Fréttabréf Ættfræðifélagsins - sep. 2020, Síða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2020
http://www.ætt.is aett@aett.is15
barnið var drengur sem skírður var Jón. Hann átti eft-
ir að lifa næstu sjötíu árin, fyrst á Seljum og síðar
í Hólmakoti, en þangað flutti fjölskyldan fyrir miðja
tuttugustu öldina. Sjöunda barnið var Sigríður en það
fór á sömu leið og hjá þeirri fyrri, þessi lifði í eitt og
hálft ár.
Áttunda barnið var drengur, sem skírður var
Sigurður, gæti verið í höfuðið á Sigríði. Það fór betur
því Sigurður þessi, langafi minn, lifði í rúm fimmtíu
og fimm ár.
Andrés og Andría
Níunda barnið var drengur og enn vantaði Andrés.
Andrés Illugi var hann skírður, en það fór á sömu
leið og með hina fyrri, hann varð tveggja ára. Næsta
barn var stúlka. Því ekki að reyna einu sinni enn?
Hún var skírð Andría Ingibjörg, nú skyldi það ganga.
Hún tórði í mánuð. Ellefta barnið var drengur. Hann
var skírður Guðlaugur, en föðuramma Málfríðar
hét Guðlaug. Guðlaugur varð allra karla elstur, bjó
lengi að Seljum en síðast í Hólmakoti og varð ríflega
níræður. Tólfta barnið var drengur og nú var komið að
Andrési Bjarna. Hann fékk níu mánuði á jörðinni.
Þrettánda barnið var stúlka og enn var komið
að Sigríði. Hún dó rétt fyrir fjögurra ára afmælið.
Fjórtánda barnið var drengur og í fimmta sinn var það
Andrés með aukanafnið Sigmundur. Hann náði rúm-
um tveimur árum og lést í sömu vikunni og Sigríður
systir hans. Ekki er mér kunnugt um að fleiri hafi skírt
Andrés af þessari ætt og skyldi engan undra. Í stuttu
máli, fimm Andrésar og ein Andría, sem öllum var
skammtaður mun styttri tími á jörðinni en almennt
gerðist.
Eitt barna Sigurðar langafa var Friðjón Sigurðsson,
skósmíðameistari í Reykjavík, móðurömmubróðir
minn. Hans nafn varð til með því að slá saman Jóni og
Málfríði. Þetta reyndist heillaráð því Friðjón ömmu-
bróðir minn var mikill gæfumaður og heillavinur for-
eldra minna.
Þegar svo dóttir mín eignaðist dreng fyrir að verða
þrettán árum, var hann skírður Gabríel. Einhver
spurði mig að því hvort ég hafi ekki reiknað með að
hann yrði skírður í höfuðið á afanum. Ég svaraði því
til að mér finndist hún hafa gert það því hún hafi alltaf
sagt að afinn væri algjör engill, Gabríel erkiengill.
Vitjaði nafns
Áður hefur verið minnst á Friðjón Sigurðsson.
Sigurður langafi flutti ásamt eiginkonunni Halldóru
Steindórsdóttur, með fjölskylduna vestur í Rif um
aldamótin og þar ólust börnin upp. Ein dætranna var
Guðbjörg Jónsdóttir
var skírð eftir
föður ömmu sinni
Guðbjörgu. Hún
lifði til 1932 og lést í
Manitóba í Kanada.
Hér er hún ásamt
dóttur sinni í Kanada.
Aðalsteinn Elíasson (1889 - 1923) og Helga Sigurðardóttir
(1893 – 1961) kona hans. Þau voru afi og amma greinar-
höfundar. Aðalsteinn drukknaði aðeins 34 ára. Hann
vitjaði nafns og var stúlka skírð Aðalsteina eftir honum.
Aðalsteina Sumarliðadóttir (1923 - 2013) og Guðríður
Pétursdóttir (1892 – 1987) móðir hennar.
Aðalsteina bar nafn sitt fyrst íslenskra kvenna.