Fréttablaðið - 13.04.2021, Síða 44
TILGANGURINN MEÐ
ÞESSU ÖLLU SAMAN ER
AÐ FRÆÐA FÓLK HÉR HEIMA
MEÐ ÁHERSLU Á AÐ HRÆÐAST
ÞAÐ EKKI AÐ TAKA AF SKARIÐ
OG ELTA DRAUMA SÍNA Í ÖÐRU
LANDI.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.
is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
+ + + = 19.990 kr.
A L LT ÓTA K M A R K A Ð
Fjölskyldupakkinn:
Vinkonu r nar Edda Þórunn Þórarins-dóttir og Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir eru á þriðja ári í læknis-fræði í Martin í Sló-
vakíu. Þar sem þær hafa verið fastar
á Klakanum í fjarnámi undanfarið
ár vegna heimsfaraldursins sættu
þær færis og byrjuðu með hlað-
varpið Læknaspjallið sem segja má
að sé beintengt Instagram-síðunni
Íslenskir læknanemar sem Edda
Þórunn byrjaði með fyrir tveimur
árum.
„Ég stofnaði Instagramið upp-
runalega til þess að fræða fólk hér
heima, sem hefði áhuga á læknis-
fræði, um ótal valmöguleika um
nám annars staðar í heiminum,“
segir Edda Þórunn.
Þegar Edda Þórunn hóf námið í
Slóvakíu áttaði hún sig á því hversu
lítið hún vissi í raun um læknanám
þar í landi eða annars staðar í ver-
öldinni. „Ég hugsaði með mér að
það væru örugglega margir í sömu
stöðu og væru hræddir við að taka
af skarið. Þess vegna stofnaði ég
Instagramið, til þess að reyna að
fræða krakka sem hafa áhuga á
læknisfræði og bara fólk sem hefur
áhuga á læknisfræði almennt.“
Mannlegi þátturinn
Edda Þórunn segir Instagramið
heldur betur hafa slegið í gegn á
þessum tveimur árum en fylgjend-
urnir eru um 5.600 og fer stöðugt
fjölgandi. Hún segir að góðar undir-
tektirnar hafi orðið til þess að hún
ákvað að taka hugmyndina skrefinu
lengra og fá sérfræðinga, kandídata
og sérnámslækna til þess að fóstra
síðuna af og til, tvo daga í senn, og
kynna sjálfa sig, sérsvið sín og nám.
„Tilgangurinn með þessu öllu
saman er að fræða fólk hér heima
með áherslu á að hræðast það ekki
að taka af skarið og elta drauma sína
í öðru landi,“ segir Edda Þórunn og
bendir á að Instagramið sé einnig
hugsað til þess að sýna almenningi
„mannlegu hliðina“ á sérfræðingum
með því að veita innsýn í líf þeirra
og þau ótalmörgu svið sem læknis-
fræðin hefur upp á að bjóða.
Hlaðvarpið slær í gegn
Vinsældir Íslenskra læknanema
urðu til þess að Eddu Þórunni datt
í hug að byrja með hlaðvarpsþætti
í tengslum við síðuna og fékk Ólöfu
Kristínu Þorsteinsdóttur, vinkonu
sína og skólasystur, til liðs við sig.
„Hún var til í að vera með mér í
þessu og við ákváðum að henda í
þetta saman,“ segir Edda Þórunn.
„Þetta var þá búið að krauma í
hausnum á mér en það var einhvern
veginn aldrei góður tími til þess að
byrja vegna þess að við vorum alltaf
úti.“
Vinkonurnar ákváðu síðan loks
að sæta færis þar sem þær hafa verið
Úr líkskurði
í Slóvakíu í
læknahlaðvarp
Læknaneminn Edda Þórunn er á þriðja ári
í Slóvakíu. Á Instagram-síðunni Íslenskir
læknanemar og í hlaðvarpinu Lækna-
spjallið boðar hún, ásamt skólasystur sinni
Ólöfu Kristínu, fagnaðarerindið um að
láta læknisdrauminn rætast erlendis.
Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir og Edda Þórunn Þórarinsdóttir hafa notað tímann í fjarnáminu hérna heima til þess að ýta hlaðvarpinu Læknaspjallinu í gang.
Þegar náminu úti lýkur horfir Ólöf til barnalækninga en ófrjósemis-, kvensjúkdóma- og fæðingarlækningar heilla Eddu helst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
í fjarnámi frá Íslandi síðasta árið
vegna heimsfaraldursins. „Hlað-
varpið hefur heldur betur slegið í
gegn og við höfum fengið frábærar
undirtektir en tilgangurinn með
því er einnig að fræða almenning
um læknisfræðina almennt,“ segir
Edda Þórunn um Læknaspjallið.
„Þetta gengur rosalega vel. Þætt-
irnir koma út aðra hverja viku vegna
þess að við erum náttúrlega í fullu
námi líka.“ Alma Möller landlæknir
var gestur þeirra Ólafar Kristínar í
fyrsta þætti en síðan þá hafa bæst
við þættir með Snorra Einarssyni,
ófrjósemislækni og yfirlækni Livio,
og Elvari Úlfarssyni, heila-, tauga- og
mænuskurðlækni.
Beint í líkskurð
„Þar sem það er svakalega erfitt að
komast inn hér heima og margir
reyna kannski þrisvar til fimm sinn-
um áður en þeir komast inn fannst
mér alger nauðsyn að efla fræðslu
um nám erlendis,“ segir Edda Þór-
unn um grunnhugsjónina að baki
bæði Instagraminu og hlaðvarpinu.
Edda Þórunn segir að þótt
háskólabærinn Martin í Slóvakíu sé
mjög lítill hafi þó myndast þar þétt
samfélag íslenskra læknanema sem
fari stöðugt stækkandi. „Við erum
rosalega mörg. Samanlagt erum við
örugglega um 200 og þetta er bara að
aukast. Ég veit ekki hvort það er út af
Instagraminu eða einhverju öðru,“
segir Edda Þórunn á léttu nótunum.
Þrátt fyrir þennan mikla fjölda
segir Edda Þórunn aðspurð að
námið í Slóvakíu sé síður en svo auð-
veldara en í Háskóla Íslands.
„Nei, alls ekki. Námið úti er allt
öðruvísi en heima upp á það að gera
að hérna heima byrja þau ekkert í
verklegu námi fyrr en eftir þriðja
árið en við kryfjum lík á fyrsta ári og
við erum alltaf í verklegum tímum.
Á þriðja ári byrjum við í skurð-
lækningum og ly f lækningum
þannig að ef að við værum úti núna
værum við uppi á spítala að tala við
sjúklinga, hérna heima byrjarðu
ekki á því fyrr en á fjórða ári.“
toti@frettabladid.is
1 3 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð