GR86 er væntanlegur í
sýningarsali um næstu áramót.
Ford-bílaframleiðandinn hefur
ákveðið að hætta framleiðslu á
Mondeo-fjölskyldubílnum. Hann
hefur verið í framleiðslu síðan
1993 og unnið til ótal verðlauna
en allt hefur sinn vitjunartíma.
Ástæðan er einfaldlega sú að þeir
sem keyptu fjölskyldubíla af stærri
gerðinni eins og fjölskyldur og þeir
sem kaupa fyrirtækisbíla, hafa
flutt sig yfir í jepplingaflokk. Þeir
sem keyptu áður Mondeo kaupa
nú Ford Kuga. Það er þó ekki eina
ástæðan því að það hentar líka
hagsmunum bílaframleiðenda þar
sem jepplingar bjóða upp á meira
rými fyrir sífellt fyrirferðarmeiri
rafhlöður.
Hætt er við að á næstu misserum
munu fleiri bílar í þessum stærðar-
flokki fylgja í kjölfarið og við
höfum líka séð bíla eins og Honda
Accord hverfa af sjónarsviðinu. Við
erum þegar farin að sjá þess merki
hér á Íslandi þar sem umboðin eru
einfaldlega hætt að bjóða bíla eins
og BMW 3-línu, Mercedes-Benz C-
línu, Audi A4 og Renault Talisman
svo eitthvað sé nefnt.
Kostir jepplingaflokksins
eru margir í augum Íslendinga,
og þeir hafa meiri veghæð sem
gerir þá betri í snjó og þægilegri í
umgengni. Sumir eiga þó eflaust
eftir að sakna þeirrar aksturs-
ánægju sem kraftmikill og vel
hannaður fjölskyldubíll veitti, en
allt er breytingum háð. Hvað ætli
verði svo til að velta jepplingnum
úr sessi?
Ford kveður Mondeo-fjölskyldubílinn
Ford Mondeo fjölskyldubíllinn hefur nú verið við lýði í næstum þrjá áratugi
en verður ekki framleiddur frá og með næsta ári.
Mercedes-Benz mun frumsýna
næstu S-línu á fimmtudaginn
og hefur þegar látið frá sér
tækniupplýsingar um bílinn sem
setja mun ný viðmið í heimi raf-
drifinna fólksbíla.
njall@frettabladid.is
Ný S-lína mun koma á nýjum
undirvagni sem kallast EVA og
strax frá frumsýningu kemur hann
í tveimur útfærslum. Grunngerðin
mun kallast EQS 450+ og verður
með einum rafmótor á afturdrifi
sem skilar 329 hestöflum og 568
Nm togi. EQS 580 4MATIC bætir
rafmótor á framöxul og fer þá
hestaflatalan í 516 og togið í 855
Nm. Báðir bílar verða með tak-
markaðan hámarkshraða við 210
km á klst. Tvær rafhlöður verða í
boði, sú minni 90 kWst og sú stærri
hvorki meira né minna en 107,8
kWst sem dugar honum fyrir 770
km drægi. Ekki hafa verið gefnar
upp tækniupplýsingar fyrir aðrar
gerðir. Bíllinn er búinn 400 volta
rafkerfi sem við 200 kW hleðslu-
stöð hleður bílinn í 300 km drægi á
aðeins 15 mínútum.
Að sögn hönnuða Mercedes
næst gott drægi ekki síst fyrir þá
staðreynd að bíllinn klýfur loftið
vel. Hann er með litla loftmótstöðu
og margt í ytri hönnun hans gert
til að minnka hana enn frekar.
Undirvagninn er rennisléttur,
fremsti hluti bílsins er lækkaður
mikið og loftinntök lokast þegar
þau eru ekki í notkun. Fyrir vikið
er loftmótstaðan aðeins 0,20 Cd
sem er það minnsta sem í boði er á
framleiðslubíl. Eins og fram hefur
komið er innanrýmið hönnunar-
stúdía út af fyrir sig og er sam-
byggður háskerpuskjárinn í mæla-
borði bílsins alls 55,5 tommur á
breidd. Hann liggur í boga allt yfir
til farþegans við hlið bílstjórans
sem hefur sinn eigin skjá til að
horfa á. Að sögn Jónas Kára Eiríks-
sonar hjá Öskju er S-lína væntan-
leg hingað til lands síðsumars.
Ný Mercedes-Benz S-lína setur ný
viðmið með 770 kílómetra drægi
Mercedes hefur forsýnt myndir af nýrri S-línu í léttu dulargervi en bíllinn verður frumsýndur á fimmtudaginn.
Háskerpuskjárinn í mælaborðinu er
alls 55,5 tommur á breidd.
2 kynningarblað 13. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGUR