Börn og menning - 2016, Page 39

Börn og menning - 2016, Page 39
Brennandi hugsjónir 39 • Að efla skilning á milli þjóða í gegn- um barnabækur. • Að veita börnum alls staðar í heim- inum tækifæri til að nálgast vandað- ar og góðar bækur. • Að hvetja til útgáfu og dreifingar vandaðra barnabóka, einkum í þró- unarríkjum. • Að veita þeim stuðning og þjálfun sem starfa með börnum og á sviði barnabókmennta. • Að hvetja til rannsókna og fræðastarfa á sviði barna- bókmennta. • Að verja og halda á lofti réttindum barna í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Nýjar áherslur í breyttum heimi Strax frá upphafi fjölgaði landsfélögum IBBY jafnt og þétt og nú 63 árum frá stofnun samtakanna eru þau 75 talsins. Ýmis verkefni sem sett voru á laggirnar á árdög- um samtakanna eru enn í fullu gildi og má þar til dæmis nefna H.C. Andersen-verðlaunin, heiðurslista IBBY og alþjóðlega barnabókadaginn. IBBY-samtökin hafa engu að síður þróast í takt við breytta tíma þótt nafn Jellu Lepman sé fjarri því að vera gleymt – hugmyndafræði hennar er sem fyrr grundvöllur starfseminnar. Árið 2008 lagði Patsy Aldana, þáverandi forseti IBBY, fram nýjan vegvísi fyrir starf samtakanna undir yfirskriftinni Right of every child to become a reader. Þar er sett fram sú ályktun að hverju einasta barni í heimin- um beri að hafa aðgang að bókum og öðlast tækifæri til að verða lesandi í víðtækri merkingu. Að mati IBBY eru þetta grundvallarréttindi barnsins og leið þess til sjálfs- styrkingar. Ekki er einungis átt við að barnið nái tækni- legum tökum á lestri heldur að það verði lesandi allt lífið og geti þannig tamið sér gagnrýna hugsun og tekið virkan þátt í samfélaginu, að það geti varast lýðskrum, lært á heiminn og síðast en ekki síst lært að þekkja sjálft sig og samferðamenn sína. Í greinargerð sem fylgir vegvísinum má sjá að alveg eins og Jella Lepman á sínum tíma telur IBBY að besta leiðin til að réttindi barnsins nái fram að ganga sé í gegnum vandaðar barnabækur, vel skrifaðar og listilega myndskreyttar. Ný áhersla kemur hins vegar fram í því að nú er talið þýðingarmikið að börn geti nálgast bækur sem eru skrifaðar og gefnar út í þeirra eigin löndum og endurspegla þeirra líf. Patsy Aldana greinir frá því að þessa breyttu áherslu megi rekja til þróunar sem orðið hefur í útgáfuheim- inum, en hún felst í því að útgáfa barnabóka hefur í æ ríkari mæli færst í hendur fárra ríkra þjóða og alþjóð- legra útgáfurisa. Í slíku útgáfuumhverfi þar sem hagn- aðarkrafa er alls ráðandi er vonlítið að börn í fátækum heimshlutum og börn á fámennum málsvæðum fái í hendur bækur sem endurspegla þeirra eigin raun- veruleika og menningu. Nýi vegvísirinn hefur orðið kveikja að nokkrum nýj- ustu verkefnum IBBY sem komist hafa á laggirnar með aðstoð fjársterkra aðila. Í fyrsta lagi má nefna IBBY- Yamada sjóðinn sem hefur fjármagnað vinnustofur í bókaútgáfu, skapandi skrifum, myndskreytingum og bókasafnsfræði í löndum þar sem lítil eða engin bóka- útgáfa er til staðar. Í öðru lagi má nefna að í kjölfar Tsunami-hamfaranna í Suðaustur-Asíu árið 2004 stofn- aði IBBY sjóðinn Children in crisis fund sem segja má að sé nútímaútgáfa af því starfi sem Jella Lepman var upphafsmaður að í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Framlög hafa verið veitt úr sjóðnum í kjölfar stríðsátaka og náttúruhamfara víðs vegar um heiminn til að veita börnum það sem nú er kallað „bibliotherapy“, það er sálræna meðferð í gegnum bækur og lestur. Það er gott til þess að vita að trúin á barnabókina skuli enn lifa góðu lífi og að enn skuli fólk bjóða fram krafta sína til að starfa í anda Jellu Lepman. Jella Lepman

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.