Fréttablaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 44
Guccio Gucci starfaði um tíma sem vika-piltur á Savoy-hótel-inu í London og lærði þar inn á þarfir og smekk ríka fólksins þegar kom að töskum og farangri. Hann nýtti þessa þekkingu sína þegar hann stofnaði Gucci í Flórens fyrir hundrað árum síðan. Verslunin sérhæfði sig í vönduðum og innflutt- um leðurtöskum og öðrum farangri. Í tilefni hundrað ára afmælis merkisins hefur verið ákveðið að tjalda öllu til. Heimsfaraldurinn f lækist þó fyrir, en sýning Gucci á línu sem gerð var í samstarfi við Balenciaga og listrænan stjórn- anda þess, Demna Gvasalia, var sýnd í streymi frá The Savoy Club á fimmtudag. Hugmynda smiðurinn að baki línunni er listrænn stjórn- andi Gucci, Alessandro Michele. Hann tekur snið, mynstur og pæl- ingar úr fyrri línum beggja merkja og tvinnar saman. Línan hefur vakið mikla athygli og lof, hún þykir frumleg og ná að sameina helstu kosti merkjanna.  Bæði tískuhúsin eru í eigu sömu samsteypu sem kallast Kering. Hún á fjöldann allan af tískuhúsum á borð við Yves Saint Laurent, Bottega Veneta og Alexander McQueen. Það er þá bara um að gera að krossa fingur og vonast eftir meira spenn- andi samstarfi á borð við þetta. steingerdur@frettabladid.is Kanónur sameina krafta sína Aless­ andro Michele sagðist hafa reynt að blanda saman ferskleika listræns stjónanda Bal­ enciaga, Demna Gvasalia, og þeim kynþokka sem einkenndi Gucci þegar það var undir stjórn Toms Ford. Þessi jakkaföt eru skírskotun í föt hönnuð af Tom Ford þegar hann var listrænn stjórn­ andi Gucci. Hundrað ár eru síðan ítalska tískumerkið Gucci var stofnað í Flórens af Guccio Gucci. Af því tilefni er komin út lína sem tvinnar saman snið, mynstur og pælingar úr fyrri línum tískuhúsanna Gucci og Balenciaga. Beisl­ in eru vísun í beisli sem eru á klassískum Gucci­ töskum. Þau komu í ýmsum stærðum og útgáfum á sýningunni. Klassíska mynstrið sem einkennir Gucci var mikið notað. MYNDIR/GETTY Samstarfið er hugarfóstur listræns stjórn­ anda Gucci, Aless­ andro Michele. Línunni var hrósað fyrir frumleika og fram­ sækni, í bland við klassísk snið og mynstur. Við munum vafalaust sjá þetta tösku­beisli víða á næstu misserum. Inn á milli fékk litagleðin að njóta sín. Hvítir kragar skreyttu margar flíkur. 2 0 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.