Börn og menning - 2016, Síða 18

Börn og menning - 2016, Síða 18
Börn og menning18 Hinum fjórum fræknu fylgir hundurinn Óskar sem talar vitaskuld ekki en hugsar sitt (fyrsta hugsun hans í bókaflokknum á íslensku er „Mín skoðun er, að þetta heppnist aldrei“). Hann er á sinn hátt arftaki Tobba í Tinnabókunum eða Tomma í Fimmbókunum en ein- kennist mjög af írónískri fjarlægð við atburðina sem hann tekur ekki endilega þátt í (t.d. ekki í lokauppgjör- inu í fyrstu bókinni). Þessar persónur hljóma eflaust óþolandi af lýs- ingunni en eru það ekki þar sem höfundunum þykir greinilega vænt um þær allar og þrátt fyrir klisjurnar gegna þau fjölbreyttum hlutverkum eftir því sem rit- röðinni vindur fram. Enginn vafi leikur á að þau eru öll aðalpersónur í bókaflokknum, líka prófessorinn og feiti strákurinn. Þannig eru þau ævinlega öll saman á bókarkápunum. Það verður ekki sagt að grínið að þeim beinist fremur gegn einni persónu en annarri. Öll eru þau miklir hrakfallabálkar og komast sjaldan slysalaust í gegnum söguna en um leið eiga þau öll til mikla hug- kvæmni og hetjuskap. Og ef lesendum þykir flekklaus hetjuskapur þeirra hvimleiður geta þeir gripið til bókar- innar Hin fjögur fræknu og gullæðið (1978) þar sem í ljós kemur að hvert og eitt hinna fjögurra fræknu á sér illan tvífara sem hefur alla sömu eiginleika en þeir birtast á öfugsnúinn og illan hátt. Auk þeirra er í röðinni fjölbreytt safn aukapersóna sem skjóta ítrekað upp kollinum en aðeins tvær birt- ust í fyrstu bókinni sem út kom á íslensku, lögreglu- mennirnir Loftur og Lárus (Brodequin og Lecardunoie á frummálinu). Þeir sjást raunar aðeins í svip í lok sögunnar þegar þeir handsama helsta skúrk bókarinnar fyrir slysni. Þeir eru enda engu minni hrakfallabálkar en börnin og helsta einkenni þeirra er kokhreysti Lofts sem haldið er við af svikalausri undirgefni Lárusar. Í návígi við draug Sú bók sem kynnti hin fjögur fræknu fyrir íslenskum lesendum var Hin Fjögur fræknu og vofan sem út kom árið 1977 og ungu hetjurnar eru raunar rækilega kynnt- ar á baksíðutexta bókarinnar. Geirlaug Þorvaldsdóttir þýddi þessa bók og Hin fjögur fræknu og kappaksturinn mikli sem kom út sama ár en síðan tók Jón Gunnars- son við og þýddi tíu næstu bækur. Hin Fjögur fræknu og vofan rekur sögu sína til fyrstu unglingabókar Chaulet, Le Fantôme de Campaville (1957) sem var textabók í stíl Enid Blyton en eftir að samstarf hans við Craen- hals hófst var hún í hópi fyrstu sagnanna sem var þýdd yfir í myndasöguform og kom út á frönsku árið 1965, í kjölfar bókanna Sæslangan, Loftfarið og Búkolla sem allar komu út árið 1964 á frummálinu en síðan allar á íslensku árið 1981. Lesandi sem sér bókarkápuna gerir ráð fyrir að hér sé mikil spennusaga á ferð, þar má sjá hin fjögur fræknu skjálfandi á beinunum en draugalegur skuggi við hlið þeirra. En sá sem opnar bókina í leit að hryllingi mun verða fyrir vonbrigðum: hann er þar vissulega að finna en verður þó skammlífur. Öll eru þau miklir hrak- fallabálkar og komast sjaldan slysalaust í gegn- um söguna en um leið eiga þau öll til mikla hug- kvæmni og hetjuskap.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.