Börn og menning - 2016, Síða 19

Börn og menning - 2016, Síða 19
Hver er hræddur við drauga? Ekki hin fjögur fræknu! 19 Hin fjögur fræknu lifa í heimi sem sannarlega var ekki gamaldags árið 1977 og þannig koma bílar og mynda- vélar mjög við sögu í fyrstu bókinni. Þau eru nútíma- leg ungmenni, fullkomlega sjálfstæð og búa þannig öll saman í eigin húsi í sögubyrj- un þar sem þau virðast leika lausum hala án þess að gegna neinum skyldum í skóla eða á vinnumarkaðnum. Engar skýr- ingar eru heldur veittar á því í upphafi hvernig leiðir þeirra hafa legið saman; hinir ungu lesendur eru einfaldlega kynnt- ir fyrir draumatilveru sem minnir ekki lítið á heim ung- lingsins þar sem vinir og félagar eru aðalatriðið en best að leiða fjölskyldu og fullorðna alveg hjá sér. Sagan hefst þó á ákveðnu syndafalli og lokum hins áhyggjulausa lífs. Vegna misheppnaðra vísindatilrauna Lastiks og Doksa verður hús hinna fjögurra fræknu fyrir skemmdum þannig að þau eru tilneydd að leita út á vinnumarkaðinn til að afla fjár til viðgerða. Fyrsti þátturinn í sögunni er síðan farsakennd atburðarás sem af því leiðir þar sem þau ramba hvert fyrir sig á kol- rangt starf: Lastik fer að vinna á safni, Búffi í tískubúð, Dína við bensínafgreiðslu en Doksi í eldhúsi. Þeim tekst hverju og einu að klúðra starfinu rækilega á drep- fyndinn hátt og eru öll rekin úr vinnunni með skömm en sem betur fer uppgötva þau í kjölfarið að martröð eins getur verið draumur annars og þegar Doksi er kominn á safnið, Lastik á bensínstöðina, Búffi í eldhús- ið og Dína í tískuverslunina fara þau öll að blómstra. Farsinn verður þannig ágæt kynning á persónunum þar sem styrkur og veikleikar hverrar og einnar eru dregnar rækilega fram. Í kjölfarið hefst spennusagan sem er haganlega flétt- uð saman við vinnu ungmennanna. Í kjólabúðinni hittir Dína tvær aldraðar systur sem búa í húsinu Blómavöll- um og eiga við draugagang að etja. Dína lofar þeim stuðn- ingi hinna fjögurra fræknu með orðunum: „Við erum ekki hrædd við neitt“. Þetta reynist ef til vill ofmælt en þó ekki: það er lykilatriði í heimi hinna fjögurra fræknu að þar er engin ástæða til ótta. Hin fjögur fræknu munu ævinlega hafa betur í öllum aðstæðum. En vegna þess að sagan er farsi komast þau aldrei úr neinum leik án þess að detta eða blotna. Þetta sama kvöld fara vinirnir og heimsækja systurnar og þá nær spennan í sögunni hámarki, einkum í fyrstu þegar ekkert hefur gerst annað en að þau bíða eftir draugnum. Óttinn skín af þeim öllum á myndunum en hetjan Lastik er þó tilbúinn með byssu að skjóta á drauginn þegar hann birtist að lokum í dyragættinni. Nú er ekki óalgengt að persónur í draugasögu hlaupi frá draugum fremur en í átt til þeirra en öðru máli gegnir um hinar nútímalegu söguhetjur okkar. Þau elta drauginn en þessa nótt sleppur hann frá þeim á dular- fullan hátt. Þau gefast hins vegar ekki upp því að hin fjögur fræknu eru full af vísindalegum eldmóði og sannfærð um að þau geti leyst hvern vanda með réttu græjunum, í þessu tilviki með gildru og myndavél. Þar sem þau Sagan hefst þó á ákveðnu syndafalli og lokum hins áhyggjulausa lífs.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.