Fréttablaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 20
„Það má segja að dekkjaáhuginn hafi magnast með hjólreiðunum. Ég hef verið að vasast í ýmsu í gegnum tíðina. Ég er með meira- prófið og próf á nánasta hvaða tæki og tól sem eru með dekk eða belti. Það lærist fljótt hvar og hvenær góð dekk skipta máli. En þegar nándin við dekkin eru orðin jafn mikil og hún er á hjólinu þá fór ég alveg að pæla mun meira í dekkjum.“ Elín stundar hjólreiðar allan ársins hring og segir færð og veður sjaldan stoppa sig. Hún er því afar fróð um þær gerðir dekkja sem henta á mismunandi árstíma. „Stærsti munurinn á sumar- og vetrardekkjum á Íslandi eru lík- legast naglar. Vetrardekk eru yfir- leitt aðeins breiðari, með grófara mynstri sem kastar frá sér snjó og slabbi. Vetrardekkin eru mun þyngri en á móti sterkbyggðari og veita meira viðnám. Svo er það bara persónubundið hvort fólk fer í naglana eða ekki. Sjálf kýs ég að hjóla á vel negldum dekkjum á veturna og það er ansi mikil veisla þegar maður skiptir svo yfir í fis- léttu sumardekkin að vori til,“ segir hún. „Þar sem dekkin eru fyrsta og eina tengingin þín við undirlagið þá finnst mér frekar mikilvægt að vanda valið og hafa dekkin í lagi.“ Rétt dekk fyrir réttar aðstæður Elín nefnir nokkur atriði sem æski- legt er að hafa í huga áður en dekk eru valin. „Þegar maður velur dekk á hjól er gott að hafa í huga hvar þú ætlar að eyða mestum tíma á hjólinu þínu. Ef þú ætlar að vera í borginni á malbikuðum stígum þá henta mjó og slétt dekk vel þar sem þau rúlla vel. Ef þú ætlar að vera á blönduðum stígum væri gott að skoða sterkari og gripmeiri dekk,“ útskýrir hún. „Svo þegar þú ert komin út í fjallahjólreiðar þá flækist þetta enn meira. Þá er maður farin að pæla í ákveðnum mynstrum, kubbastærð, styrkleika, þyngd og fleiru. Vissulega er þetta komið á frekar nördalegt stig þegar maður er komin út í slíkar pælingar en höfuðreglan er bara að velja rétt dekk fyrir réttar aðstæður.“ Elín greinir frá því að hún skipti nokkuð reglulega um dekk á hjólunum sínum en ljóst er að það eru heilmikil vísindi að baki því hvaða dekk verða fyrir valinu hverju sinni. „Á götuhjólinu er ég með sterk æfingadekk sem þola hnjask og slitna síður en set svo keppnis- dekk undir þegar svo ber við. Það sama á við um fjallahjólin, þar er ég með uppáhaldsdekk sem ég nota við leik og æfingar en þegar ég fer að keppa vel ég dekk eftir gerð brautar. Sum dekk eru góð í sleipum klettum, önnur betri í blautri drullu og svo framvegis.“ Ertu með einhver markmið tengt hjólamennskunni? „Já, ég er með fjölmörg markmið en er ekki alveg tilbúin að deila þeim öllum með alheiminum. Þetta sumar fer ég í nýjan keppnis- galla og mun keppa undir merkj- um hjólreiðafélagsins Tinds. Ég stefni upp á við og ætla að gera enn betur næsta tímabil, halda áfram að hafa gaman og efla sportið.“ Það verður meira en nóg um að vera hjá Elínu í sumar. „Nú er ég bara á fullu að undirbúa mig fyrir fyrstu keppnir sumarsins en mótaskráin er vel pökkuð. Einnig er ég með nokkrar fjallahjólaferðir á hálendi Íslands í dagbókinni. Þess á milli mun ég njóta góðra stunda í faðmi fjölskyldu og vina og flakka um Ísland á ævintýrabíl fjölskyldunnar.“ Frá Íslandsmótinu í fjallabruni á Akureyri á grófum og þungum dekkjum. MYND/ÁRMANN HINRIK Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@ frettabladid.is Útivistar- og ævintýrakonan Elín Björg Björnsdóttir kynntist hjólreiðum af alvöru árið 2015 og þá varð ekki aftur snúið. Sam- hliða hjólamennskunni hefur Elín þróað með sér mikinn áhuga og þekkingu á dekkjum enda er fátt sem skiptir jafn miklu máli í hjólreiðunum og að vera með viðeigandi dekkjabúnað. „Ég er alin upp við í útivist og ævintýraferðamennsku og veit ekkert betra en að leika mér í nátt- úrunni, hvort sem það er að klifra upp fjöll, renna niður fjöll, sigla ár, kafa, surfa og nú síðast en ekki síst, hjóla,“ segir Elín, létt í bragði. „Auk þess hef ég alla mína tíð verið mikil íþróttamanneskja og æft fjöl- breyttar íþróttir af krafti.“ Hugljómun á Fjallabaki Elín rifjar upp áhrifamikið augna- blik sem markaði upphaf ástríðu sem ekki sér enn fyrir endann á. „Ég byrjaði að hjóla af einhverju viti árið 2015 þegar ég fór með vinkonum mínum í fjögurra daga fjallahjólaferð (sem er enn árleg) upp á Fjallabak. Ég þekkti svæðið vel en þegar ég hjólaði um það í fyrsta skipti var líkt og opnaðist ný vídd og ég sá heiminn í öðru ljósi. Ekki varð aftur snúið, ég bara elskaði að hjóla,“ segir hún. „Ég náði fljótt ágætis færni en ég er með smá bakgrunn úr mótor- sporti og held því fram að það hafi hjálpað til við beitingu og hraða á fjallahjólinu.“ Það var þó aðeins seinna sem ástríðan náði nýjum hæðum. „Það var svo haustið 2019 að ég var göbb- uð inn í heim götuhjólreiðanna. Þá fyrst fékk ég alvarlega dellu og líf mitt byrjaði alfarið að snúast í kringum hjól.“ Hvað er það sem heillar þig svona við hjólreiðar? „Ef ég ætti að lýsa hjólreiðum í einu orði þá væri það „frelsi“. Það að geta ferðast um fjöll og firnindi, borgir og bæi, ein eða í góðum hóp, fá loft í lungun, roða í kinnar, útrás og hugarró. Færð allt þetta og meira til í einum umhverfisvænum pakka. Ansi heillandi pakki,“ segir Elín brosandi. Er eitthvert ákveðið augnablik sem stendur upp úr? „Þegar ég lít til baka þá er það ekki endilega eitt eftirminnilegt augnablik. Vissulega eru margar virkilega góðar minningar, per- sónulegir og veraldlegir sigrar. Síð- asta sumar var mitt fyrsta keppn- issumar og það í heild sinni er núna mjög eftirminnilegt. En þegar öllu er á botninn hvolft er það lífið og lífsstílinn sem fylgdi hjólreiðunum sem hefur gefið mér mest.“ Hefurðu lent í háska? „Mér leiðist ekkert fara hratt og hraða fylgir ákveðin áhætta. Ég hef tvisvar sinnum slasað mig þannig að ég var úr leik í smá tíma. Brotnaði frekar illa í svissnesku ölpunum 2016, það tók smá toll en gréri nú allt á endanum.“ Meiri nánd við dekkin Elín var ekki ókunnug dekkjum áður en hjólamennskan kom til sögunnar en samhliða henni fór áhugi hennar á dekkjum vaxandi. Skipti nánast oftar um dekk en föt Elín Björg Björns- dóttir kolféll fyrir hjóla- mennskunni. Hún byrjaði að keppa síðasta sumar og tók þátt í fjölda keppna en í sumar mun hún keppa undir merkjum hjól- reiðafélagsins Tinds. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Elín í Þórs- mörk á „basic leikdekk jum“. MYND/MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR Léttari og fín dekk sem henta vel á klappir. MYND/MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR Dekkjaviðgerð í miðri Enduro- keppni 2020. MYND/SIMBI SÆVARS 4 kynningarblað 20. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGURSUMARDEKK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.