Fréttablaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 44
Guccio Gucci starfaði um tíma sem vika-piltur á Savoy-hótel-inu í London og lærði þar inn á þarfir og smekk ríka fólksins
þegar kom að töskum og farangri.
Hann nýtti þessa þekkingu sína
þegar hann stofnaði Gucci í Flórens
fyrir hundrað árum síðan. Verslunin
sérhæfði sig í vönduðum og innflutt-
um leðurtöskum og öðrum farangri.
Í tilefni hundrað ára afmælis
merkisins hefur verið ákveðið að
tjalda öllu til. Heimsfaraldurinn
f lækist þó fyrir, en sýning Gucci
á línu sem gerð var í samstarfi við
Balenciaga og listrænan stjórn-
anda þess, Demna Gvasalia, var
sýnd í streymi frá The Savoy Club á
fimmtudag. Hugmynda smiðurinn
að baki línunni er listrænn stjórn-
andi Gucci, Alessandro Michele.
Hann tekur snið, mynstur og pæl-
ingar úr fyrri línum beggja merkja
og tvinnar saman. Línan hefur
vakið mikla athygli og lof, hún
þykir frumleg og ná að sameina
helstu kosti merkjanna.
Bæði tískuhúsin eru í eigu sömu
samsteypu sem kallast Kering. Hún
á fjöldann allan af tískuhúsum á
borð við Yves Saint Laurent, Bottega
Veneta og Alexander McQueen.
Það er þá bara um að gera að krossa
fingur og vonast eftir meira spenn-
andi samstarfi á borð við þetta.
steingerdur@frettabladid.is
Kanónur sameina
krafta sína
Aless
andro Michele
sagðist hafa reynt að
blanda saman ferskleika
listræns stjónanda Bal
enciaga, Demna Gvasalia,
og þeim kynþokka sem
einkenndi Gucci þegar
það var undir stjórn
Toms Ford.
Þessi
jakkaföt
eru skírskotun í
föt hönnuð af Tom
Ford þegar hann var
listrænn stjórn
andi Gucci.
Hundrað ár eru síðan ítalska tískumerkið
Gucci var stofnað í Flórens af Guccio Gucci.
Af því tilefni er komin út lína sem tvinnar
saman snið, mynstur og pælingar úr fyrri
línum tískuhúsanna Gucci og Balenciaga.
Beisl
in eru vísun
í beisli sem eru á
klassískum Gucci
töskum. Þau komu
í ýmsum stærðum
og útgáfum á
sýningunni.
Klassíska
mynstrið sem
einkennir Gucci
var mikið notað.
MYNDIR/GETTY
Samstarfið
er hugarfóstur
listræns stjórn
anda Gucci, Aless
andro Michele.
Línunni
var hrósað fyrir
frumleika og fram
sækni, í bland við
klassísk snið og
mynstur.
Við
munum
vafalaust sjá
þetta töskubeisli
víða á næstu
misserum.
Inn
á milli fékk
litagleðin að
njóta sín. Hvítir
kragar skreyttu
margar flíkur.
2 0 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ