Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020
http://www.ætt.is aett@aett.is19
Það var árið 1900 sem hún Abba litla sigldi yfir heims-
hafið frá Íslandi til Kanada. Þá var hún bara sjö ára og
hét reyndar fullu nafni Arnbjörg Sigríður Bjarnadóttir
og var fædd í Hólshúsum í Húsavík eystri árið 1893.
Hún átti aldrei eftir að sjá heimahagana aftur en heyrði
alltaf mikið um þá talað. Hún giftist í fyllingu tímans
honum Munda O Goodmannssyni, frænda mínum,
sem var fæddur í Kanada, en kom frá Kalastaðakoti
í Hvalfirði. Þau eignuðust sex börn. Alltaf var töl-
uð íslenska á heimilinu og þegar Mundi lagði land
undir fót og heimsótti Ísland árið 1960 gátu þeir fað-
ir minn og hann spjallað og notið samverunnar, en
þeir voru systkinasynir. Einn dóttursonur Munda,
Larry Peterson varð mormónabiskup og kom seinna
til Íslands ásamt konu sinni. Hann hafði ótal sinnum
heyrt talað um Húsavíkina hennar Öbbu, ömmu sinn-
ar, og sá nú sína sæng upp reidda að heimsækja þenn-
an stað sem hafði verið henni svo kær.
Hann kom til baka alsæll, en sú sæla varði ekki
lengi þegar hann fór að lýsa ferðinni fyrir mér og
komst að því að hann hafði heimsótt ranga Húsavík,
Húsavík í Þingeyjarsýslu!
Ekki gafst honum tími til að leiðrétta þennan mis-
skilning og ég kenndi í brjósti um hann þegar hann
yfirgaf Ísland án þess að koma þessu ætlunarverki
sínu í framkvæmd.
Nokkur ár liðu og þar kom að ég lagði leið mína
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Brot af ættjörðinni
austur á land og heimsótti Húsavík eystri, ásamt
Ragnari syni mínum og tíkinni okkar, Perlu. Ég tók
ótal myndir, m.a. af krossum og leiðum við gömlu
kirkjuna og síðan lá leiðin niður á ströndina þar sem
Abba og Mundi ásamt börnum sínum.
Hér tínir Ragnar sonur minn, fallegu steinana í fjörunni
í Húsavík eystri, „brot af ættjörðinni“ handa frændfólk-
inu okkar í Kanada.