Börn og menning - 2016, Qupperneq 17
17Hver er hræddur við drauga? Ekki hin fjögur fræknu!
unum um þau. Um flokkinn gildir það sama og ýmsar
framhaldssögur: með tíð og tíma verða þær endurtekn-
ingasamar og mesta ást hefur lesandinn á þeim bókum
sem hann las fyrst.
Höfundar Hinna fjögurra fræknu voru Frakkinn Ge-
orges Chaulet (1931-2012) og Belginn François Craen-
hals (1926-2004). Í upphafi hafði Chaulet samið sex
unglingabækur um hin fjögur fræknu sem út komu
1957–1962 en síðan hugkvæmdist honum að færa
sig yfir í teiknimyndasagnaformið og hóf samstarf við
Craenhals. Alls urðu teiknimyndasögurnar um hin
fjögur fræknu (Les 4 As á frummálinu) fleiri en 40, frá
1964 til 2007. Craenhals vann samhliða þeim að öðr-
um myndasögum sem hann samdi sjálfur og Chaulet
hélt áfram að skrifa textabækur sem nutu ekki síðri vin-
sælda í heimalandinu en Hin fjögur fræknu, þar á meðal
mikinn sagnaflokk um Fantômette, alls 52 bækur, sem
stundum er talin fyrsta kvenkyns ofurhetjan í frönskum
bókmenntum.
Hin fjögur fræknu eru fjögur ungmenni sem virð-
ast lifa alveg óháð fullorðnum eða forráðamönnum.
Þau eru fullkomnar staðalmyndir og var ætlað að gera
grín að algengum manngerðum í afþreyingarbókum
ætluðum unglingum á eftirstríðsárunum. Fremstur fer
hetjan Lastik sem er dæmigerður franskur gaur (mec á
frönsku), dökkur yfirlitum, íþróttamannslega vaxinn og
grannur. Honum svipar svolítið til kvikmyndastjörn-
unnar Alain Delon sem var mjög áberandi um það leyti
sem hin fjögur fræknu urðu til í myndheimum.
Aðeins ein stúlka er í hópnum, Dína, og er hún
afar upptekin af útlitinu, fötum og öðrum „kvenleg-
um áhugamálum“. Milli þeirra Lastiks er fremur væg
kynferðisleg spenna sem iðulega kemur fram í kíti milli
þeirra. Ef sögurnar væru ekki uppfullar af kímni og
íróníu mætti velta fyrir sér hvers konar fyrirmynd Dína
er en sannarlega skortir hana hvorki styrk né áræði á
stundu neyðar.
Með þeim eru svo Doktor eða Doksi, dæmigerður
bókabéus, og Búffi eða Buffi, feitlaginn holdgerving-
ur matgræðginnar sem lifir fyrir að borða. Doksi var
líklega góð fyrirmynd fyrir börn sem lifðu fyrir bæk-
ur. Hann er nokkuð kotroskinn, húmor hans stundum
fullorðinslegur og skrítinn, og honum hættir til að setja
á langar tölur sem hinir félagarnir leiða hjá sér. Ef Doksi
er þannig eins konar fulltrúi súperegósins fær ídið útrás
í Búffa (en nafn hans beygist raunar stundum eins og
kaffi) sem iðulega gleymir sér á mikilvægum augnablik-
um sakir átfíknar sinnar. Það hefur þau áhrif að hinir
alvarlegu atburðir sögunnar verða hlægilegri og viðráð-
anlegri úr því Búffi getur ekki tekið þá jafn alvarlega og
næstu máltíð.
Þau eru fullkomnar
staðalmyndir og var
ætlað að gera grín að
algengum manngerðum
í afþreyingarbókum
ætluðum unglingum á
eftirstríðsárunum.