Fréttablaðið - 13.04.2021, Qupperneq 46
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Hauks Arnar
Birgissonar
BAKÞANKAR
Fyrir sléttu ári var fólk hvatt til þess að ferðast ekki um páskana, ekki einu sinni
innanlands. Flestir hlýddu kallinu
enda var veiran ný af nálinni og
óvissan mikil. Enginn vildi stuðla
að auknum smitum eða hætta á að
smita þá sem viðkvæmastir voru.
Á hverjum degi greindust tugir
nýrra smita og alls voru þúsund
Íslendingar með virk smit, margir
hverjir í öndunarvélum. Sem
betur fer hefur staðan gjörbreyst
og í dag eru ný smit talin á fingrum
annarrar handar. Enginn er á spít-
ala. Enginn! Þannig hefur ástandið
verið um nokkurra mánaða skeið
og viðkvæmustu hóparnir hafa nú
verið bólusettir.
Af þessum sökum er fólk farið
að leyfa sér aukið svigrúm í sínu
daglega lífi, aukin lífsgæði. Ekki
veitir af. Sumir heimsækja bústað-
inn á meðan aðrir fara utan.
Ferðalög til og frá Íslandi eru ekki
ólögleg og Íslendingum er frjálst
að ferðast. Á þessu ætti enginn
vafi að leika. Engu að síður er það
svo að þeir sem út fyrir landstein-
ana fara, fara huldu höfði fyrir og
eftir ferðalög sín af ótta við aftöku
á samfélagsmiðlum. Ferðaskömm
hefur gripið landann.
Engu er líkara en að ferða-
skrifstofur, sem freista okkar
með gylltum sólarströndum og
iðjagrænum golfvöllum, hafi
tekið að sér hlutverk fíkniefna-
sala á meðan neytendurnir ganga
um Leifsstöð með bréfpoka yfir
hausnum af ótta við að þekkjast.
Fjölmiðlar taka svo þátt í vit-
leysunni og f lytja fréttir af frægum
sem sést hafa með ferðatösku á
Suðurnesjum. Ferðalangar eru
nafngreindir í fjölmiðlum eins
og þeir hafi gerst sekir um lög-
brot. Trítilóður múgurinn krefst
skýringa á ferðalögunum – eins og
honum komi þau eitthvað við.
Ferðaskömm
GERIÐ GÆÐA & VERÐSAMANBURÐ
NÝ NÁTTÚRULEG
HEILSUDÝNA
Á KYNNINGARVERÐI
MARGAR STÆRÐIR Í BOÐI
MIÐGARÐUR
KODDA OG
LÍN SPREY
MIKIÐ ÚRVAL AF
GÓÐUM ILMVÖRUM
UM FJÓRÐUNGUR LANDS-
MANNA SEFUR Á DÝNU
FRÁ SVEFN & HEILSU*
*Samkvæmt könnun
frá Gallup.
Góð
hvíld
10
0%
SV
EFN – 100% HEILSA
100%
SVEFN – 100%
HE
IL
SA
EITT MESTA ÚRVAL
LANDSINS AF
HEILSUDÝNUM
NÝTT
Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu
LISTHÚSINU LAUGARDAL s. 581 2233
BALDURSNESI 6, AKUREYRI s. 461 1150
UMBOÐSAÐILAR Húsgagnaval, Höfn í Hornafirði
og Bara snilld, Egilsstöðum | svefnogheilsa.isBALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK
af lesendum dagblaða*
á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 18–49 ára
lesa Fréttablaðið daglega.
Lesa bara FBL
Lesa bæði
FBL OG MBL
Lesa bara MBL
62,6%
11,6%
25,8%
88,4%
*Fréttablaðið og Morgunblaðið.
Heimild : Prentmiðlamæling Gallup okt. - des 2020
MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS