Fréttablaðið - 13.04.2021, Side 18
Þrátt fyrir að Tesla
hafi sótt um leyfi
fyrir verksmiðjunni
fyrir 16 mánuðum er
ekkert svar komið
ennþá“
Á 12 volta rafhlaða
bílsins það á hættu
að tæmast á meðan að
bíllinn er hlaðinn.
Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær
Sími: 480 0000 • www.aflvelar.is • sala@aflvelar.is
Demparar fyr i r þá kröfuhörðu!
Demparar á lager í margar gerði r ökutækja m.a.
Fólksbí la - Jeppa - Vörubí la - F lutningabí la - Rútur
C5 X-blendingsbíllinn er nýtt
flaggskip franska merkisins og
verður boðinn bæði sem tengil-
tvinnbíll og með bensínvélum
þegar hann kemur á markað á
næsta ári.
njall@frettabladid.is
Segja má að C5 X sé tilraun Citroen
til að blanda saman skutbíl og
jepplingi í lúxusútgáfu. Upphaf-
lega var C5 stór fjölskyldubíll og
við höfum líka séð C5 Aircross, en
C5 X er einmitt byggður á sama
EMP2-undirvagni og hann. Bíllinn
er 4.805 mm að lengd svo að hann
er aðeins lengri en Peugeot 508 SW
til að mynda. Lögð er áhersla á gott
rými í farþegarými og bíllinn mun
geta tekið 545 lítra í farangurs-
rými. Lögð er áhersla á þægindi
með sérhönnuðum sætum og nýrri
fjöðrun sem kallast Active Com-
fort og er fyrst kynnt í þessum bíl.
Bíllinn verður búinn 12 tommu
upplýsingaskjá sem er ný hönnun
frá Citroen og uppfærist þráðlaust.
Sami tengiltvinnbúnaður og í C5
Aircross verður í bílnum, en sá er
222 hestöfl og með rafhlöðu sem
kemur honum 50 km á hleðslunni.
Von er á útgáfu með stærri raf-
hlöðu á seinni stigum. Bíllinn
kemur í sölu í Frakklandi í lok
árs og því er hans ekki að vænta
hingað til lands fyrr en einhvern
tímann á næsta ári.
Citroen C5 X frumsýndur
Snertiskjárinn í bílnum er nýr 12
tommu skjár og útlitið líkist einna
helst C4-e.
Citroen C5 X er tilraun merkisins til að blanda saman útliti langbaks og jepplings.
Toyota mun frumsýna nýjan rafbíl
á Bílasýningunni í Sjanghæ þann
19. apríl næstkomandi og hefur af
því tilefni birt mynd af framenda
bílsins í myrkvuðum bílskúr. Að
sögn Toyota er rafbíllinn jeppling-
ur sem er sérhannaður að þörfum
evrópska markaðsins, en hann
verður smíðaður í kolefnishlut-
lausri verksmiðju Toyota í Japan.
Eins og sjá má af myndinni er
nýtt útlit á ferðinni enda um fyrsta
alvöru rafbíl merkisins að ræða.
Bíllinn er sá fyrsti af sex sem nota
munu e-TNGA-rafbílaundirvagn-
inn sem hannaður var í samstarfi
við Subaru. Næstu bílar verða
meðal annars minni rafjepplingur
sem hannaður er í samstarfi við
Suzuki, stærri jepplingur, stall-
bakur og fjölnotabíll svo eitthvað
sé nefnt.
Toyota frumsýnir rafbíl í næstu viku
Það eru fleiri framleiðendur raf-
bíla en Volkswagen að lenda í
vandræðum með hugbúnað bíla
sinna. Fyrstu notendur Mustang
Mach-E hafa lent í vandamáli sem
felst í því að bílarnir fara ekki í
gang eftir hleðslu. Kemur þetta
fram í sameiginlegri tilkynningu
frá Ford og NHTSA-öryggismála-
stofnuninni í Bandaríkjunum.
Segir Ford meðal annars í til-
kynningunni að hugbúnaðarvilla
valdi því að 12 volta rafhlaða
bílsins eigi það á hættu að tæmast
á meðan stóra rafhlaðan er hlaðin.
Það var The Verge sem sagði fyrst
frá vandamálinu síðastliðinn
þriðjudag, en Ford segir að aðeins
lítill hluti bíla framleiddra fyrir
3. febrúar hafi lent í þessu vanda-
máli. Munu umboðsaðilar uppfæra
hugbúnað bílanna eigendum
þeirra að kostnaðarlausu. Ford
hefur alls framleitt 6.614 Mustang
Mach-E á fyrsta fjórðungi ársins.
Hugbúnaðarvilla í Mustang Mach-E
Skrifræðið í Þýskalandi er greini-
lega farið að fara í taugarnar á bíla-
framleiðandanum Tesla ef marka
má fréttir í Frankfurt Allgemeine
Zeitung. Tímaritið flutti fréttir
af því að Tesla hefði sent bréf til
þýskra stjórnvalda fyrr í mánuð-
inum. Þar kom meðal annars
fram að framleiðandanum þætti
sérstaklega pirrandi að ekkert
svar væri komið við því hvenær
áætluð verksmiðja Tesla í nágrenni
Berlínar yrði samþykkt. Liðnir eru
16 mánuðir síðan Tesla sótti um
leyfi fyrir verksmiðjunni svo að
pirringurinn er skiljanlegur.
Náttúruverndarsinnar hafa lagt
stein í götu Tesla með því að stöðva
frekara skógarhögg á verksmiðju-
svæðinu, þar sem það gæti sett
snáka í vetrarhíði í hættu. Tafir á
verksmiðjunni hafa seinkað fram-
leiðsluáætlunum fyrir Tesla Model
Y, en áætlað er að verksmiðjan í
Berlín geti framleitt 500.000 slíka
bíla árlega þegar hún er komin
í fulla virkni. Hérlendis er Tesla
Model Y ekki einu sinni kominn á
það stig að hægt sé að panta bílinn.
Tesla gagnrýnir þýsk stjórnvöld
Tafir á byggingu verksmiðju Tesla í Berlín hafa seinkað framleiðsluáætl-
unum Model Y-rafjepplingsins. MYND/REUTERS
Aðeins hluti bíla framleiddir fyrir 3. febrúar eru með hugbúnaðarvilluna.
Nýr rafjepplingur frá Toyota mun
verða í svipaðri stærð og RAV4.
4 kynningarblað 13. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGUR