Fréttablaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 30
JEPPADEKK Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29 - 44”. KANNAÐU ÚRVALIÐ! VERSLUN.ARCTICTRUCKS.IS HJÓLBARÐAVE RKSTÆÐI Öll almenn de kkjaþjónusta á staðnum. Tímapantanir í síma 540 49 00. Þegar farið er að öllu með gát er gaman að njóta fegurðar landsins á vel útbúnum jeppa á góðum dekkjum. 6 kynningarblað 20. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGURSUMARDEKK Þegar ekið er um hálendið á sumrin þarf að fara að öllu með gát. Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur úti síðunni safetravel.is þar sem er að finna upplýsingar um það sem ber að hafa í huga í ökuferðum um hálendið. Á vefsíðunni safetravel.is segir eftirfarandi um akstur á hálend- inu: ■ Byrjaðu á því að kynna þér hvort búið sé að opna það svæði sem þú ætlar að ferðast um. ■ Kynntu þér vel svæðið sem ferðast á um, til dæmis hjá Safe­ travel, upplýsingamiðstöðvum á svæðinu, landvörðum og skálavörðum. ■ Vertu viss um að þú hafir þá þekkingu og reynslu sem þarf til aksturs á hálendinu. ■ Fólksbílar eiga ekkert erindi á hálendið, undantekningar­ laust þarf fjórhjóladrifna bíla og sumar leiðir eru einungis fyrir stærri og breytta bíla. ■ Bílar eru alltaf ótryggðir þegar ekið er yfir ár.* Á safetravel.is er að finna nánari upplýsingar um það sem þarf að hafa í huga þegar ekið er yfir ár. Þar er einnig að finna ýmsa lista yfir búnað sem mikilvægt er að hafa meðferðis í hvers konar ferðir, til dæmis jeppaferðir á sumrin. Auk fatnaðar, nestis, landakorts, síma og f leiri gagn- legra tækja er á listanum ýmislegt sem þarf að hafa með í för til að gera akstur á hálendinu öruggari. Þar má nefna: ■ Dekkjaviðgerðasett ■ Startkapla ■ Skóflu ■ Teygjuspotta ■ Tjakk ■ Varadekk ■ Sjúkrabúnað ■ Verkfærasett ■ Viftureim ■ Vöðlur ■ Kastlínu ■ Járnkarl Fyrir lengri ferðir er einnig ráðlagt að hafa með í för: ■ Eldsneytis­ og olíusíur ■ Hosuklemmur ■ Mótorolíu ■ Strigateip ■ Auka eldsneyti Áður en lagt er af stað er mikil- vægt að yfirfara bílinn. Það er gott að athuga eftirfarandi: ■ Olíuna á vélinni ■ Loftþrýsting í dekkjum ■ GPS­tæki og kunnáttu á það ■ Fjarskiptatæki ■ Loftdælu og slöngu ■ Hvort nægjanlegt eldsneyti sé á bílnum ■ Smurbókina ■ Sjúkrabúnað og slökkvitæki Þegar farið er að öllu með gát er gaman að njóta fegurðar landsins á hálendinu á vel útbúnum jeppa á góðum dekkjum. Fyrir lengri ferðir er mikilvægt að skilja eftir ferða- áætlun hjá einhverjum sem getur brugðist við ef þess þarf. Á slóðinni safetravel.is/ferdaaaetlun er hægt að skilja eftir upplýsingar sem nýtast Slysavarnafélaginu ef hefja þarf leit ef eitthvað kemur upp á. *Birt með leyfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Nánari upplýsingar á safetravel.is Öruggar jeppaferðir í sumar Í fjallaferðum er alveg bráðnauðsynlegt að vera vel undirbúinn og á góðum dekkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.