Fréttabréf Ættfræðifélagsins - Sep 2020, Page 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - Sep 2020, Page 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is5 eftir móður minni sáluðu. Hún er hvað duglegust til búskapar. – Sú þriðja er Elínborg, óráðinn ungling- ur. Guðrún hefði átt kost á að giftast presti eða ríkum bóndamanni. En sitthvað hefur okkur þótt að því og ekki gefið þess kost. Það fór svo að Páll gekk að eiga Elínborgu, hinn óráðna ungling, aðeins rúmu ári eftir að bréfið hér að ofan var skrifað, þann 8. október 1853. Því ber að túlka þann ráðahag þannig að unga fólkinu hafi litist býsna vel hvoru á annað. Þegar brúðkaupið var gert var Páll 26 ára og Elínborg tvítug og settust þau að í Víðidalstungu. Í þessu bréfi er vísað í að dóttir Jóns Thorarensen sé nú þegar gift Jóni Sigurðssyni á Breiðabólsstað og er það Ragnheiður sem vísað er í. Þó nokkru áður, eða árið 1846, hafði Ragnheiður systir Páls verið gefin Jóni Sigurðssyni presti og guðfræðingi. Þá var hún var aðeins 22 ára gömul og Jón 32 ára. Það er lítill vafi á því að undanfari þessa hjónabands hefur verið á svipaðan hátt og bróður hennar. Feður hafa hist eða skrifast á, eitthvað hef- ur farið á milli þeirra um gæfu og gjörvileika barna sinna og að lokum hefur samist um gjaforðið. Þegar unga fólkið hefur svo hist og þeim litist vel hvoru á annað hafa feðurnir ugglaust skálað yfir góðum lykt- um og ákveðið brullaupsdaginn. Jón Sigurðsson, maður Ragnheiðar, fædd- ist á Hellnahóli, Holtssókn undir Eyjafjöllum, Rangárvöllum (f. 25. maí 1814, d. 17. ágúst 1859 í Breiðabólsstaðarsókn í Vesturhópi). Hann var sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar (1776-1862), og konu hans Valgerðar Tómasdóttur (1786-1826). Búskaparár Ragnheiðar og Jóns Það var sumarið 1846 sem Ragnheiður gekk í hjónaband með Jóni Sigurðsyni, barnakennara og presti. Hófu þau búskap sinn á Breiðabólsstað full bjartsýni og gleði á þessum einum þekktasta bæ í Vesturhópinu. Breiðabólsstaður, sem er vestan við sunnanvert Vesturhópsvatnið, er kirkjustaður og áður prestssetur þar sem sátu afar margir, merkir prest- ar. Eitt af því sem Breiðabólsstaður er hvað þekkt- astur fyrir er að þar hófst ritöld fyrst á Íslandi með skrásetningu laga veturinn 1117-1118 og um 1540 var þar fyrsta prentsmiðja landsins. Fyrsta árið eftir að þau Ragnheiður og Jón gengu í hjónaband var tíðinni lýst þannig að vorið var oft gott og hlýtt, grasvöxtur góður sem og nýting. Var sum- arið eitt hið besta og var heyjað langt fram á vetur. Elstu menn töldu sig ekki muna svo góðan vetur né hægviðrasaman sem þennan vetur. Og enn kvað Gísli Konráðsson: Veturinn unan ýtum vann, einkunn hans svo það er, að Eygóði heiti hann héðan af alda rað er. Ungu hjónunum hefur því trúlega liðið vel og ver- ið full lotningar fyrir Breiðabólsstað þegar þau sett- ust þar að og ekki að efa að Jón hefur notið sín í starfi sem prestur og barnakennari og Ragnheiður verið ánægð og glöð þegar hún bjó þeim þar heimili. Börnin fæðast Strax snemmsumars, árið eftir að þau setjast að á Breiðabólsstað, berst mislingasótt, eða flekkusótt eins og hún var kölluð, inn í sveitina. Fór fólk að finna fyrir veikindum um alla sveit og lá það fyrir, ýmist í nokkra daga og braggaðist síðan, eða lést af veik- indum sínum. Í Húnvetningasögu eru nafngreindir á annan tug manna sem önduðust úr þessum veikindum árið 1846. Hafa veikindi þessi sett djúpt mark á fólkið í sveitinni þó svo að fátítt væri að menn hafi kvartað eða borið það utan á sér. Ungu hjónin létu engan bilbug á sér finna og árið 1848 fæddist þeim hjónum fyrsta barnið, Jón Sigurður Vídalín. Dóttirin Kristín fæddist svo tveim- ur árum seinna, árið 1850. Árið 1851 eignuðust þau Valgerði Ingveldi en hún dó á fyrsta ári. Tveimur árum síðar eignuðust þau svo yngsta barnið, Björn Markús. Þau hjón tóku einnig að sér fósturdóttur, Vigdísi Pálsdóttur f. 1851, en Vigdís var afabarn Páls Sigurðssonar bróður Jóns. Þau voru því mjög fljótt komin með stórt heimili, sex manna fjölskyldu ásamt öðru heimilisfólki. Ragnheiður hafði eina þjónustustúlku, Hólmfríði Jónsdóttur 26 ára, sem aðstoðaði hana innanhúss. Þess utan voru fjórir vinnumenn á prestssetrinu, all- ir frekar ungir að árum. Páll Pálsson 23 ára, Sigurður Guðmundsson 38 ára, Daníel Daníelsson 22 ára og Hannes Árnason 35 ára. Vinnukonur voru tvær; Hólmfríður Bjarnadóttir 21 árs og Ingibjörg Jósefsdóttir 18. ára. Einn léttadrengur, Jón Guðmundsson, er á bænum 14 ára og loks er nefnt í manntali frá 1855, tíu ára tökubarn að nafni Helga Sveinsdóttir. Það hef- ur því verið annasamt heimili, nóg að gera innanhúss Séra Friðrik Eggerz bóndi í Akureyjum og víðar. Hann og kona hans Arndís Pétursdóttir voru tengdaforeldrar Páls, bróður Ragnheiðar. Eftir að Ragnheiður varð ekkja gerðist hún bústýra hjá Friðriki Eggerz í Akureyjum á Breiðafirði um nokkurra ára skeið. Víðidalstunga í Húnavatnssýslu. Þar fæddist Ragnheiður og ólst þar upp.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.