Börn og menning - 2016, Síða 38
Brennandi hugsjónir
IBBY fréttir
Í september árið 2000 lagði undirrituð, þá stjórnarkona
IBBY á Íslandi, í langferð til strandbæjarins Cartagena í
Kólumbíu í því skyni að bjóða sig fram til setu í stjórn
IBBY-samtakanna og taka þátt í heimsþingi IBBY sem
haldið er annað hvert ár á mismunandi stöðum í heim-
inum. Í Cartagena hófst tveggja ára seta mín í stjórn
IBBY-samtakanna og þar heyrði ég fyrst minnst á Jellu
Lepman. Nafn hennar átti ég eftir að heyra margoft,
bæði á stjórnarfundum og IBBY-þingum, enda er það
samofið sögu samtakanna frá upphafi.
Konan sem byggði brýr
Jella Lepman (1891–1970) var af Gyðingaættum og
fæddist í Stuttgart í Þýskalandi. Hún ólst upp á frjáls-
lyndu heimili og giftist hálfbandarískum manni sem
lést þegar hún var aðeins 31 árs gömul. Jella fór þá í
nám í blaðamennsku til að sjá sér og tveimur börnum
sínum farborða. Þegar Hitler komst til valda missti hún
vinnu sína hjá þýska lýðræðisflokknum og flúði með
börnin til Bretlands árið 1936. Í Bretlandi starfaði
hún meðal annars fyrir BBC en gekk árið 1941 til liðs
við bandaríska útvarpsstöð sem var með útsendingar í
Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Við stríðslok 1945
sneri Jella aftur til Þýskalands sem ráðgjafi Bandaríkja-
hers í málefnum sem lutu að námsþörfum kvenna
og barna í þeim hluta landsins sem hernumið var af
Bandaríkjamönnum.
Eftir hörmungar stríðsáranna tók við endurreisn-
arstarf í Þýskalandi og Jella Lepman var sannfærð um
að vonin um betri heim byggi í ungu kynslóðinni.
Sömuleiðis var það bjargföst trú hennar að vandaðar
barna- og unglingabækur væru besta leiðin til að inn-
ræta ungu fólki sjálfsvirðingu, fordómaleysi, umburðar-
lyndi og ást á friði. Hún talaði gjarnan um að barna-
bókin gæti orðið eins konar „brú“ milli þjóða heims.
Í sjálfsævisögu Jellu Lepman, A bridge of children’s
books, má finna frásagnir af kynnum hennar af ungum
fórnarlömbum stríðsins sem höfðu upplifað ólýsan-
legar þrautir, voru á vergangi og liðu skort. Þessi kynni
styrktu þá skoðun Jellu að börnunum væri ekki síður
nauðsynlegt að fá andlega næringu úr bókum en fæði,
lyf, klæði og húsaskjól. Hún lagði sérstaka áherslu á að
börn þyrftu að fá aðgang að bókum frá öðrum lönd-
um til þess að geta sett sig í spor þeirra sem hafa ólíka
reynslu, tilfinningar, þarfir og menningu en þau sjálf.
Með þessa hugsjón að leiðarljósi ákvað Jella Lepman
að efna til alþjóðlegrar sýningar á barnabókum og
myndskreytingum úr barnabókum. Hún sendi beiðn-
ir um bækur til 20 landa, þar á meðal nokkurra sem
höfðu barist gegn Þýskalandi í stríðinu, en fékk
einungis eitt neikvætt svar. Þrátt fyrir að Jella hefði
ekki fengið neinn fjárhagslegan stuðning var sýn-
ingin haldin í München árið 1946. Í kjölfar hennar
hlaut Jella Lepman styrk frá Rockefeller-stofnuninni
árið 1949 til þess að koma á fót alþjóðlegu bókasafni,
Internationales Jugend bibliothek, sem hún stýrði sjálf
til ársins 1957. Starfsemi bókasafnsins stendur enn í
blóma og hefur það alla tíð verið í góðu samstarfi við
IBBY-samtökin.
Stofnun IBBY
Sannfæring Jellu Lepman um mikilvægi barnabóka til
að stuðla að friði og skilningi á milli þjóða fékk vax-
andi hljómgrunn á árunum rétt eftir stríð. Fram komu
þau sjónarmið að börn alls staðar í heiminum þyrftu að
hafa aðgengi að vönduðum bókum sem kveiktu lestrar-
löngun og gerðu þau að upplýstum lesendum.
Þetta varð Jellu Lepman hvatning til að skipuleggja
ráðstefnu í München árið 1952 undir yfirskriftinni
International understanding through children’s books.
Hana sóttu fjölmargir evrópskir höfundar, útgefendur,
kennarar og heimspekingar og var þar sett á fót nefnd
um stofnun International Board on books for young
people – IBBY.
Ári síðar, 1953, voru IBBY-samtökin formlega stofn-
uð og sex eftirfarandi markmið samtakanna sett fram:
Guðlaug Richter