Fréttablaðið - 20.04.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 20.04.2021, Síða 8
Einn mánuður var í gær síðan eldgos hófst í Geld-ingadölum á Reykja-nessk aga . Frá upp -hafi hefur hraunf læði verið nokkuð stöðugt og nokkrir gígar opnast á undan- förnum vikum. Þannig er hver ferð að gossvæðinu einstök upplifun og engin ferð eins enda tekur svæðið sífellt breytingum. Í byrjun mars bentu gervitungla- myndir til kvikuinnskots nærri Fagradalsfjalli og að kveldi 19. mars hófst lítið krúttlegt gos sem þúsund- ir Íslendinga hafa skoðað. Hegðun margra vakti athygli út fyrir land- steinana en þeir sem ekki komust að gosstöðvunum létu sér nægja að horfa á gosið í beinni útsendingu. Þar vakti önnur hegðun athygli en merkilega margir höfðu þörf fyrir að veifa myndavélum RÚV. „Þetta er hægt og af llítið gos og að sumu leyti eins og það hafi verið búið til fyrir áhorfendur,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur á Fréttavaktinni á Hringbraut. „Eins og þetta er í dag þá geturðu farið upp á svæðið og í stúkusæti og horft á sjónarspil nátt- úrunnar,“ segir hann. Magnús Tumi bætti við að engin merki væru um að það væri að draga úr gosinu eða að því væri að ljúka. Á meðan streyma gosefnin upp úr iðrum jarðar og hraunið heldur áfram að renna um Geld- ingadali og niður í Meradali. benediktboas@frettabladid.is Síbreytilegt sjónarspil Mánuður er liðinn síðan eldbjarmi sást í fyrsta sinn á Reykjanesskaga. Stór hluti Íslendinga hefur lagt leið sína að gosstöðvunum til að berja sjónarspilið augum. Þá hafa ljósmyndarar Fréttablaðsins verið iðnir við að mynda náttúruöflin leika listir sínar. Ein af fyrstu myndunum sem birtist á frettabladid. is var þessi hér til vinstri sem sýnir bjarmann í bakgarði Bessastaða. Ljósmyndarar Fréttablaðsins hafa myndað sjónarspilið frá ýmsum vinklum frá því að það hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 0 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.