Fréttablaðið - 13.04.2021, Side 30
MG-rafbílamerkið hefur frum-
sýnt marga rafbíla að undan-
förnu og sá nýjasti er tilraunaút-
gáfa MG-sportbíls sem sækir í
arfleifð hins opna, tveggja sæta
bíls sem merkið var frægt fyrir.
njall@frettabladid.is
Bíllinn kallast MG Cyberster og er
í raun og veru önnur útgáfa slíks
bíls frá merkinu. Fyrri bíllinn var
E-Motion Coupe tilraunabíllinn
sem MG frumsýndi árið 2017.
Cyberster verður frumsýndur á
bílasýningunni í Sjanghæ í næsta
mánuði sem allar líkur benda til
að verði nú að veruleika. Að sögn
MG er bíllinn tilraun merkisins
til að sjá hvernig sportbíll fram-
tíðarinnar muni líta út og þykir sú
yfirlýsing benda sterklega til þess
að hann fari í framleiðslu.
Bíllinn er auðsjáanlega til-
raunabíll eins og sést til dæmis á
ljósabúnaði hans, en díóðuljósa-
línur eru áberandi í hönnuninni.
Um nokkurs konar Speedster er að
ræða þar sem ekkert þak er á til-
raunabílnum. Afturendinn er eins
og skorinn af og endar í oddi sem
að MG segir að bæti til muna loft-
flæði bílsins, eitthvað sem skiptir
miklu máli í rafbílum. Innanrými
bílsins er enn framúrstefnulegra
en ytra útlit hans, en því er skipt
í tvennt af stórum miðjustokki
sem meðal annars inniheldur
mjóan upplýsingaskjá. Stýrishjólið
minnir meira á stjórntæki leikja-
tölvu en bíl og mælaborðið virðist
vera í þrívídd.
MG hefur látið frá sér eitthvað af
tækniupplýsingum eins og að bíll-
inn hafi 800 km drægi og að hann
verði undir þremur sekúndum í
hundraðið. Gaman verður því að
sjá hvort bíllinn fari í framleiðslu.
Fyrstu myndir af MG-sportbílnum
Fjórða kynslóð Mini-smábílsins
er væntanleg 2023 en nýlega
náðust njósnamyndir af bílnum
við prófanir í snjó.
Þegar nýr Mini kemur á markað
mun hann líkt og Peugeot 208
verða boðinn með annað hvort
bensínvél eða rafmótor. Það er
þó ekki það eina því að von er á
bílnum í þriggja dyra útgáfu aftur.
Raf bílaútgáfan verður smíðuð
í Kína á nýjum undirvagni sem
er í þróun hjá BMW og Great
Wall-bílaframleiðandanum.
Bensínútgáfan verður eins í öllum
málum en byggð á undirvagni frá
BMW og sett saman í verksmiðju
merkisins í Oxford.
Eins og sjá má á myndinni er
þriggja dyra útgáfan nógu lítil
til að geta keppt við smábíl eins
og Fiat 500. Þó að bíllinn virðist
vera nokkuð tilbúinn að sjá er
dulbúningurinn góður og hlutir
eins og ljós og loftinntök í raun og
veru sett utan á dulbúninginn til
að villa um fyrir þeim sem horfir.
Auk þess vantar sílsana á bílinn og
rétt útlit grillsins. Þrátt fyrir það
sést að axlarlínan er hærri en áður
Njósnamyndir af nýjum Mini
Munro Mark 1 er fyrsta afurð All
Terrain All Electric (ATAE) fyrir-
tækisins sem áætlar að koma
þessum bíl á markað áður en
langt um líður.
Hugmyndin er að fylla upp í það
gat sem gamli Land Rover Defen-
der-jeppinn skildi eftir sig. Það er
auðsjáanlegt þegar horft er á kloss-
að útlit Munro-jeppans. Bíllinn
er byggður á einfaldri stigagrind
og eru fram- og afturöxlar hans
sjálfstæðir. Fjórhjóladrifið er alltaf
til staðar gegnum 212 hestafla raf-
mótor og rafhlaðan er 52 kWst sem
gefur honum drægi upp á 240 km.
Að sögn ATAE er drægið þó meira
við akstur í lágum gír, en bíllinn
er búinn tveimur gangstigum og
læsingum á mismunadrifi.
Hönnuðir ATAE fóru þá leið að
nota fjöðrun og bremsukerfi frá
íhlutaframleiðendum frekar en
að hanna sinn eigin búnað. Sama
má segja um yfirbyggingu sem
er smíðuð hjá Ibex Automotive í
Yorkshire. Að sögn þeirra vinnst
margt með því, eins og að auðveld-
ara verður að nálgast varahluti.
Auk þess verður kolefnisfótspor
bílsins minna fyrir vikið sem farið
er að skipta máli hjá framleið-
endum rafbíla.
Að innan verður einfaldleikinn
allsráðandi en hægt verður að fá
upplýsingaskjá sem aukabúnað.
Burðargetan verður eitt tonn og
farangursrými tekur 1.250 lítra.
Frumgerð verður tilbúin seinna á
árinu sem fer þá í árs prófun, svo
að búast má við bílnum í sölu árið
2022.
Rafbúið torfærutröll frá Skotlandi
Útlit bílsins er enn þá útlit tilraunabíls með áberandi ljósabúnaði og ýktum línum.
Margt er gert til að leyna nýju útliti, til dæmis með ljósum af eldri gerðum.
og gluggarnir mjórri sem gefur til
kynna bíl með lága loftmótstöðu.
Hjólin eru líka utar sem þýðir
að hjólhafið verður jafnvel það
sama og áður. Að innan verður
mælaborðið í bogadregnum skjá
fyrir ofan stýrið.
Líkindi Munro Mark 1 og fyrri kynslóðar Land Rover Defender eru augljós.
DRÁTTARBEISLI
Hágæða beisli, föst eða
losanleg, fyrir flestar gerðir
fólksbíla og jeppa. Upplýsingar
um verð og afgreiðslutíma hjá
Bílanaust.
www.bilanaust.is
STÓRVERSLUN
DVERGSHÖFÐA 2
Dalshrauni 17
220 Hafnarfirði
110 Reykjavík
S. 535 9000
S. 555 4800
Vatnagörðum 12
104 Reykjavík
S. 535 9000
Furuvöllum 15
600 Akureyri
Hafnargötu 52
260 Reykjanesbæ
Hrísmýri 7
800 Selfossi
Sólvangi 5
700 Egilsstöðum
S. 421 7510 S. 482 4200 S. 535 9085 S. 471 1244
8 kynningarblað 13. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGUR