Börn og menning - 2016, Side 3

Börn og menning - 2016, Side 3
Glöggir barnabókaunnendur hafa væntanlega tekið eftir því að óvenjumargar óvættir rak á land í síðasta jólabókaflóði. Allt frá mannætuskrímslum utan úr geimnum til forneskjulegra skoffína birtist okkur ljóslifandi á bókarsíðum og hafa ófreskjurnar væntanlega hrætt líf- tóruna úr einhverjum lesendum. Merkilegt nokk virðu- mst við fullorðna fólkið þó yfirleitt mun viðkvæmara fyrir hvers konar hryllingi í barnabókum en börnin sjálf sem njóta þess gjarnan að finna spennuþrunginn hrollinn hríslast niður bakið þegar þau lesa. Á meðan mömmur og pabbar velta bókum milli handa og spyrja sig hvort hægt sé að bjóða krökkunum upp á slíkan óhugnað eru litlir lestrarhestar fljótir að gleypa hann í sig. Hryllingur í barnabókum hefur aukist í jöfnu hlut- falli við vinsældir fantasíunnar og óvættum og illum verum um leið fjölgað jafnt og þétt. Við hjá Börnum og menningu ákváðum að fara á stúfana og skoða þessar ófreskjur barnabókanna nánar. Í þessu vorhefti blaðsins er því að finna alls kyns ófrýnilegar skepnur. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir skrifar áhugaverða grein um fornar hræðsluvættir úr íslenskri þjóðtrú. Hún beinir sjónum sínum að upp- eldislegu hlutverki ófreskjunnar en auk þess fjallar hún um hvernig ákveðnar óvættir hafa verið endurskapað- ar í máli og myndum í barnabókum síðari ára. Helga Birgis dóttir skrifar hins vegar um skrímsli í mynda- bókum fyrir yngstu börnin. Hún lítur sérstaklega til bókanna Einar Áskell og ófreskjan og Skrímslið litla systir mín og skoðar hvernig ófreskjur geta stundum verið hentug leið fyrir barnshugann til að takast á við ótta og vinna úr erfiðum tilfinningum. Myndasagan Hin fjögur fræknu og vofan er viðfangsefni Ármanns Jakobs- sonar í skemmtilegri grein þar sem vofan reynist á end- anum hafa allt annan og ver- aldlegri tilgang en að ásækja mannfólkið. Að lokum skrifar Elín Björk Jóhannsdóttir um skrímslaúrval Hrollsbókanna. Bókaflokkurinn, sem ber heitið Goosebumps á frummál- inu, hefur um árabil notið gríðarlegra vinsælda víða um heim og selst í milljónum eintaka – sem segir okkur væntanlega sitthvað um hve sólgin börn eru í hryllings- sögur. Í umfjöllun okkar um nýlegar bækur og leiksýningar kennir svo ýmissa grasa – og jafnvel leynast þar líka ein- hverjar óvættir. Ég vil svo vekja sérstaka athygli á að í IBBY fréttum segir Guðlaug Richter, fyrrum stjórnar- kona í IBBY, frá afar áhugaverðri sögu samtakanna en uppruna þeirra má rekja til síðari heimsstyrjaldarinnar og djúprar sannfæringar þýskrar konu af Gyðingaætt- um um að leiðin til betri heims væri vörðuð vönduðum barnabókum. Eins og dyggir aðdáendur Barna og menningar hafa sjálfsagt áttað sig á kemur blaðið nú út með breyttu sniði. Við fengum hana Margréti E. Laxness, hönnuð og myndskreyti, með okkur í dálitla vorhreingerningu og hefur hún af mikilli eljusemi raðað hér öllu upp á nýtt, hreinsað út úr hornum, pússað og fægt. Við von- um að lesendur kunni vel við sig í þessu nýja umhverfi. Fyrir hönd ritnefndar og stjórnar IBBY á Íslandi óska ég ykkur gleðilegs sumars og góðra lestrarstunda í sólinni. Okkur grunar þó að þeir sem setjist með vor- heftið út undir húsvegg losni ekki við hrollinn – jafnvel í rjómablíðu! Guðrún Lára Pétursdóttir Frá ritstjóra Í þessu vorhefti blaðsins er því að finna alls kyns ófrýnilegar skepnur.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.