Fréttablaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 11
Fyrir fáum vikum var ung kona myrt af ókunnugum manni í London og líki hennar hent út
í skóg þar sem það fannst nokkru
síðar. Hún hafði verið á leiðinni
heim til sín að kvöldlagi þegar mað-
urinn réðist að henni. Í kjölfarið
var vakin athygli á því á samfélags-
miðlum og í fjölmiðlum að konur
eru alltaf varar um sig þegar þær
eru á gangi í borgum um kvöld og
leiðbeiningum beint til karlmanna
um hvernig þeir ættu að haga sér til
að konum finnist þeim ekki vera
ógnað af veru þeirra nálægt sér.
Vonandi hafa sem flestir okkar séð
þessar leiðbeiningar.
Það stakk í hjartastað að heyra að
f lestallar konur könnuðust við þá
óttatilfinningu og varnarhegðun
sem þær hafa þurft að tileinka sér
í gegnum tíðina til að vernda sig frá
áreitni eða árásum, hegðun eins og
að stinga síða hárinu í hálsmálið á
peysunni til að þykjast vera strák-
ur, þykjast vera að tala í símann,
skrifa niður bílnúmer leigubílsins
sem þær eru að fara upp í og senda
nánum vinum af ótta við að skila sér
ekki heim. En það sem flestar konur
könnuðust helst við var að senda
hver annarri skilaboðin „sendu mér
skilaboð þegar þú ert komin heim“.
Þetta er eitthvað sem við karlmenn
höfum ekki þurft að búa við.
Við Íslendingar erum stolt af
því að hafa verið í meira en áratug
á toppi Global Gender Gap Index
listans sem World Economic Forum
gefur út. Það þýðir að ýmislegt hefur
áunnist í jafnréttisbaráttunni hér
á landi og er í betra horfi en víða
annars staðar. Hins vegar er stað-
reyndin sú að of beldi gegn konum
á sér stað í ríkum mæli hér á landi.
Þetta hefur verið kallað „norræna
þversögnin“. Að í hinum jafnréttis-
sinnuðu samfélögum Norðurlanda,
sé of beldi gegn konum jafn útbreitt
og raun ber vitni og réttarkerfið jafn
illa í stakk búið til að taka á því.
Og of beldið er sjaldnast eins og
það sem lýst er hér í upphafi, að
kona sé myrt af ókunnugum manni,
þó að það atvik hafi hrundið af
stað bylgju vitundarvakningar um
of beldi gagnvart konum almennt. Í
langflestum tilvikum fer of beldið
fram innan veggja heimilisins og
í skjóli náins sambands karls og
konu. Samkvæmt lögreglunni á
höfuð borgarsvæðinu komu tvö
heimilisof beldismál að jafnaði upp
á dag árið 2019 – og það eru bara þau
sem skráð eru af lögreglu. Ljóst er
líka að heimilisof beldi hefur aukist
marktækt á meðan á COVID-far-
aldrinum hefur staðið, hér á landi
sem annars staðar. Í langf lestum
tilvikum eru gerendur karlar og
brotaþolar konur.
Heimilisof beldi er vissulega
ólöglegt hér á landi, en ljóst er af
rannsóknum að fá mál af því tagi
hljóta meðferð innan réttarkerfis-
ins. Einnig er víst að margar konur
skirrast við að standa í því, stund-
um áralanga, ferli sem réttarkerfið
setur þær í til að ná fram dómi yfir
of beldismanninum, því mörgum
þeirra kann að finnast að það sé
einfaldlega framlenging á ofbeldinu
og eins kann hið nána samband við
brotamanninn að flækja málin.
En þarna kemur að hlutverki
okkar karla, því það er of beldis-
menningin sjálf sem við þurfum að
uppræta innan frá. Svo ég tali út frá
eigin reynsluheimi, sem ég held að
hafi ekki verið stórkostlegt frávik
frá reynsluheimi annarra stráka af
minni kynslóð, þá ólumst við flestir
upp við þá hugmynd að yfirburðir í
líkamlegum átökum væru jákvæðir
eiginleikar. Að vera „sterkur“. Alla
bernsku mína lifði ég með vitn-
eskjunni um yfirvofandi líkamleg
átök við aðra stráka og ófá voru
slagsmálin á skólalóðinni þar sem
hengingartaki var beitt þar til sá
sem varð undir „gafst upp“, svona
rétt áður en hann missti meðvit-
und. Þetta var bara hluti af því að
alast upp sem strákur. Þetta voru
kennslustundir í hinni eitruðu
karlmennsku.
Mikið starf hefur verið unnið
í skólum landsins til að vinna
gegn einelti og öðrum birtingar-
myndum of beldis undanfarin ár
og slagsmálin sem ég upplifði sem
barn eru vonandi fátíðari nú en
þau voru þá. Það er vel ef svo er,
en betur má ef duga skal. Eitt sem
hefur sannarlega ekki breyst er
of beldisdýrkunin sem er úti um
allt. Í kvikmyndum, sjónvarps-
þáttum, tölvuleikjum, samfélags-
miðlum og jafnvel íþróttum. Við
sem samfélag gerum því miður of
lítið af því að koma þeim skila-
boðum á framfæri að líkamlegt
of beldi er aldrei í lagi.
Það verkefni að útrýma of beldi
er risavaxið og krefst mikilla
menningarlegra umskipta. En það
er nauðsynlegt. Beiting of beldis
í nánum samböndum er nátengt
hugmynd feðraveldisins um yfir-
burði og yfirráð karlsins og þrífst
í skjóli líkamlegra og oft á tíðum
efnahagslegra yf irburða hans.
Sumir karlmenn gera sér jafn-
vel ekki grein fyrir að þeir séu að
beita of beldi í sínu nána sambandi,
því líkamlegt of beldi á sér jafnan
aðdraganda kúgunar, hótana, gas-
lýsingar og misréttis. Það brýst
kannski aldrei út í barsmíðum, en
er of beldi engu að síður.
Við karlmenn þurfum að eiga í
markvissu samtali um birtingar-
myndir of beldis gagnvart konum.
Við þurfum líka að tileinka okkur
hegðun þar sem við stígum ekki
yfir óþægindamörk kvenna, því
þegar það er gert er það hótun um
beitingu of beldis. En mikilvægast
er auðvitað að beita aldrei of beldi.
Það er hinn sanni styrkur.
Höfundur hefur starfað að jafn-
réttismálum, meðal annars á vett-
vangi NATO í Afganistan og skipar
4. sæti á lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík norður.
Sendu mér skilaboð þegar þú ert komin heim
Magnús Árni
Skjöld
stjórnmála-
fræðingur
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
LÍFRÆN VOTTUN
Fréttablaðið vinnur í samstarfi við Vott narstofuna Tún
að sérblaði. Blaðið mun innihalda alls kyns fróðleik um
lífrænar afurðir, ásamt viðtölum og umfjöllunum.
Blaðið kemur út 30. apríl nk.
Vertu viss um að tryggja þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna blaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is
Síðustu daga hafa birst greinar í fjölmiðlum sem benda réttilega á að ákveðið hlutfall aldraðs
fólks sé beitt of beldi heima hjá sér
eða á hjúkrunarheimilum. Eins og
höfundar benda á er mikilvægt að
hefja umræður um þetta mál í við-
leitni til að koma í veg fyrir of beldi.
Minna hefur borið á umræðu
um of beldi sem starfsfólk í öllum
starfsstéttum á heilbrigðisstofn-
unum verður fyrir. Hjúkrunar-
fræðingar og starfsfólk sem vinnur
undir þeirra stjórn eru á meðal
starfsstétta um allan heim sem oft-
ast verða fyrir of beldi á vinnustað
(e. workplace violence). Rannsóknir
sýna að allt að 100% hjúkrunar-
fræðinga á bráðadeildum, geðdeild-
um og hjúkrunarheimilum verða
fyrir munnlegu of beldi á starfsferli
sínum og allt að 80% fyrir líkam-
legu ofbeldi. Í óbirtri rannsókn sem
gerð var á geðsviði Landspítala 2019
sögðust 23,5% starfsmanna hafa
orðið fyrir líkamlegu of beldi síð-
ustu 12 mánuði, 60,4% fyrir munn-
legu of beldi og 18,9% fyrir kyn-
ferðislegu of beldi. Algengast var að
sjúklingar væru gerendur of beldis.
Gestir á deildum áttu líka sinn hlut
að of beldinu og starfsfólk sinn hlut
í kynferðislegu of beldi. Það er þó
mikilvægt að taka fram áður en
lengra er haldið að langflestir þeirra
sem dvelja á heilbrigðisstofnunum
sýna ekki of beldi.
Skipta má orsökum ofbeldis fólks
sem dvelur á heilbrigðisstofnunum
eða leitar sér hjálpar á bráðaþjón-
ustu- og göngudeildum gagnvart
starfsfólki í þrjá flokka: 1. Fólk upp-
lifir mótlæti, þolir það illa og bregst
við með of beldi (t.d. þegar því
finnst ekki vera komið til móts við
þarfir sínar). 2. Of beldi er hluti af
lífsstíl sem sumt fólk hefur tileink-
að sér og beitir þegar því finnst að
gengið á rétt sinn. 3. Ofbeldi tengist
sjúkdómnum. Þannig geta atvik þar
sem ofbeldi á sér stað litið eins út og
afleiðingarnar verið þær sömu þó
orsakirnar séu ólíkar. Í rannsókn
sem gerð var fyrir nokkrum árum
á geðsviði Landspítala kom fram
að algengasti aðdragandi að því að
halda þurfti sjúklingum kyrrum
með handafli að meðaltali í 10 mín-
útur var að sjúklingar höfðu ráðist á
starfsfólk.
Þó afleiðingar of beldis séu oftast
vægar hafa þær yfirleitt einhver
áhrif á þau sem verða fyrir of beldi
eða þau sem verða vitni að of beldi
(starfsfólk og aðrir sjúklingar). Hér
er um atriði að ræða eins og líkam-
legur sársauki, líkamlegur áverki,
hræðsla og kvíði, svefntruf lanir,
depurð og tímabundin fjarvera
úr starfi. Sumir þurfa að leita sér
lækninga eða sálræns stuðnings og
þá er þekkt að starfsfólk skipti um
starf eða starfsvettvang eftir að hafa
orðið fyrir of beldi.
Rannsóknir sýna að þegar sjúkl-
ingur sýnir árásargjarna og ógnandi
hegðun er fyrsta úrræði starfsfólks
að tala við hann og reyna að fá hann
til að láta af hegðun sinni. Ef það tekst
ekki er honum boðið lyf. Ef hann
þiggur það ekki og heldur áfram
óbreyttri hegðun sem að mati starfs-
fólks getur þróast í enn alvarlegri
hegðun eins og t.d. líkamlegt ofbeldi,
er oft gripið til nauðungaraðgerða
eins og að flytja sjúklinginn gegn
eigin vilja yfir á annað svæði, hann
látinn dvelja tímabundið (t.d. 30
mín.) í herbergi eða öðru afmörkuðu
svæði og gefið lyf gegn vilja sjúklings.
Með góðri vissu má fullyrða að tengsl
eru á milli ofbeldis sjúklinga gagn-
vart starfsfólki og öðrum sjúklingum
og nauðungaraðgerðum.
Fjöldi rannsókna hefur verið
gerður um reynslu sjúklinga og
starfsfólks af of beldi og nauðung-
araðgerðum. Þær hafa aukið þekk-
ingu starfsfólks og aukið viðleitni
til að draga úr of beldi og um leið
nauðungaraðgerðum, oft með
góðum árangri. Sumir hafa gengið
svo langt að krefjast þess að öllum
nauðungaraðgerðum á heilbrigðis-
stofnunum verði útrýmt og þær
séu ekkert annað en of beldi. Aðrir
telja að mikilvægt sé að draga úr
nauðungaraðgerðum, þeim skuli
aðeins beitt í neyð en að óraun-
hæft sé að útrýma þeim alveg. Í
nýlegri rannsókn þar sem talað var
við einstaklinga á geðsviði Land-
spítala sem höfðu verið beittir ein-
hvers konar nauðungaraðgerðum
sögðust allir vera á þeirri skoðun
eftir að hafa horft upp á hegðun
sumra samsjúklinga sinna að ekki
yrði hægt að útrýma nauðungarað-
gerðum. Þeim fannst hins vegar
nauðungarinnlögn þeirra sjálfra
ónauðsynleg og ósanngjörn.
Það er mikilvægt að ræða
of beldi gagvart starfsfólki á heil-
brigðisstofnunum af hreinskilni,
málefnalega og fordómalaust. Þar
verður fyrst og fremst að ríkja við-
horfið „aðgát skal höfð í nærveru
sálar“.
Ofbeldi gagnvart starfsfólki á heilbrigðisstofnunum
Jón Snorrason
geðhjúkrunar-
fræðingur
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 2 0 . A P R Í L 2 0 2 1