Börn og menning - 2016, Qupperneq 4
Fjögra ára telpa í leikskóla bað um að fá að hlusta á
Pétur og úlfinn. Hún hlustaði á söguna og tónverk-
ið með leikskólakennaranum sínum og nokkrum
öðrum börnum á deildinni. Þau sátu saman á sögu-
teppinu og á meðan á flutningnum stóð leyndi sér
ekki að hún var spennt og svolítið hrædd. Hún dró
að sér fæturna, vafði handleggjunum um þá og réri
fram og aftur. Á eftir sagði hún svo við leikskóla-
kennarann: „Mér finnst svo gaman að vera svona
hrædd!“
Börn njóta þess að upplifa spennu og að verða hrædd
í öruggum aðstæðum. Það er mikill munur á því eða
þeirri hræðslu og angist sem skapast við raunverulegar
aðstæður, til dæmis í slysum og náttúruhamförum, við
ofbeldi eða í stríði. Sama á við um hræðslu sem full-
orðnir framkölluðu hjá börnum fyrr á tíð með hótun-
um um að tilteknar hræðsluvættir kæmu og tækju þau,
misþyrmdu þeim og jafnvel ætu, ef þau hegðuðu sér
ekki eins og fullorðna fólkið vildi.
Hræðsluáróður í barnauppeldi
Í bók sinni Íslenskt vættatal (2010) segir Árni Björnsson
að vættir séu verur af yfirnáttúrulegum toga, óháðar
mönnum, til dæmis tröll, álfar og sæbúar. Hann flokkar
líka drauga með vættum, þótt hann bendi á að deila
megi um hve yfirnáttúrulegir þeir séu (bls. 22). Sumar
vættir voru hollvættir en aðrar voru hættulegar, það er
meinvættir og óvinveittar mönnum og því rík ástæða
til að óttast þær. Meinvættir gegndu í einhverjum mæli
því hlutverki í uppeldi barna fyrr á tíð að hræða þau til
hlýðni eða til þess að halda þeim frá hættulegum stöð-
um í umhverfi heimilisins þar sem þau gátu farið sér
að voða. Til að hræða börn til hlýðni voru mest not-
aðar vættir af tröllakyni sem sagðar voru sólgnar í börn
og átu þau eða misþyrmdu þeim. Þar má nefna Grýlu
og Bola, Kuldabola og Ókindina. Þekkt efni í þessum
flokki er mest vísur og kvæði.
Eðli slíkra hræðsluvætta er takmarkalaus illska. Þær
eru óhamdar, siðlausar og dýrslegar. Þær eru sagðar
nema börn á brott og misþyrma þeim, jafnvel fyrir
engar sakir eins og segir í kvæðinu um Ókindina sem
er, fyrir utan Grýlu, ein voðalegasta íslenska barnafælan
sem um getur:
Ókindarkvæði
Það var barn í dalnum,
sem datt ofan í gat,
en þar fyrir neðan
Ókindin sat.
En þar fyrir neðan
sat Ókindin ljót.
„Mér finnst svo gaman að vera
svona hrædd!“
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir