Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020
http://www.ætt.is aett@aett.is3
Sigríður Arna Arnþórsdóttir:
Kristín Jónsdóttir
f. 11. apríl 1850 d. 8. apríl 1937
Kristín Jónsdóttir, formóðir mín, fæddist 11.
apríl 1850 á Breiðabólsstað í Vesturhópi,
V-Húnvatnssýslu. Hún var dóttir hjónanna
Jóns Sigurðssonar prests og barnakennara frá
Hellnahóli undir Eyjafjöllum - Rangárvallasýslu
og Ragnheiðar Jónsdóttur frá Víðidalstungu í
V-Hún. Kristín var miðjubarn þeirra hjóna, en
auk hennar áttu þau synina Jón Sigurð Vídalín,
f. 1848, og Björn Markús, f. 1853. Einnig ólu
þau hjón upp fósturdótturina Vigdísi Pálsdóttur
f. 1851. Vigdís var frænka Ragnheiðar, og nær
jafnaldra Kristínar, og bundust þær stöllur
vináttuböndum sem entust alla ævina. Vigdís
var dóttir hjónanna Páls Pálssonar alþing-
ismanns og bónda á Dæli í Víðidal og Sigríðar
Samsonardóttur. Þau Páll og Sigríður giftust ekki.
Áður hefur verið fjallað um Ragnheiði Jónsdóttur,
móður Kristínar, hér í Ættfræðiritinu.
Kristín Jónsdóttir ólst upp á Breiðabólsstað, í
faðmi fjölskyldu sinnar, í Vesturhópinu. Þar sjáum
við ungu stúlkuna Kristínu dafna og vaxa. Þar sem
faðir hennar var bæði prestur og barnakennari á
Breiðabólsstað hefur vafalaust bæði oft verið líflegt
á staðnum og barnmargt. Kristín hafði því fjölda leik-
félaga, auk þess sem systkinin voru nálægt henni í
aldri. Jón Sigurður var tveimur árum eldri en Kristín,
fóstursystirin Vigdís einu ári yngri og litli bróðirinn
Björn Markús þremur árum yngri.
Þegar Kristín var aðeins níu ára gömul lést fað-
ir hennar. Hann hafði um skeið þjáðst af brjóstveiki,
sem einnig var nefnd tæring og seinna berklar, sem
allmargir veiktust af á þessum tíma. Í þeim harð-
indakafla sem gengið hafði yfir landið á árunum 1858
og 1859 versnaði heilsa Jóns og lést hann þann 17.
ágúst 1859, aðeins 45 ára gamall frá konu og fjórum
börnum.
Þar sem Jón Sigurðsson, faðir Kristínar, hafði verið
prestur á Breiðabólsstað, var sjálfgefið að fjölskyld-
an þyrfti að taka sig upp, því fljótlega var skipaður
annar prestur til að taka við brauðinu. Eftir andlát
Jóns yfirgaf fjölskyldan því bernskuheimili barnanna
og fluttist til móðurbróður Kristinar, Páls Fr. Vídalín
Jónssonar í Víðidalstungu, á æskuheimili Ragnheiðar.
Þar bjuggu þau um tíma, en árið 1865 urðu þau fyr-
ir öðru áfalli, þegar yngri bróðir Kristínar, Björn
Markús, lést aðeins tólf ára gamall. Þegar þetta gerð-
ist voru þær Kristín og Vigdís, fóstursystir hennar, 15
og 14 ára gamlar, og Jón Sigurður, eldri bróðir henn-
ar, rétt að verða 17 ára gamall.
Akureyjar
Þær mæðgur, Ragnheiður, Kristín og Vigdís, fluttu
þá búferlum vestur í Akureyjar á Breiðafirði, þar sem
Ragnheiður tók við búsforráðum hjá séra Friðriki
Eggerz. Hafði séra Friðrik misst konu sína vorið 1864
og vantaði góða og röggsama konu til að halda um
stjórntaumana innanhúss hjá sér. Séra Friðrik Eggerz
var áberandi maður á sinni tíð og liggur mikið ritað
efni eftir hann, til dæmis mannlýsingar.
Jón Sigurður var þá á sautjánda ári og þótti
tímabært að hann færi til náms. Hélt Jón suður í
Reykjavíkurskóla þetta sama haust. Jón Sigurður tók
stúdentspróf utanskóla og fór til Kaupmannahafnar,
þar sem hann var við nám í Hafnarháskóla um tíma.
Eftir það kom hann aftur til Reykjavíkur og hóf
nám í prestaskólanum, en lauk ekki prófi þaðan.
Jón Sigurður kvæntist Sigþrúði Rögnvaldsdóttur frá
Innra-Fagradal í Saurbæ og tóku þau síðan við búskap
þar. Jón Sigurður varð ekki langlífur maður, en hann
lést árið 1880, aðeins 32 ára.
Skautbúningurinn
Kristín dvaldist ásamt móður sinni í Akureyjum
í nokkur ár, þar sem hún aðstoðaði hana við heim-
ilishaldið og nam heimilisfræði og hannyrðir hjá
henni. Kristín var mjög handlagin og mikil hannyrða-
kona og var á þessum tíma að sauma sér einstaklega
fallegan skautbúning með möttli, eftir teikningum og
hönnun Sigurðar Guðmundsonar.
Skautbúningur þessi er nú varðveittur á heimilis-
iðnaðarsafninu á Blönduósi. Búningurinn hafði
Í síðasta Fréttabréfi Ættfræðifélagsins, 3. tbl. 2020,
sagði Sigríður Arna Arnþórsdóttir frá formóður
sinni, Ragnheiði Jónsdóttur prestsfrú en Sigríður
Arna er afkomandi hennar í beinan kvenlegg í 5.
lið. Hér segir Sigríður Arna frá ævi dóttur hennar,
Kristínar Jónsdóttur prestsfrú, sem var ekki síður
viðburðarík en ævi móður hennar. Í næsta blaði mun
Sigríður Arna svo segja frá dóttur Kristínar, Valborgu
Elísabetu Þorvaldsdóttur, húsmóður á Auðshaugi á
Hjarðarnesi í Vestur-Barðastrandarsýslu, en hún var
langamma Sigríðar Örnu.