Börn og menning - 2016, Side 20

Börn og menning - 2016, Side 20
Börn og menning20 eru hrakfallabálkar gengur það ekki slysalaust en næstu nótt ná þau samt mynd af draugnum og eru fjarri því að gefast upp í eltingarleiknum. Veröld ný og vofulaus Systurnar gömlu eru hins vegar örmagna, öfugt við hetjur okkar eru þær skelfdar og ákveða að leigja húsið út. Ævintýrinu virðist þannig ljúka á endasleppan hátt en fljótlega færist fjör í leikinn á ný: í ljós kemur að falsaðir peningaseðlar eru í umferð í bænum. Raunar er hroki glæpamannsins svo mikill að þegar hann sést í fyrsta sinn segist hann borga með fölsuðum seðli og kemst upp með það. Um leið framkalla hetjur okkar mynd af draugnum og sjá að hann hefur æði mennskan svip. Segja má að hér breyti sagan nokkuð um tón: í stað þess að vera draugasaga er hún komin á kunnuglega braut sakamála- sögunnar og er jafn raunsæ og Tinni eða Fimmbækurn- ar. Það virðist ljóst að draugagangurinn sé af manna- völdum og ef til vill tengdur peningafalsi. Það skapar svo sérstakan hversdagslegan snúning á peningafalsið þegar í ljós kemur að falsarinn sjálfur sem er tileygður hefur teiknað bæði Richelieu kardínála og Victor Hugo – sem mörg íslensk börn hafa eflaust kynnst í fyrsta sinn í þessari sögu — tileygða á seðlunum. Leið ungmennanna liggur aftur á Blómavelli þar sem þau halda eitt og eitt á vettvang, eru handsömuð af fölsurunum og uppgötva þá um leið að draugurinn er aðalfalsarinn sem heitir því táknræna nafni Falsifí. Allur draugagangurinn reynist aðeins vera yfirvarp til að hrekja systurnar úr húsinu og útvega fölsurunum kjöraðstæður til seðlaprentunar. Draugar reynast eftir allt saman ekki til, aðeins óprúttnir náungar sem hafa enga yfirskilvitlega hæfileika. Og þó að þeir séu til alls vísir og haldi hetjum okkar föngnum smástund reynast ungmennin fjögur eiga í fullu tré við þá. Aðeins Falsifí sjálfur er heldur viðsjárverðari en hinir en Lastik eltir hann þó ódeigur þegar hann reynir að sleppa úr haldi laganna. Draugagangurinn sem hin fjögur fræknu takast á við er þannig enginn draugagangur og ógnar ekki vísinda- legri heimsmynd eftirstríðsáranna. Þó að jafnvel hinn víðlesni Doksi útiloki ekki tilvist drauga (með vísun í Hamlet, Makbeð og Jólaævintýri Dickens) er Lastik frá upphafi efasemdarmaður enda er heimur hans fullur af tækni og tólum þar sem vísindin ráða og ekkert rými er fyrir yfirnáttúrulega hluti. Jafnvel hann er þó ekki með öllu laus við beyg andspænis draugnum þó að hann sé ekki jafn tilbúinn til að viðurkenna hann og hin kvenlega Dína – sem þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um hræðslu reynist alltaf til í tuskið þegar hin fjögur fræknu halda á vit ævintýra. En þrátt fyrir stundarbeyg áður en draugurinn birtist í fyrsta sinn eru hin fjögur fræknu ekki mjög hræðslu- gjörn. Þau eru persónur af sama sauðahúsi og söguhetj- ur Enid Blyton: ofurunglingar sem finna sjaldan fyrir nokkrum ótta og reynast enda hafa einstakt lag á að komast úr hverri raun. Munurinn er kannski sá að hin fjögur fræknu eru hrakfallabálkar sem steypast reglulega á kollinn og yfir þau hellist allnokkuð magn málningar, vatns og annarra vökva í hverri einustu bók. Þannig verður vofan á Blómavöllum uppistaða í velviljaðan farsa og er að lokum afhjúpuð sem gabb: við erum stödd í nútímalegum heimi eftirstríðsáranna þar sem peningafalsarar eru sannarlega til en vofur eru aðeins ímyndun, réttlætið sigrar að lokum og efnahags- lífinu stendur ekki lengur ógn af fölsuðum seðlum. Sögunni lýkur á að hin fjögur fræknu eru boðin í te til systranna á ný og þær hafa fengið sér borð sem snýst og vekur upp drauga (svokallað ouija-borð). Írónían er fullkomnuð: mannfólkið þarf áfram sína drauga – og væntanlega einnig sína draugabana. Hinum fjórum fræknu er raunar ekki skemmt en hinir ungu lesend- ur og aðdáendur þeirra þurfa ekki að hafa áhyggjur. Hvaða vofur sem verða á leið þeirra (eða snjódrekar eða sæslöngur) verða auðveldlega afhjúpaðar. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.