Fréttablaðið - 13.04.2021, Page 20

Fréttablaðið - 13.04.2021, Page 20
Hestöfl: 190 Tog: 375 Nm Eyðsla: 17,5 kWst/100 km Rafhlaða: 66,5 kWst Drægi: 426 km Hröðun: 0-100 km: 8,5 sek. L/B/H: 4.463/1.834/2.020 mm Hjólhaf: 2.729 mm Eigin þyngd: 2.040 kg Farangursrými: 340 lítrar Dráttargeta: 750 kg Grunnverð: 6.790.000 kr. Mercedes-Benz EQA KOSTIR n Hljóðlátur n Liggur vel GALLAR n Fótapláss í aftirsætum n Farangursrými Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Reynsluakstur Mercedes hefur frumsýnt EQA- rafjepplinginn meðframdrifi og skilar sú útgáfa 190 hestöflum. Von er svo á fjórhjóladrifinni útgáfu áður en langt um líður sem hefur allt að 515 km drægi. Askja frumsýndi í síðasta mánuði Mercedes-Benz EQA-rafjepp- linginn en fyrsta útgáfa bílsins hérlendis er GLA 250. Talan 250 er tilvísun í það að bíllinn er álíka kraftmikill og 250 bensínútgáfa GLA, sem EQA byggir á. Raf- mótorinn er 190 hestöfl og drífur áfram framhjólin. Rafhlaðan er 66,5 kWst og gefur bílnum allt að 426 km drægi með 18 tommu felgustærð. Vantar upp á fótarými Að innan er EQA eins og aðrir nýir Benz-bílar með fráganginn í fyrirrúmi og gott efnisval í inn- réttingu. Takkarnir eru færri með nýja MBUX-kerfinu og er það vel, sem og sú staðreynd að skjárinn er af stærri gerðinni. Þegar kemur að plássi í bílnum er það nokkuð gott að f lestu leyti, alla vega er gott pláss í framsætum og höfuðrými er nokkuð gott líka. Helsti ókostur bílsins er þó sú staðreynd af rafhlaðan tekur pláss frá fótarými í aftursætum og einnig farangursrými. Þegar fullorðinn situr í aftursæti finnst vel hversu hátt hnén eru sem þýðir meira álag á sitjandann sem eflaust er óþægilegt á langferðum. Rafhlaðan tekur líka sitt pláss frá farangursrýminu og er gólfið þar í hærri kantinum. Aðeins er rými fyrir 340 lítra af farangri undir hillunni sem er satt best að segja of lítið. Hljóðlátur og mjúkur í akstri Bíllinn er ljúfur í akstri og bæði inngjöf og stýri gefa góða til- finningu fyrir akstrinum. Hann virkar ekki eins þungur í akstri eins og margir rafjepplingar af þessari stærð og hagar sér vel á reykvískum hraðahindrunum, þökk sér fjölliða fjöðrun að aftan. Fyrir vikið er hann líka stöðugur í akstri þegar kemur að því að leggja hann í beygjur og þar er það ekki bara vel útfærð skrikvörn sem er að hjálpa honum. Hann er líka einstaklega hljóðlátur, jafnvel fyrir raf bíl, og hljóðið sem varar fótgangandi við honum á lægri hraða heyrist varla inni í bílnum. Upptakið er viðun- andi í þessari útfærslu en ekkert meira en það, en bíllinn er 8,9 sekúndur í hundraðið. Hámarks- hraði er takmarkaður við 160 km Fullkominn að flestu leyti EQA 250 er góður akstursbíll en mætti vera aflmeiri en það er stutt í fjórhjóladrifsútgáfuna. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Rafmótorinn er við framhjólin og hjálpar það til við aksturseiginleikana. 6 kynningarblað 13. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.