Börn og menning - 2016, Side 29

Börn og menning - 2016, Side 29
 29Skoffín nýtur sannmælis Galdrafólkið lendir í heiftarlegum átökum sem Björn og Dísa dragast inn í. Tími og rúm eru sveigjanleg hug- tök í þessari sögu og leikurinn berst víða. Upp kemur fyndinn leikur að orðinu galdrakind og í fjallinu fyrir ofan bæinn er líka ókindin úr kvæðinu gamalkunna. Sauðfjárræktin á sér margar hliðar. Textinn í sögunni er notalegur aflestrar að lang- mestu leyti. Stöku sinnum fannst mér að betur hefði mátt lesa yfir, nefni hér sem dæmi að ég kannast ekki við að klettaveggir geti verið kræklóttir, þrjú eða fjögur svipuð dæmi sá ég en hirði ekki um að fara nánar út í það. Miklu meira máli skiptir að textinn er hlaðinn af frásagnargleði og þreki til að lifa sig inn í atburði. Gunnar Theodór er slægvitur sögumaður sem kann að halda frásögn gangandi og kann það vel. Sagan er bráð- skemmtileg og heldur stöðugri spennu. Það eru engir dauðir kaflar eða leiðinlegt uppfyllingarefni, hvergi gengur höfundur í þá gildru að gleyma sér við fræðslu og moka inn í textann þjóðfræðum þjóðfræðanna vegna, þó að skroppið sé þrjúhundruð ár aftur í tímann. Húsnæði, klæðnaður og matur vekja furðu Dísu þegar hún er komin inn í hliðarheiminn en það er líka allt og sumt. Sá fróðleikur er mikilvægari en ella vegna þess að höfundur heldur ró sinni gagnvart honum. Dísa lærir að borða úr aski og hættir að sulla stanslaust í vatni og sápu eins og nútímamönnum hættir til en það stöðvar ekki tímans þunga nið, ef svo mætti segja. Frásögnin heldur góðum skriði gegnum mörk tíma og rúms, milli lífs og dauða, bernsku og skilnings á heimi fullorðinna. Frábært lesefni fyrir unglinga. Höfundur er dósent í íslenskum bókmenntum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.