Fréttablaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 19
Klettur rekur fjögur dekkja-
verkstæði á höfuðborgarsvæð-
inu þar sem fyrirtæki, stofnanir
og einstaklingar geta fengið
góða og persónulega þjónustu.
Þar er boðið upp á fjölbreytt
úrval af dekkjum á breiðu verð-
bili.
Klettur er leiðandi í sölu og þjón
ustu fyrir breiða línu alls kyns bif
reiða og véla, en fyrirtækið selur
líka ýmsan hliðarbúnað og fylgi
hluti frá þekktum vörumerkjum.
Klettur rekur verkstæði, smurstöð
og f leira í Klettagörðum og er með
dekkjaverkstæði á fjórum stöðum
á höfuðborgarsvæðinu þar sem
boðið er upp á góða og persónu
lega þjónustu.
Persónuleg þjónusta
„Hér hjá Kletti leggjum við okkur
fram um að bjóða upp á mjög góða
þjónustu og við viljum hafa þetta á
persónulegu nótunum. Við gerum
allt sem við getum fyrir kúnnann,“
segir Jóhann Thorleifsson, stöðvar
stjóri á nýjasta verkstæði Kletts,
sem er staðsett á Lynghálsi. „Við
þjónustum alla, bæði fyrirtæki,
stofnanir og einstaklinga.
Við erum með ýmsa fastakúnna
en þeir sem koma af götunni fá
sömu gæðaþjónustu og þeir sem
eru á samningi,“ segir Jóhann. „Við
gerum líka alltaf okkar besta til að
redda fólki úr vandræðum og vera
lausnamiðaðir. Ef einhver er til
dæmis að fara eitthvað á haustin
en þarf dekkjaskipti fyrst reynum
við að koma viðkomandi að, jafn
vel þó að það sé fullbókað.
Við vorum að opna hér á Lyng
hálsi núna í október og erum enn
að koma okkur á kortið en það
gengur vel. Það er mikið af fyrir
tækjum hér í kring sem versla við
okkur,“ segir Jóhann.
Dekk á breiðu verðbili
„Við bjóðum upp á gríðarlegt úrval
af endingargóðum dekkjum frá
fjölbreyttum framleiðendum á
mjög breiðu verðbili. Við erum
meðal annars með dekk frá Good
year, Nexen, Sava og Hankook,
þannig að við bjóðum bæði upp á
þau allra fínustu og líka mjög góð
ódýrari dekk fyrir þá sem hafa
minna á milli handanna,“ segir
Jóhann. „Þannig að það ættu allir
að finna eitthvað við sitt hæfi, en
það er hægt að skoða allt úrvalið á
heimasíðunni okkar.
Við bjóðum líka upp á dekkja
hótel fyrir okkar viðskiptavini,
þannig að þeir sem vilja geta
geymt dekkin sín hjá okkur gegn
vægu gjaldi,“ útskýrir Jóhann. „Þá
er mjög þægilegt að panta bara
tíma í dekkjaskipti og þá verða
dekkin til reiðu þegar þú kemur.
Þannig sleppur fólk við að burðast
með þau niður í geymslu eða þurfa
að finna einhvern annan stað fyrir
þau.“
Nánari upplýsingar má finna á
klettur.is.
Dekk á verði sem hentar öllum
Jóhann Thorleifsson er stöðvarstjóri á nýjasta verkstæði Kletts, sem er staðsett á Lynghálsi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hjá Kletti
er áhersla á
mjög góða og
persónulegu
þjónustu.
Klettur býður
upp á gríðar-
legt úrval af
endingargóðum
dekkjum frá
fjölbreyttum
framleiðendum
á mjög breiðu
verðbili.
Við erum með
ýmsa fastakúnna
en þeir sem koma af
götunni fá sömu gæða-
þjónustu og þeir sem
eru á samningi. Við
gerum líka alltaf okkar
besta til að redda fólki úr
vandræðum og vera
lausnamiðaðir.
Hjá Sólningu sinna reyndir
starfsmenn hjólbarðaþjón-
ustu. Þar er fjölbreytt úrval af
dekkjum í öllum verð- og gæða-
flokkum og boðið er upp á alls
kyns auka þjónustu fyrir bílinn.
Á Smiðjuvegi er líka boðið upp á
stafræna biðröð.
Sólning býður upp á fyrsta flokks
hjólbarðaþjónustu með full
komnum tækjabúnaði og rekur
dekkjaverkstæði á fjórum stöðum;
á Smiðjuvegi 34 í Kópavogi, í
Skútuvogi 2 í Reykjavík, í Hjalla
hrauni 4 í Hafnarfirði og á Fitja
braut í Njarðvík.
„Síðustu daga hefur verið heil
mikið að gera vegna dekkjaskipta
landans og til að mæta eftirspurn
inni tvöföldum við starfsmanna
fjölda okkar þessa dagana,“ segir
Aron Elfar Jónsson, framkvæmda
stjóri Sólningar. „Sólning er með
gríðarlega reynslumikla starfs
menn í þessum bransa sem hafa
flestir starfað í þessu fagi í áraraðir
og við leggjum áherslu á vönduð
vinnubrögð.“
Allar gerðir dekkja
„Við eigum fjöldann allan af
dekkjum undir alla bíla í góðum
gæðum og á mjög flottum
verðum,“ segir Aron. „Við bjóðum
meðal annars upp á Hankook
dekk, sem hafa verið í gríðarlegri
þróun síðustu ár, en þau hafa verið
að keppa við flottustu merkin,
þrátt fyrir það að vera áberandi
ódýrari. Einnig erum við með
Nexen dekk, sem voru upphaflega
hönnuð fyrir Porsche bifreiðar.
Það eru gríðarlega flott dekk sem
eru líka á góðum verðum.
Nýlega fórum við svo að bjóða
upp á amerísk dekk frá Goodyear,
sem er það allra flottasta á mark
aðnum í dag,“ segir Aron. „En við
bjóðum líka upp á fjöldann allan
af ódýrari kostum í dekkjum.“
Stafræn röð á netinu
„Við höfum lagt upp með það að
sleppa því að hafa tímapantanir,
þar sem flestir okkar kúnnar vilja
komast að samdægurs,“ segir Aron.
„Á Smiðjuveginum erum við með
númerakerfi sem við vörpum inn á
heimasíðuna okkar, solning.is. Þú
þarft að koma til okkar og sækja
þér númer í röðina en svo geturðu
skotist frá ef þú þarft eitthvað að
stússast og getur einfaldlega fylgst
með stöðunni á röðinni í sím
anum. Á hinum stöðunum erum
við svo einfaldlega með klassískar
biðraðir.
Við pössum rosa vel að fylgja
öllum fyrirmælum sóttvarnalækn
is á öllum okkar verkstæðum og
höfum sett upp gler fyrir framan
starfsmenn í afgreiðslum og erum
að sjálfsögðu með spritt við posa
og aðra snertifleti,“ útskýrir Aron.
Fjölbreytt þjónusta
Sólning býður upp á ýmsa auka
þjónustu fyrir utan dekkjaskiptin.
„Dekkjageymsla eða dekkja
hótel er einnig hluti af okkar
þjónustu og við bjóðum fólki upp á
að geyma dekkin hjá okkur á milli
dekkjaskipta,“ segir Aron.
„Svo höfum við einnig til taks
fullkomna hjólastillingarbekki
á verkstæðum okkar á höfuð
borgarsvæðinu. Rétt hjólastilling
skiptir sköpum til að auðvelda
ökumönnum stjórn á ökutækinu
og hámarka jafnvægi bílsins við
hemlun,“ útskýrir Aron. „Hún
eykur einnig líftíma hjólbarðanna,
dregur úr eldsneytiseyðslu og gerir
aksturinn þægilegri. Hjólastilling
borgar sig upp á afar skömmum
tíma í dekkjasliti og eldsneytis
eyðslu bílsins.
Við höfum líka verið með smá
viðgerðir á bílum á milli dekkja
tarna og þá getum við lagað allt í
hjólabúnaði bílsins,“ segir Aron.
„Síðast en ekki síst tökum við
líka að okkur hefðbundna smur
þjónustu.
Við hvetjum fólk til þess að hafa
samband við okkur í síma, tölvu
pósti eða á samfélagsmiðlum, við
erum hér til að aðstoða með allt
sem tengist bílnum þínum,“ segir
Aron að lokum.
Hægt er að hafa samband við
Sólningu í síma 544 5000, í gegn-
um netfangið solning@solning.is, í
í gegnum vefsíðuna solning.is og á
samfélagsmiðlum.
Aðstoð með allt sem tengist bílnum
Aron Elfar Jónsson, framkvæmdastjóri Sólningar, segir að þar sé lögð áhersla á vönduð vinnubrögð og starfs-
mannafjöldinn sé tvöfaldaður þessa dagana til að mæta eftirspurninni eftir dekkjaskiptum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sólning er með fjöldann allan af
dekkjum undir alla bíla í góðum
gæðum og á mjög góðum verðum.
Þar er bæði hægt að fá dekk í ódýr-
ari kantinum og það allra flottasta á
markaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sólning er með
gríðarlega reynslu-
mikla starfsmenn í
þessum bransa sem hafa
flestir starfað í þessu fagi
í áraraðir.
kynningarblað 3ÞRIÐJUDAGUR 20. apríl 2021 SUMARDEKK