Börn og menning - 2016, Blaðsíða 23
23Hryllingur og húmor
sín getur snúist upp í andhverfu sína og leitt til inn-
ilokunar og einangrunar. Það er meira að segja kafli
í Kvikmyndinni þar sem Zach heldur að Stine sé að
beita dóttur sína ofbeldi, hann heyrir „[v]ein sem gaf
til kynna að verið væri að myrða einhvern með risa-
stórum hnífi“ en ennfremur er það vein sem „hljómaði
eins og það kæmi frá Hönnu“. (K:26) Í framhaldinu
heyrir hann gler brotna og viðarbresti áður en þögnin
tekur við. Það er þó ekki unnið frekar úr þessum ógn-
vekjandi möguleika því skrímslin sleppa úr prísundum
sínum stuttu síðar og eltingaleikurinn við þau verður
meginviðfangsefni sögunnar.
Það má sjá greinilegan stöðumun í samskiptum barn-
anna og hinna fullorðnu í Hrollsbókunum. Unga fólkið
upplifir töfrana og hryllinginn en hinir fullorðnu trúa
þeim ekki þegar þau segja frá, að Stine undanskildum.
Í Sá hlær best - sem síðast hlær og Hefnd garðdverganna
halda hinir fullorðnu að óþægindin sem hljótast af
skrímslunum séu óþekkt og hrekkir af hendi barnanna,
algerlega blind á hið yfirnáttúrulega.
Þrátt fyrir að vera hrollvekjur einkennast Hrolls-
bækurnar ekki síður af húmor og stríðni. Í Hefnd garð-
dverganna eru söguhetjurnar systkinin Jói og Mindý og
standa spjótin sérstaklega á föður þeirra þegar kemur að
gríni og húmor. Faðirinn ræktar grænmeti í garði fjöl-
skyldunnar og er í harðri samkeppni við nágrannann
á því sviði. En „[p]abbi er jafn sjúkur í garðskraut og
hann er í garðvinnu“ (HG:29) og af þeim sökum er
garður fjölskyldunnar einkar skrautlegur. Í upphafi
sögunnar fara systkinin með pabba sínum í uppáhalds
verslunina hans, sem einungis selur garðskraut, til að
finna félagsskap fyrir dádýrið Dálilju. Það fer hinsvegar
verr en á horfist því í staðinn fyrir að kaupa annað dá-
dýr fjárfestir pabbinn í tveimur garðdvergum sem fá
nöfnin Kátur og Skari en þeir reynast ekki allir þar sem
þeir eru séðir.
Það er markvert að árásargirni barnanna í Hefnd garð-
dverganna byrjar áður en dvergarnir hefja skemmdar-
verk sín á grænmetisgörðum fjölskyldnanna tveggja og
öðrum eignum þeirra. Það eru Jói og Mosi vinur hans
sem leika sér að því að þykjast lúskra á garðdvergunum.
Faðir Mosa líkist í flestu föður systkinanna enda keppa
þeir hvor við annan í grænmetisræktuninni. Mindý
tekur að sér hlutverk hinnar ábyrgu eldri systur, biður
strákana að hætta fíflaganginum og passa sig að brjóta
ekki dvergana. (HG:41) Í ljósi þess ástfósturs sem faðir-
inn hefur á garðskrautinu er freistandi að líta á útrásina
sem strákarnir fá á dvergunum sem útrás fyrir gremju
gagnvart föðurímyndinni.
Í Sá hlær best - sem síðast hlær eru aðalpersónurnar tví-
burasysturnar Krista og Linda. Byggt er á togstreitunni
í sambandi systkina sem er sérstaklega áberandi þegar
kemur að tvíburum sem eiga svo margt sameiginlegt
en eru þó ólíkar persónur. Þegar Linda eignast búk-
talaradúkku verður Krista afbrýðisöm og Linda skip-
ar henni á móti að finna sér annað áhugamál og leyfa
henni að vera búktalari. (SHB:22) Á einum tímapunkti
spyr Krista sjálfa sig: „Hvernig getur ein tvíburasyst-
ir gert svona ótrúlega margt pirrandi.“ (SHB:39) Náin
Í ljósi þess ástfósturs sem
faðirinn hefur á garðskrautinu
er freistandi að líta á útrásina
sem strákarnir fá á dvergunum
sem útrás fyrir gremju gagn-
vart föðurímyndinni.